Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 18

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 18
16 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 tækið var tilkomið og menn talið sig frjálsari af að gagnrýna rekstur þess og ekki talið hann sér með öllu óviðkomandi. Þetta hafði verið óskabarn þorpsbúa. Það var auk þess langstærsti atvinnu- rekandinn á svæðinu. Annars er fátt að finna í rituðu máli um Hraðfrystihús Hell- issands og það virðist ekki hafa verið Rögnvaldi tamt að láta hafa mikið eftir sér. En sjá má í blað- inu Vestlendingi á 7. áratugnum eftirfarandi gagnrýni á rekstur þess: „á Hellissandi er lítil sem engin atvinna. Hraðfrystihús Hellissands er komið í hendur fjármálamanna í Reykjavík. Stjórnarformaður þar er Sigurður Úr vinnslusal frystihússins. Mynd: Ó.J.S. Ágústsson alþingismaður“ og enn heldur gagnrýnin áfram „tildæmis hefur ekld tekist að fá stjórnendur Hraðfrystihúss Hellissands til að haga þannig atvinnurekstri sínum að hann væri til atvinnulegrar uppbyggingar". I sama blaði kemur fram á 1. maí 1966 hörð gagnrýni á Hraðfrystihús Hell- issands frá formanni Verkalýðsfé- lagsins. Þar segir hann: „hér vantar tilfinnanlega öflugt frysti- hús sem starfar allt árið til þess að eldri menn sem ekki fara í burtu og unglingar geti haft vinnu yflr sumarið þótt við höfum mikla trú á staðnum, því það hefur sannað sig að óvíða er betra að stunda sjó- sókn, því hér má fiska allt árið og það mikið. Og hér eru ein bestu fiskmið landsins. En frystihús- reksturinn hefur verið í svo mikl- um molum að menn þora helst ekki að leggja í að fiska hér á sumrin,------okkur vantar frysti- hús sem starfar allt árið.” I blaði sjálfstæðismanna, Snæfellingi, kemur fram árið 1970 að til stendur að steypa plan á milli húsa á frystihúslóðinni og loka þar með Keflavíkurgötunni fyrir umferð. Þetta mun hafa valdið nokkrum deilum meðal þorpsbúa. Vafalaust hafa Rögnvaldi Ólafs- syni þótt þetta kaldar kveðjur að sumu leyti því sannleikurinn mun hafa vera sá að sögn Andrésar Jónssonar verkstjóra að eftir að kemur fram á 7. áratuginn fer verulega að draga úr sumarlokun- um og var Hraðfrystihús Hell- issands auk þess eldki eitt um að beita þeim ef með þurfti. Fleiri fyrirtæki gerðu það sama. Að sögn Andrésar Jónssonar varð þetta með tímanum bara eins og sumarfrí, lokað frá því einhvern tímann í júlí og fram í ágúst. Og ástæðan var oftast fiskleysi. Sum- arlokanir að einhverju leyti eru enn við líði og þykja nú eðlilegar og sjálfsagðar. Andrés Jónsson segir að starfs- fólkið hafi alltaf verið frekar ánægt, þótt einhverjar óánægju- raddir hafi heyrst eins og alltaf verður og gengur og gerist. Rögnvaldur Ólafsson var svo lengi sem ég man eftir velliðinn at- vinnurekandi. Hann gat verið hvass ef honum mislíkaði en var aldrei með frekju eða yfirgang og hjá honum stóð allt eins og stafur á bók. Það var til þess tekið að hann þurfti ekki einu sinni að skrifa hjá sér það sem hann lofaði fólki og mörgu af starfsfólki sínu gerði hann ótrúlega greiða, greiddi því jafnvel laun fyrirfram langt fram í tímann og þó vissu allir að fjárhagur hraðfrystihússins var oft þröngur. En fyrir sjálfan sig gerði hann litlar kröfur en lagði mikið á sig í vinnu. Andrés Jónsson segir það sína skoðun að ef Rögnvaldar Ólafssonar hefði ekki notið hér við og hann ekki rifið Hraðfrystihús Hellissands upp, þá væri þetta þorp löngu dautt. Að öðru leyti skipti Rögn- valdur sér ekki mikið af málefn- um þorpsins. Þeir voru miklir vinir Rögnvaldur og Sigurður Sandhólm eins og áður getur og þeim tókst mjög vel að starfa sam- an. Hefði Rifshöfn komið of seint, hefðu önnur ágæt fyrirtæki sem hér spruttu upp ekki dugað til að hamla gegn þeirri niður- sveiflu sem byggðin var lent í, tel- ur Andrés Jónsson. Eitt af vandamálum hraðfrysti- hússins var að fá innlent vinnuafl og því var horfið á það ráð að fá erlendar konur til fiskvinnslunnar. Fyrst komu konur frá Astralíu og síðar Nýja-Sjálandi. Þetta mun hafa verið í kringum 1980. En það var ekki fyrr en 10 árum síðar að þær fóru að koma þessar pólsku konur. Þetta útlenda vinnuafl hefur reynst mjög vel í frystiiðnaðinum og var komið til að vinna en ekki til að slæpast. Eftir það átti Rögnvaldur ekki kost á öðru en að fara að kaupa húseignir í þorpinu til að koma þessu fólki fyrir. Fyrst keypti hann Bárðarás 8, síðar keypti hann Snæfellsás 7 og gekk húsið undir nafninu Ástralía fýrir það að þar bjuggu lengi stúlkur frá Ástr- alíu og Nýja- Sjálandi, þar hafði áður verið Sparisjóður Hellissands og var húsið orðið eign Lands- banka Islands. Að lokum keypti hann Bárðarás 10, þar sem skrif- stofa fyrirtækisins er nú. Húsið var í eigu Landsbankans og rak hann þar útibú áður en Lands- bankinn byggði nýja bankabygg- ingu á Klettsbúðartúninu. Bruni frystihússins árid 1983 Á þessum árum var mjög al- gengt að hraðfrystihúsin í landinu yrðu fyrir brunatjóni. Var það mönnum talsvert áhyggjuefni um skeið. Hraðfrystihús Hellissands fór ekki varhluta af því. Beina- mjölsverksmiðja frystihússins hafði brunnið á páskadags-morg- un árið 1960 en var endurbyggð. En svo gerðist það í júníbyrjun árið 1983 að morgni dags meðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.