Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 16

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 16
14 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 ishólmi. Sigurður hafði lært múrsmíði en stundaði lengst af sjósókn úr Krossavík. Þótti hann harðduglegur og kappsamur að hverju sem hann gekk. Hann átti fyrir konu Guðrúnu Jónas- Andrés Jónsson. dóttur frá Hallsbæ og bjuggu þau þar. Með Sigurði Sandhólm og Rögnvaldi tókst traust vinátta og samstarf sem átti eftir að standa í 25 ár. Annaðist Sigurður alla verkstjórn í vinnslusal frystihúss- ins og annaðist auk þess mat á fiskinum. Tókst þeim í samein- ingu að drífa þetta lífsnauðsynlega fyrirtæki byggðarlagsins áfram og standa af sér þau áföll sem það varð fyrir á þessum hálfa þriðja áratug sem þeir störfuðu saman. Stækkaði Rögnvaldur bæði vinnslusal með árunum og bætti við frystigeymslur frystihússins. Eftir það lenti hann aldrei í vand- ræðum með geymslu birgða. Þá festi hann kaup á flatningsvél í vinnslusalinn. Þegar Sigurður Sandhólm hafði starfað við hraðfrystihúsið í 25 ár fluttust þau hjónin suður til Reykjavíkur, fyrst í eigin hús- næði en síðar á Hrafnistu og þar létust þau bæði. Þau 25 ár sem Sigurður starfaði við hraðfrysti- húsið var hann aðalverkstjóri yfir allri vinnslu og um vinnslusalinn sjálfan sá hann alveg um alla tíð. Það var enginn vafi að það var Rögnvaldi mikið lán að til hans skyldi ráðast svo ágætur og traust- ur verkstjóri sem gekk að verki og sinnti fyrirtækinu sem sínu eigin allan þann tíma sem hann starfaði við það. Samtaka stóðu þeir Rögnvaldur og Sigurður í því að efla og styrkja fyrirtækið. Auk þess var Sigurður Sandhólm mik- ill áhugamaður um velferð og uppbyggingu byggðarinnar, má þar nefna áhuga hans fyrir því að koma Hellissandi í varanlegt vega- samband. Þá var hann áhuga- maður um trjárækt og tókst að koma upp suður við Hólahóla gróðurreit sem nú sýnir að hann hafði í þeim efnum rétt fyrir sér um möguleika til trjáræktar hér á útnesinu. Auk þess kom hann sér vel við starfsmenn fyrirtækisins og þótti ágætur og hollur verkstjóri og eignaðist velvild starfsmanna þess, sem var mikils um vert. Frásögn Andrésar Jónssonar verkstjóra Einn þeirra manna sem lengst hafa starfað við Hraðfrystihús Hellissands er Andrés Jónsson verkstjóri. Andrés er fæddur á Hellissandi árið 1938. Hann hóf vinnu fyrir frystihúsið árið 1952, þá aðeins 14 ára gamall og hefur unnið þar síðan að mestu leyti. Þegar Andrés hóf störf við frysti- húsið hafði Rögnvaldur Ólafsson rekið það í 2 ár. Sigurður Sand- hólm var þá verkstjóri yfir allri vinnslu á fiski. En vélstjórar frystihússins voru þeir Jón Guð- mundsson í Ártúnum og Eggert Eggertsson á Jaðri. Fyrstu árin sem Andrés starfaði þarna var ein- göngu um frystingu að ræða. Á sumrin var pöldkuð og fryst síld af reknetabátum sem síðan var not- uð í beitu. Yfirstjórn hraðfrystihússins var öll í höndum Rögnvaldar á þess- um árum og varð aldrei neinn var við að stjórnarmenn væru að skipta sér af henni. Einhvern tím- ann seint á 6. áratugnum var byrj- að að verka í skreið en það er ekki fyrr en eftir 1960 sem saltfiskverk- unin hófst og varð umfangsmikil. Jónas Sigurðsson frá Hallsbæ var verkstjóri í salthúsinu. Fyrst var tekinn nægur fiskur í frystingu og var það oftast besti fiskurinn, síðan var valið til saltfiskverkunar en lakasti fiskurinn var tekinn í skreið. Góður fiskur var aldrei tekinn í skreið ef hægt var að komast hjá því. Saltfiskurinn var allur blautfiskur, hann var aldrei þurrkaður. Þegar flatningsvélarnar komu skiptu þær sköpum fyrir saltfiskvinnsluna. Skreiðarhjallar voru reistir uppí Hraunsskarði en áður en þeir voru reistir var skreiðin hengd á planka sem lagð- ir voru á tunnur og stóð þetta allt í kringum frystihúsið. Eftirlits- mennirnir með skreiðinni gerðu stundum grín að þessu og sögðu að við hengdum skreiðina niður en ekki upp. Svo lengi sem Andrés man eftir var hraðfrystihúsið langstærsti vinnustaðurinn og vinnuveitand- inn í þorpinu. Rögnvaldur lét fljótlega reisa beinamjölsverk- smiðjuna. Fyrsti vélstjóri sem ég man eftir þar var Lárentíus Dagóbertsson og hann var þar allt til þess að hann lést. Axel Guð-

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.