Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 42

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 42
40 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Sigurlaug Jónsdóttir, Grund, Ólafsvík: SJÖNUSKÓLI Hugrenningar nemanda Lítil, fín og lífsglöð Á árunum 1958 — 1970 var starfræktur í Olafsvík lítill sérskóli sem gekk undir nafninu Sjönu- skóli. Skóli þessi hófst um leið og nýi barnaskólinn tók til starfa þ.e.a.s þegar eldri álma núverandi grunnskólahúsnæðis var tekin í gagnið. Kennari Sjönuskóla var heiðurskonan Kristjana Einars- dóttir £ 25. okt. 1894 d. 30. ág. 1982. Var hún í daglegu tali köll- uð Sjana og skólinn kenndur við hana. Sjana var lítil kona vexti og fínleg, ávallt vel til höfð og skart- gripum skreytt svo unun var á að horfa. Sjana var lífsglöð, skemmtileg og ákveðin. Göngu- lag hennar var vaggandi sökum mishæðar á fótum og gekk hún ávallt í sérsmíðuðum skóm. Snæ- fell þar sem Sjana bjó var næsta hús við heimili mitt Grund og var því Sjana góður granni sem gjarn- an leit inn í kaffisopa og sagði skemmtilegar sögur. Bárum við krakkarnir á Grund mikla virðingu fyrir Sjönu, þó svo að einhverju sinni hafi það komið fyrir að bræður mínir ásamt öðr- um gárungum hafi í stríðni flaut- að fyrr inn í frímínútur og gert Sjönu þannig grikk, en hún not- Kristjana Einarsdóttir. aði jafnan íþróttaflautu til þess að ná nemendum inn úr frímínút- um. Nám og kennsla Kennslan fór frant í litla, lágreista bænum hennar, Snæfelli, sem var bárujárnsklætt timburhús. Allur aðbúnaður var í lágmarki því eins og áður var getið var bær- inn lítill og urðu nemendur að sitja á borðurn nteðfram veggjum í eldhúsinu og vinna á hnjám sér það sem þurfti að skrifa. Má segja að Sjana hafi séð um forskóla- kennslu á þessum árum því til hennar gengu 5 og 6 ára börn og í flestum tilfell- um voru börnin tvö Sjönuskólaár og fóru að því loknu í Barnaskól- ann. Skólagjöld voru lítilfjörleg og með vel- vilja nokkurra manna í sveitarfélaginu tókst Sjönu að vinna að sínu áhugamáli, en markmið Sjönu og metnaður til starfsins var fyrst og fremst að börnin yrðu læs og með það í fartesk- inu lagði hún af stað í þetta verkefni á fullorð- insárum. Óskráð skóla- námsskrá var greinileg í Sjönuskóla þegar grannt er skoðað því í náminu fólst flest það sem fengist er við í dag hjá þessum aldurshópi í skólum landsins, að vísu í minni mæli og kannski ekki alltaf beint af bók heldur í sögu- formi eins og t.d. biblíusögur. Má nefna fög eins og skrift, stærð- fræði, lestur, kristinfræði, teikn- ingu og söng að ógleymdri hreyf- ingu utandyra. Draumur um skólatösku rætist Skólabækur fékk Sjana að láni í barnaskólanum og var samvinna góð meðal þessara tveggja skóla. Prófdómari úr barnaskólanum mætti alltaf í sumarbyrjun ár hvert að Snæfelli og prófaði lestur með Sjönu. Var það mikil hátíð- arstund því þá var nemendum boðið til stofu. Reglur í Sjönu- skóla voru fáar en skilmerkilegar og samvinna og tillitssemi í háveg- um höfð. Eg var þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga í Sjönuskóla og eru minningarnar um upphaf þeirrar skólagöngu enn ljóslifandi. Ég hafði lengi beðið þeirrar stundar að fá skólatösku á öxlina og fannst eins og röðin ætlaði aldrei að koma að mér. Eldri bróðir rninn og frænka gengu í Sjönuskóla og skiptust á að nota skólatösku sem rúmaði eklti mikið meira en lestr- arbók, stílabók og pennastokk. Á töskunni var litmynd af Mjallhvíti og dvergunum sjö, sem hafði í einhver ár heillað mig og með þessa tösku var stefnan tekin á Sjönuskóla haustið 1962. Þegar taskan var komin á öxlina var fátt annað í lífinu meira virði, þrátt fyrir að taskan væri orðin lúin, myndin snjáð og axlarólin hnýtt með snærisspotta. Sátt og samlyndi í þrengslum Eins og áður var getið var hús-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.