Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 52

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 52
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 skipshöfnin á Aski var að öðru leyti óbreytt. Eg man að þegar ég kom á fyrstu vaktina þá hafði ver- ið skipt yfir á hitt trollið. Þessi skip voru með troll beggja megin og var annað til vara ef hitt rifn- aði. Það hafði verið skipt yfir á hitt trollið áður en ég kom á vakt en gleymst að setja upp bakreipið sem að stoppa átti trollpokann þegar hann datt inn fyrir. Við þetta fór pokinn inn á mitt dekk og sleit niður allt ljósadraslið sem lýsti upp dekkið þannig að það hrundi niður á dekk með brauki og bramli. Strákarnir sem voru að fara af vaktinni stóðu í hvalbaks dyrunum til að fylgjast með þess- um unga kappa og ætlaði ég alveg niður úr dekkinu við þessi ósköp. En þetta var fljótt að jafna sig. Guðni var mikill fiskimaður og fengum við 7200 tonn árið fimm- tíu og sjö í þessar hampdruslur. „Þú skalt fá alveg extra“ Á þessum togurum er nú ekki hægt að segja að fæðið hafi verið upp á marga fiska og var það nú í hreinskilni sagt frekar lélegt. Við vorum úti um jólin og áramótin fimmtíu og sjö. Á aðfangadag jóla um klukkan sextán var ég staddur aftur við vírablökk að fylgjast með gangi mála og var hurðin á borð- salnum beint á móti mér. Sé ég þá hvar kokkurinn rogast út um dyrnar með stóran pott til að kæla og var í honum einhverskonar frómas eða desert. Lít ég við og segi: „Það verður flott hjá mínum í kvöld”. I því kemur skvetta aft- ur undir dallinn og steypist löðrið yfir okkur. Kokksi stekkur hæð sína í loft upp til að blotna ekki í lappirnar en tekst ekki betur upp en svo að hann lendir með aðra löpp- ina á svarta kafi ofan í pottinum með desert- inum. Þeg- ar kokksi hafði stigið upp úr pottinum aftur lítur hann á mig skelfingu lostinn og s e g i r : .Elsku vinur, ég treysti þér til að steinþegja um þetta því ég á ekkert annað efni til í desert. Þú skalt fá alveg extra lofaði hann. Klukkan átján eða þar um bil er stoppað, trollið tek- ið inn fyrir og allir fara í jólamat- inn. Meðan borðhaldið stóð yfir er því ekki að leyna að kokkurinn var vægast sagt áhyggjufullur mjög á svip og varð tíðlitið á mig á meðan karlarnir hámuðu í sig desertinn. En ég hef aldrei séð menn eins lystuga við borðhald. Fer út með nótinni Árið fimmtíu og átta flyt ég vestur aftur þá kominn með fjöl- skyldu og byrja aftur á bátunum. Ég fór síðan í skólann árið fimm- tíu og níu. Því næst var ég með Kidda á Tjaldinum í eitt ár. Seinna þegar ég var á mb Arnkeli með Leifi frá Rifi þá vorum við eitt sinn að kasta síldarnót fyrir austan og var með okkur strákur sem hét Gísli Gunnarsson sem síðar varð kaupfélagsstjóri í Búð- ardal. Þegar við vorum búnir að kasta nokkrum hringum af nót- inni þá uppgötvaðist að hann hafði gleymt að taka splittið úr teininum sem hélt hringunum upp á þannig að þegar splittið bognaði þá þeyttust allir hringirn- ir út af teininum og nótin fór að renna út á fullri ferð. Festist Gísli í nótinni og tók út með henni. Leifur náði að setja teininn fast- ann á Davíðuna. Við Elvar á Tún- bergi þustum til og fíruðum niður litlum plastbát sem var í davíðum og rérum í snarhasti þangað sem nótin var en sáum ekkert bóla á Gísla. Gunnar Már var vélstjóri og var á spilinu. Hóf hann að snurpa vírinn sem var kominn út en við það byrjaði nótin að drag- ast út af bátapallinum en fór samt ekki alveg yfir. Við þetta kemur Gísli upp að gálganum pakkaður inn í nótina og kemur höfuðið upp úr sjónum fyrst og er hann hálfur upp úr sjó er hífmgin stöðvaðist. Ég hélt svei mér þá að hann væri að springa af þrýstingn- um því að hann var orðinn svo út- tútnaður af að gleypa sjó. Varð ég að skella mér á kaf niður fyrir hann til að skera af fætinum á honum sem var fastur í nótinni. En það var vandasamt að skera hann lausan án þess að missa hann aftur niður. Síðan náðum við honum lausum og hífðum hann inn á dekk og hófum strax að blása í hann þar. Síðan fórum við með hann aftur í borðsal og héldum áfram að blása í hann þar meðan við kyntum kabyssuna á fullu. Við vorum að þessu á ann- an klukkutíma. Alfreð stýrimaður á Tjaldinum var kominn til að hjálpa okkur Elvari við að blása í Gísla en strákarnir á Tjaldinum tóku nótina fyrir okkur inn á meðan. Þegar Gísli fór að ranka við sér eftir allan þennan tíma pumpaðist upp úr honum sem svaraði heilli fötu af sjó. Miðað við það hvað mikið fór út af nót- inni má ætla að hann hafi verið niðri á u.þ.b. sextán metra dýpi og fannst okkur líða óra tími áður en við náðum honum upp enda var líkamshiti hans kominn niður úr öllu valdi. Skipshöfnin á Arnkel og makar, myndin var tekin á Norðfirði 1963.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.