Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 52
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
skipshöfnin á Aski var að öðru
leyti óbreytt. Eg man að þegar ég
kom á fyrstu vaktina þá hafði ver-
ið skipt yfir á hitt trollið. Þessi
skip voru með troll beggja megin
og var annað til vara ef hitt rifn-
aði. Það hafði verið skipt yfir á
hitt trollið áður en ég kom á vakt
en gleymst að setja upp bakreipið
sem að stoppa átti trollpokann
þegar hann datt inn fyrir. Við
þetta fór pokinn inn á mitt dekk
og sleit niður allt ljósadraslið sem
lýsti upp dekkið þannig að það
hrundi niður á dekk með brauki
og bramli. Strákarnir sem voru að
fara af vaktinni stóðu í hvalbaks
dyrunum til að fylgjast með þess-
um unga kappa og ætlaði ég alveg
niður úr dekkinu við þessi ósköp.
En þetta var fljótt að jafna sig.
Guðni var mikill fiskimaður og
fengum við 7200 tonn árið fimm-
tíu og sjö í þessar hampdruslur.
„Þú skalt
fá alveg extra“
Á þessum togurum er nú ekki
hægt að segja að fæðið hafi verið
upp á marga fiska og var það nú í
hreinskilni sagt frekar lélegt. Við
vorum úti um jólin og áramótin
fimmtíu og sjö. Á aðfangadag jóla
um klukkan sextán var ég staddur
aftur við vírablökk að fylgjast með
gangi mála og var hurðin á borð-
salnum beint á móti mér. Sé ég þá
hvar kokkurinn rogast út um
dyrnar með stóran pott til að kæla
og var í honum einhverskonar
frómas eða desert. Lít ég við og
segi: „Það verður flott hjá mínum
í kvöld”. I því kemur skvetta aft-
ur undir dallinn og steypist löðrið
yfir okkur. Kokksi stekkur hæð
sína í loft upp til að blotna ekki í
lappirnar
en tekst
ekki betur
upp en svo
að hann
lendir með
aðra löpp-
ina á svarta
kafi ofan í
pottinum
með desert-
inum. Þeg-
ar kokksi
hafði stigið
upp úr
pottinum
aftur lítur
hann á mig
skelfingu
lostinn og
s e g i r :
.Elsku vinur,
ég treysti þér til að steinþegja um
þetta því ég á ekkert annað efni til
í desert. Þú skalt fá alveg extra
lofaði hann. Klukkan átján eða
þar um bil er stoppað, trollið tek-
ið inn fyrir og allir fara í jólamat-
inn. Meðan borðhaldið stóð yfir
er því ekki að leyna að kokkurinn
var vægast sagt áhyggjufullur
mjög á svip og varð tíðlitið á mig
á meðan karlarnir hámuðu í sig
desertinn. En ég hef aldrei séð
menn eins lystuga við borðhald.
Fer út með nótinni
Árið fimmtíu og átta flyt ég
vestur aftur þá kominn með fjöl-
skyldu og byrja aftur á bátunum.
Ég fór síðan í skólann árið fimm-
tíu og níu. Því næst var ég með
Kidda á Tjaldinum í eitt ár.
Seinna þegar ég var á mb Arnkeli
með Leifi frá Rifi þá vorum við
eitt sinn að kasta síldarnót fyrir
austan og var með okkur strákur
sem hét Gísli Gunnarsson sem
síðar varð kaupfélagsstjóri í Búð-
ardal. Þegar við vorum búnir að
kasta nokkrum hringum af nót-
inni þá uppgötvaðist að hann
hafði gleymt að taka splittið úr
teininum sem hélt hringunum
upp á þannig að þegar splittið
bognaði þá þeyttust allir hringirn-
ir út af teininum og nótin fór að
renna út á fullri ferð. Festist Gísli
í nótinni og tók út með henni.
Leifur náði að setja teininn fast-
ann á Davíðuna. Við Elvar á Tún-
bergi þustum til og fíruðum niður
litlum plastbát sem var í davíðum
og rérum í snarhasti þangað sem
nótin var en sáum ekkert bóla á
Gísla. Gunnar Már var vélstjóri
og var á spilinu. Hóf hann að
snurpa vírinn sem var kominn út
en við það byrjaði nótin að drag-
ast út af bátapallinum en fór samt
ekki alveg yfir. Við þetta kemur
Gísli upp að gálganum pakkaður
inn í nótina og kemur höfuðið
upp úr sjónum fyrst og er hann
hálfur upp úr sjó er hífmgin
stöðvaðist. Ég hélt svei mér þá að
hann væri að springa af þrýstingn-
um því að hann var orðinn svo út-
tútnaður af að gleypa sjó. Varð ég
að skella mér á kaf niður fyrir
hann til að skera af fætinum á
honum sem var fastur í nótinni.
En það var vandasamt að skera
hann lausan án þess að missa
hann aftur niður. Síðan náðum
við honum lausum og hífðum
hann inn á dekk og hófum strax
að blása í hann þar. Síðan fórum
við með hann aftur í borðsal og
héldum áfram að blása í hann þar
meðan við kyntum kabyssuna á
fullu. Við vorum að þessu á ann-
an klukkutíma. Alfreð stýrimaður
á Tjaldinum var kominn til að
hjálpa okkur Elvari við að blása í
Gísla en strákarnir á Tjaldinum
tóku nótina fyrir okkur inn á
meðan. Þegar Gísli fór að ranka
við sér eftir allan þennan tíma
pumpaðist upp úr honum sem
svaraði heilli fötu af sjó. Miðað
við það hvað mikið fór út af nót-
inni má ætla að hann hafi verið
niðri á u.þ.b. sextán metra dýpi
og fannst okkur líða óra tími áður
en við náðum honum upp enda
var líkamshiti hans kominn niður
úr öllu valdi.
Skipshöfnin á Arnkel og makar, myndin var tekin á Norðfirði 1963.