Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 42

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 42
40 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Sigurlaug Jónsdóttir, Grund, Ólafsvík: SJÖNUSKÓLI Hugrenningar nemanda Lítil, fín og lífsglöð Á árunum 1958 — 1970 var starfræktur í Olafsvík lítill sérskóli sem gekk undir nafninu Sjönu- skóli. Skóli þessi hófst um leið og nýi barnaskólinn tók til starfa þ.e.a.s þegar eldri álma núverandi grunnskólahúsnæðis var tekin í gagnið. Kennari Sjönuskóla var heiðurskonan Kristjana Einars- dóttir £ 25. okt. 1894 d. 30. ág. 1982. Var hún í daglegu tali köll- uð Sjana og skólinn kenndur við hana. Sjana var lítil kona vexti og fínleg, ávallt vel til höfð og skart- gripum skreytt svo unun var á að horfa. Sjana var lífsglöð, skemmtileg og ákveðin. Göngu- lag hennar var vaggandi sökum mishæðar á fótum og gekk hún ávallt í sérsmíðuðum skóm. Snæ- fell þar sem Sjana bjó var næsta hús við heimili mitt Grund og var því Sjana góður granni sem gjarn- an leit inn í kaffisopa og sagði skemmtilegar sögur. Bárum við krakkarnir á Grund mikla virðingu fyrir Sjönu, þó svo að einhverju sinni hafi það komið fyrir að bræður mínir ásamt öðr- um gárungum hafi í stríðni flaut- að fyrr inn í frímínútur og gert Sjönu þannig grikk, en hún not- Kristjana Einarsdóttir. aði jafnan íþróttaflautu til þess að ná nemendum inn úr frímínút- um. Nám og kennsla Kennslan fór frant í litla, lágreista bænum hennar, Snæfelli, sem var bárujárnsklætt timburhús. Allur aðbúnaður var í lágmarki því eins og áður var getið var bær- inn lítill og urðu nemendur að sitja á borðurn nteðfram veggjum í eldhúsinu og vinna á hnjám sér það sem þurfti að skrifa. Má segja að Sjana hafi séð um forskóla- kennslu á þessum árum því til hennar gengu 5 og 6 ára börn og í flestum tilfell- um voru börnin tvö Sjönuskólaár og fóru að því loknu í Barnaskól- ann. Skólagjöld voru lítilfjörleg og með vel- vilja nokkurra manna í sveitarfélaginu tókst Sjönu að vinna að sínu áhugamáli, en markmið Sjönu og metnaður til starfsins var fyrst og fremst að börnin yrðu læs og með það í fartesk- inu lagði hún af stað í þetta verkefni á fullorð- insárum. Óskráð skóla- námsskrá var greinileg í Sjönuskóla þegar grannt er skoðað því í náminu fólst flest það sem fengist er við í dag hjá þessum aldurshópi í skólum landsins, að vísu í minni mæli og kannski ekki alltaf beint af bók heldur í sögu- formi eins og t.d. biblíusögur. Má nefna fög eins og skrift, stærð- fræði, lestur, kristinfræði, teikn- ingu og söng að ógleymdri hreyf- ingu utandyra. Draumur um skólatösku rætist Skólabækur fékk Sjana að láni í barnaskólanum og var samvinna góð meðal þessara tveggja skóla. Prófdómari úr barnaskólanum mætti alltaf í sumarbyrjun ár hvert að Snæfelli og prófaði lestur með Sjönu. Var það mikil hátíð- arstund því þá var nemendum boðið til stofu. Reglur í Sjönu- skóla voru fáar en skilmerkilegar og samvinna og tillitssemi í háveg- um höfð. Eg var þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga í Sjönuskóla og eru minningarnar um upphaf þeirrar skólagöngu enn ljóslifandi. Ég hafði lengi beðið þeirrar stundar að fá skólatösku á öxlina og fannst eins og röðin ætlaði aldrei að koma að mér. Eldri bróðir rninn og frænka gengu í Sjönuskóla og skiptust á að nota skólatösku sem rúmaði eklti mikið meira en lestr- arbók, stílabók og pennastokk. Á töskunni var litmynd af Mjallhvíti og dvergunum sjö, sem hafði í einhver ár heillað mig og með þessa tösku var stefnan tekin á Sjönuskóla haustið 1962. Þegar taskan var komin á öxlina var fátt annað í lífinu meira virði, þrátt fyrir að taskan væri orðin lúin, myndin snjáð og axlarólin hnýtt með snærisspotta. Sátt og samlyndi í þrengslum Eins og áður var getið var hús-

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.