Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 27
um stungið niður í hraunmöl á
bungum og hæðum þar sem mér
hafði ekki komið til hugar að
gróðursetja fyrr. Ekki nóg með
það, heldur bar ég nú blákorn á
hverja plöntu strax að lokinni
gróðursetningu og hafði skammt-
inn mjög ríflegan - ég bjóst
nefnilega ekki við að sjá hana aft-
ur fyrr en hún yxi upp úr lúpínu-
breiðunni eftir tvö ár. Köfnunar-
efnisframleiðsla lúpínunnar um-
hverfis er orðin svo mikil að hún
á að nægja nýbúunum til að ræta
sig og komast til þroska ef þeir fá
vænan áburðarskammt með sér
þegar þeim er stungið niður.
Asparkvæmi virðast skila sér
með hlutfallslegum vaxtarhraða
og lfðan innan lúpínu sem utan.
Mest hefur verið gróðursett af
Sölku við þessar aðstæður og
skilar hún sér forkunnarvel. Pinni
og Keisari skila sér sömuleiðis
prýðilega en vaxa nokkru hægar.
Tvö síðari kvæmin sönnuðu
ágæti sitt enn frekar nú í vor því
að ekki kipptu þau sér upp við
langvarandi næturfrost þótt sum-
ar tegundir gróðurs létu nokkuð á
sjá.
Kvæmið sem nefnt er Keisari
verðskuldar sérstaka umfjöllun.
Það er ekki hraðvaxta, þolir eng-
an samanburð við Sölku í því til-
liti. En það er lífseigt við þær erf-
iðu aðstæður sem rfkja á sönd-
unum í Skaftafellssýslu og aðdá-
un mín á því vex með hverju ári
sem líður. Keisarinn ervindþol-
inn með afbrigðum og lætur lítið
á sjá þótt harðviðri gangi yfir.
Hann þolir spellvirki gæsarinnar
ótrúlega vel og vanhöld eru sára-
lítil. Síðast en ekki síst skilar
hann sér einstaklega vel eftir
hörð kuldaköst á vori því að
aldrei sjást dæmi þess að hann
finni fyrir þeim. f stuttu máli sagt
ber Keisarinn algerlega af öðrum
asparkvæmum í ræktun við þessi
erfiðu skilyrði. Ræktunarmaður
getur óhikað sett traust sitt á
hann þar sem mest mæðir á.
Eitt hlýt ég að nefna enn í sam-
bandi við asparræktun: Pað hlýt-
ur að teljast eðlilegt að klippa
greinar af öspinni smám saman
upp í seilingarhæð, að frátöldum
trjám í skógarjaðri þar sem mest
mæðir á; þau þurfa að veita skjól
og draga úr vindblæstri utan af
berangri inn f skóginn.
Stiklingaræktun víðis skilar
engan veginn eins góðum árangri
við þessar aðstæður, þótt vel sé
gert við víðinn og stiklingarnir fái
hrossatað til að ræta sig í.
jörvavíðir og brúnn alaskavíðir
lega vel saman alaskaösp og al-
askalúpína, frekjuhundar báðar
tvær og ómetanlegar til að klæða
auðnir þessa lands.
Nú hefur drjúgur hluti af af
söndunum á Sólheimum verið
lagður undir asparræktun með
þeirri aðferð sem lýst hefur verið.
Gróðursetning er fremur gisin,
2,5 til 3 metrar milli plantna.
Góðar líkur eru til að þarna vaxi
upp snotur asparskógur á hófleg-
um tíma með lítilli fyrirhöfn þótt
landið sé afar þurrt og víða rýrara
Myndin sýnir landkosti á svæðinu
vaxa seinna en öspin við svona
erfiðar aðstæður og eru ekki eins
duglegir að bjarga sér. Þess ber
enn fremur að geta að þung
hafátt ríkir á þessu svæði og gæt-
ir áhrifa hennar talsvert í vaxtar-
lagi víðisins þótt vöxtur aspar sé
f fyllsta jafnvægi.
Síðast en ekki síst nefni ég
meginatriði málsins: ,Víðir verður
aldrei annað en runni, hversu
mikið sem hann vex, en öspin
verður tré og bætir stöðugt við
sig. Þetta gerir allan gæfumun.
Ræktun í sandi og hraunmöl virð-
ist einfaldlega henta alaskaösp
ótrúlega vel. Þar sést gjörla
hversu harðdugleg hún er og ötul
að bjarga sér. Þær eiga óneitan-
- grásvarta hraunmöl án teljandi
gróðurs og grunnvatn hvergi í
nánd. Á næstu mynd sést hvernig
slíkt svæði lítur út þegar lúpínan
hefur klætt það og síðan sést
hvernig mismunandi asparkvæmi
vaxa sælleg upp úr þykkninu.
en orð fá lýst. Þegar tímar líða fer
öspin að fjölga sér með rótar-
skotum og sáningu og veitir þá
ekki af að gróður sé sæmilega
gisinn fyrir og eyður á stöku stað.
Við upphaf þessarar ræktunar
hugleiddi ég hvernig plöntum
skyldi dreift um landið - með
öðrum orðum: átti ég að stinga
plöntum niður í röðum eða
óreglulega til þess að skógur sem
yxi upp yrði sem eðlilegastur?
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
25