Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 51

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 51
49 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 bræðurnir á Grund Jón og Þor- geir, Beggi, Steinþór, Óskar í Bug og Guðmundur Þór. Þarna lágu leiðir olckar Sigga fyrst saman en við vorum mörg ár saman til sjós. Þegar vélin bilaði síðan í Haföld- unni fór hún til Stykkishólms þar sem skipt var um vél. A meðan rérum við á Sædísi frá Isafirði en það var fimmtán tonna bátur. Eitt sinn þegar við vorum að byrja að draga vorum við Siggi að fara með ljósbauju aftur fyrir stýrishús þar sem hún var venjulega geymd. Þá dett ég einhvern veginn aftur fyrir mig í veltu, lendi á lunning- unni sem var ekki há og endastingst á hausinn fyrir borð og í sjóinn. Þegar mér skýtur upp aftur sé ég skrúfuna á bátnum koma upp úr rétt hjá mér og prís- aði ég mig sælan að fá ekki kjölinn á bátnum í hausinn enda steypti Sædís stömp- um á úfinni haföldunni. Á næstu öldu skolar mér síð- an upp að bátnum og nær Siggi að þrífa í öxlina á mér þar sem ég flýt hjá lunn- ingunni og kippa mér inn fyrir. Þennan vetur vorum við ekki nema þrír að- komumenn í Ólafsvík. Þeir voru ég, Gestur í Laufási og Lúlli bakari. „Djöfull var þetta klárt hjá þér“ Eftir þessa vertíð fór ég til Reykjavíkur og var eitt ár á Rifs- nesinu en síðan fór ég á togara. Það var eldci auðvelt að fá pláss á togara á þessum tíma en ég fékk þó pláss á togaranum Karlsefni. Á togaranum Karlsefni voru menn sem búnir voru að vera fimmtán til tuttugu ár á þessu skipi og því eðlilega orðnir svolítið heimaríkir. Bátsmaðurinn tók mig upp á sína arma og þegar strákarnir voru á trollvakt var ég með honum í netalestinni og bölvaði því oft í hljóði. En ég sá ekki eftir því þeg- ar frá leið því að ég lærði mikið af þessum manni. Einu sinni sem oftar vorum við að taka inn trollið og erum með þá á síðunni og var mjög gott í af þorski. Poka stert- urinn var slitinn en gjörðin var klár. Bið ég strákinn sem hífði á gilsvírnum að vera kláran. Hleyp ég því næst út á belginn og húkka í gjörðina. Strákur hífði samtímis að lunningunni og ég hoppa um leið inn fyrir. Þetta gekk allt eins og í sögu. Við klárum að taka inn trollið og köstum aftur en þá kall- ar skipstjóri: „Konráð, viltu koma hingað upp ” Ég fer skjálfandi á beinunum upp í brú. „Heyrðu kallinn“, segir skipstjóri, „Þetta máttu aldrei gera aftur, en mikið djöfull var þetta klárt hjá þér”. Eg var aðstoðarmaður í lestinni þegar þetta var. Þar var karl sem hafði verið lestarstjóri afar lengi sem hét Gústi. Eg varð var við að hann skrökvaði að karlinum um það hvernig hann lét í skipið. Oft þeg- ar við vorum að koma úr lestinni labbaði ég á eftir honum aftur dekkið. Þegar við komum á móts við brúna leit ég upp og sagði „já” eins og að karlinn hafi verið að kalla í mig. Síðan fór ég upp á keis og beið þar svolitla stund á meðan hann labbar aftur í. Síðan fór ég fram í lúkar og náði mér í vindil en fór svo aftur í borðsal. Þá spurði Gústi: „Var karlinn að tala við þig?” Honum var ekki vel við þetta. Meö sjóhatta í sólinni Það voru tvær vaktir á þessum skipum. Einu sinni sem oftar vor- um við að toga og var það í góðu veðri. Var steikjandi sólskin en dá- lítill veltingur þegar ég fer til að ræsa vaktina sem var í koju. Þegar ég fer fram í þá loka ég hvalbaks hurðinni á eftir mér og segi: „Strákar það er ræs, karlinn biður ykkur að koma alla í einu, það er kolvitlaust veður !!! ” Síðan læt ég þá alla galla sig fyrir fárviðri og setja þeir á sig sjóhatta, hleypa í herðarnar og búa sig undir hið versta. Eg opna síðan rifu á hurð- inni og fæ þá allan hópinn gallað- an með sjóhatta í röð á eftir mér. Þá opna ég hurðina og þeir setja í herðarnar og æða á eftir mér út. Skyndilega standa þarna níu karlar al- gallaðir með sjóhatta á hausnum og furðusvip á andlitinu í glaða sólskini og blíðu. Þeir urðu svolídð reiðir gömlu mennirnir en þetta rauk nú úr þeim um leið. Eftir veruna á Karlsefni fór ég á togarann Uranus árið fimmtíu og fjögur. Við vorum á karfaveiðum vestan við Grænland. Helgi skip- stjóri á Úranusi fann karfa- mið fyrir vestan Grænland. Við keyrðum fyrir Hvarf og áttíu sjómílur norður með Grænlandi. Þetta voru eins og áætlunarferðir því að við fórum átta túra yfir sumarið og vorum þetta tvo til þrjá sólarhringa að fylla dallinn í hverri ferð. Kiddi Björns á Rifi og Hergarð í Stykk- ishólmi voru með í þessu ævin- týri. Bátsmaður á Geir Eftir þetta fór ég á Mb Geir frá Reykjavík eða árið fimmtíu og sex. Ég var nokkuð lengi í því plássi. Útgerð Geirs kaupir svo togarann Ask. Er fyrsta stýri- manni Geirs boðið að vera skip- stjóri á skipinu. Guðni, en svo hét stýrimaðurinn, spyr mig hvort ég sé til í að koma yfir með sér sem bátsmaður og slæ ég til. En gamla Um borð í Geir árið 1955, ég og Guðmundur Ásgeirsson sem nú er forstjóri fyrir Nesskip.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.