Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 54

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 54
52 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 náðu að halda sér í dekk kranann með prammann gínandi yfir sér. Við áttum ekki annarra kosta völ en að setja á fulla ferð til að reyna að keyra undan prammanum sem að hlammast hafði ofan á skut dráttarbátsins á meðan þeir héngu þarna í krananum. Við náðum að keyra undan prammanum en eftir eina til tvær mínútur hvolfdi hon- um fyrir aftan bátinn. Þegar lunningin á dráttarbátnum reis úr sjó var hún öll í rúst. Við tókum strax stefnu í land með prammann sem eftir var í togi en veittum því fljótlega athygli að báturinn tók að hallast á móti vindi. Var þá kominn svo mikill leki að honum að afturhluti skips- ins var sokkinn alveg fram undir brú. Þá brenndum við í sundur dráttarvírinn og létum prammann fara og settum á fulla ferð til að keyra bátinn upp. Til allrar lukltu höfðum við meðferðis öfluga dælu sem hafði við að dæla úr fram- skipinu þannig að framendinn hélst á flod. Við sendum út neyð- arkall og eftir tvo tíma var danska varðskipið Vædderen komið upp að síðunni á okkur og fylgdi okk- ur til Reykjavíkur en fór síðan út aftur og náði í prammann sem við höfðum skorið aftan úr. Þannig fór um sjóferð þá en þarna fór betur en á horfðist. Ég ætla hér að láta staðar numið þó að frá ýmsu fleirú sé svo sem að segja eftir fjörutíu ár á sjónum. Og að lokum vil ég óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadag- inn. Sjómerm! Tíl hamingju með dagínn Sjómenn! Við ósfeum ykkur til hamingju með daginn

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.