Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 38

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 38
36 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Anna Þóra Böðvarsdóttir: RÆÐA FLUTT Á SJÓMANNADEGINUM Á HELLISSANDI 1997 Ágætu sjómenn, sjómannsfjöl- skyldur og aðrir gestir, til ham- ingju með daginn! Þegar ég var beðin um að flytja hátíðarræðu á Sjómannadaginn sagði ég strax já, því mér leiðist elckert eins og fá nei í andlitið, eða eyrað, þegar ég þarf að fara bónleið að fólki. Enn strax daginn eftir fóru að renna á mig tvær grímur, ef ekki þrjár. Hvað ætti ég að fjalla um í hátíðarræðu, konan, sem aldrei hefur migið í saltan sjó. Og þó ég sé af verkafólki kom- in og frá útgerðarbæ, sem vissu- lega var hægt að kalla Keflavík á Suðurnesjum, þegar ég var að al- ast þar upp, þá finnast ekki margir sjómenn í minni ætt og gat ég aðeins fúndið einn mér nákominn sem með réttu væri hægt að kalla sjómann. Afi minn Stefán Bergmann og móðurbróðir minn Hreggviður Bergmann létu til sín taka í út- gerð og fiskflutningum á sínum tíma og ófáar skemmtilegar sög- ur eru til frá því er móðurbræð- ur mínir voru að flytja fisk frá Keflavík til Reykjavíkur á vöru- bílum eftir gamla Keflarvíkur- veginum til hans Steingríms í Fiskhöllinni og þá var ekkert stórmál að láta strákana keyra próflausa og undir aldri, því fiskurinn varð að komast í réttar hendur. Ein trilla stjórnar fjölskyldulífinu Ég kynnist ekki sjómennsku að ráði fyrr en ég flyt hingað sumarið 1985. Ég veit ekki hvort þið jaxlarnir kallið það ijómennsku, en síðan ég kom hingað hefur trillan Kári meira og minna stjórnað lífsmunstri fjöl- skyldu minnar hér á Rifi. Það er til marks um fávisku mína um sjómennsku, að þegar við Lúlli vorum í tilhugalífinu, var ég að spjalla við foreldra vinkonu minnar og þau voru að spyrja um mannsefnið. „Og hvað gerir svo maðurinn?“ spyr pabbinn/(eins og þið vitið þá göfgar vinnan manninn). „Hann er á trillu“, segi ég. „Nú er hann á handfærum?“ Spyr pabbinn. „Nei nei, hann er á skaki“, sagði þá trillusjómannskonan. Mikið hefur verið gert grín af mér fyrir þetta og vonandi hefur mér heldur farið ffam. En hvernig stjórnar ein líril trilla fjölskyldulífi? Þegar fer að líða á febrúar þá þarf að fara að huga að “græjun- um”. Fara þá öll kvöld og helgar í það að dytta að hinu og þessu og gera klárt. Það er ótrúlegt hvað þarf mikið að gera klárt. Svo er spáð og spekúlerað, í fiskiríið hjá stóru bátunum, hvar er loðnan? Hvenær kemur loðn- an? Ætli það verði gott á heima- slóðinni eða gefur Flákinn betur? Við Jói gerðum það gort í fyrra norður við Skor ætli hann rúlli mér upp í ár? Og svona getur þessi elska endalaust þusað. Maðurinn minn reynir að ræða þetta allt við mig, það má hann eiga, en mér finnst upp á síðkast- ið, eins og hann sé bara farinn að hringja beint í Balda og er ég eig- inlega bara fegin, því ykkur að segja hef ég takmarkaðan áhuga. Við ein ráðum tímanum Svo er loksins hægt að fara að róa. Þá er vaknað klukkan sex, verið að allan daginn, komið í land rétt fyrir kl.9 á kvöldin, land- að, og þá komið heim um kl.10 ef ekki er löng löndunarbið. Þá er borðað ég smyr nestið, karlinn í rúmið og síðan haldið áfram næsta dag, ef veður leyfir getur törnin oft verið löng. Því miður eru ekki lengur helg- arstopp eins og voru í fyrra, þá var til fjölskyldulíf aðra hverja helgi. Nú táknar þetta að karlinn er aldrei með ef stendur til að grilla, ef á að fara í veiðitúr í góða veðr- inu, í útilegu um helgar og svona mætti lengi telja. Því þið vitið að ef verið er í landi á góðviðrisdegi, og ekki bilað, þá er maður aum- ingi, svo ég tali nú ekki um fjár- hagslega tjónið. En mín fjölskylda er heppin því Verslunin Hrund, Grundarbraut 6a, sími 436 1165 tjyó/ne/i/i í Onœfells(>ce! SXff/ii/eycr/' /lamingyitós/iin á fyó/na/uiac/cuyi/ui
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.