Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 113

Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 113
MINNING Óskar Ingi Magnússon í Brekku F. 12.janúar 1917 • D. 28.ágúst 2003. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa menningin vex í lundi nýrra skóga. Þessa framtíðarsýn lagði skáldið og ráðherrann Hann- es Hafstein fyrir þjóðina f upphafi siðustu aldar. Þeir hverfa á braut einn af öðrum, frumkvöðlarnir sem ruddu brautina fyrir framförum þjóðarinnar á tuttugustu öldinni. Þeir sem sóru íslandi allt og lögðu hug og hönd að veði fyrir heill ættjarðarinnar. Einn þeirra var skóg- ræktarfrömuðurinn Óskar í Brekku í Skagafirði, en hann lést 28. ágúst sl., þá 86 ára að aldri. Óskarlngi Magnússon fæddist 12. janúar 1917 á Ás- mundarnesi í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Magnús Andrésson sjómaður á Kleifum í Kaldbaksvík og Efemía Bóasdóttir. Óskar var aðeins eins árs þegar faðir hans lést frá 11 börnum, sem við það dreifðust og voru ekki alin upp saman. Ólst hann upp hjá föðurbróður sfnum Rósant og konu hans Sigurlaugu á Sauðárkróki. Óskar fór ungur á sjóinn. Hann lauk vélstjóranámi og síðan fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum f Reykja- vík 1942 og var stýrimaður á togurum frá Sauðárkróki og Hafnarfirði. En 1949 hóf hann búskap á Brekku f Seylu- hreppi í Skagafirði og bjó þar alla tfð sfðan, aðallega með sauðfé. Óskar var öflugur félagsmálamaður. í æsku var það skátahreyfingin, en sfðar ræktunarfélög bænda og skógræktarmanna. Hvarvetna var Óskar í broddi fylk- ingar. Áhugasviðið var breitt. Hann var liðtækur í skák og bridds. Á Sæluviku Skagfirðinga leiddi hann dansinn um árabil. Þegar litið er til baka yfir feril Óskars, þau baráttu- mál sem stóðu honum næst, sést að hann hefur um margt verið á undan sinni samtíð. Kynni mín og Óskars hófust fljótlega eftir að ég tók við skólastjórn á Hólum f Hjaltadal. Ég minnist hans á fund- um í Skógræktarfélaginu. Þar lét hann mjög til sín taka, var rökfastur ákafamaður um hugðarefni sín, lét skoðanir sfnar f ljósi tæpitungulaust og hvatti aðra til dáða. Það vissu allir hvar þeir höfðu Óskar f Brekku. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og lét ekki sitja við orðin tóm. Óskar var einna fyrstur bænda til að leggja umtalsvert landsvæði af jörð sinni undir skóg. Hann lagði brekkurn- ar og ásinn fyrir ofan bæinn, um 50 hektara, undir trjá- plöntun. Þetta land var lágt undan sólu og þótti berang- urslegt og því ekki lfklegt til skógræktar. En Óskar ásamt eiginkonu sinni, Herfríði Valdimarsdóttur, og fjölskyldu í Brekku lét engar hrakspár á sig fá. Nú er f ásnum fyrir ofan Brekku kominn myndarlegur skógur sem mun bera vitni um háleitar hugsjónir og ódrepandi dugnað. Síð- ustu árin rak hann sitt eigið gróðurhús og ól upp plöntur bæði fyrir eigin skógrækt og annarra. Á sjötfu ára afmæli Skógræktarfélags Skagfirðinga í ár var vel við hæfi að heiðra þau hjón Óskar og Hebbu fyrir ómetanlegt fram- lag þeirra til skógræktar í héraðinu á giftudrjúgum starfs- ferli. Það gustaði af Óskari, hvar sem hann fór. Hann var kvikur í fasi, glettinn og fijótur til svars. Gestrisni þeirra hjóna var við brugðið. Við sem kynntumst honum fund- um að í brjósti hans sló heitt og stórt hjarta. Hann var ætíð málsvari lítilmagnans, barngóður og mikill fjöl- skyldumaður. Börn nutu nálægðar hans og hann talaði við þau eins og jafningja. Ógleymanleg er okkur hjónum ferðin með Óskari á aðalfund Skógræktarfélags íslands á ísafirði fyrir nokkrum árum. Leiðin var drjúglöng og Óskar sagði frá barnæsku sinni og uppvexti. Við Óskar erum báðir af ætt Páls Jónssonar f Kaldbak á Ströndum. Á heimleiðinni frá ísafirði bilaði bíllinn minn í botni Hestfjarðar og urðum við að gista á ísafirði. Þá kynnti Óskar mig fyrir skyldfólki okkar þar vestra og var glatt á hjalla, en Óskar var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Glettinn og spaugsamur. Við töluðum oft um það síðar hversu lánlegt það var að bfllinn skyldi bila og við fá þessa góðu stund á ísafirði. Óskar er einn þeirra sem með dugnaði sínum, elju og hugviti ruddu brautina fyrir framförum þjóðarinnar á tuttugustu öld. Óskar trúði á landið, gögn þess og gæði. Hann vissi að hlúa þarf að nýgræðingnum, planta nýjum sprotum þar sem eyða hafði myndast. Við ræktun lands og lýðs þarf ákveðni og hugsjón, en jafnframt natni og hlýju...„að elska, byggja og treysta á landið" voru ein- kunnarorð hans í orði og verki. 110 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 Þegar við ökum norður yfir Vatnsskarðið og Skagafjörðurinn opnast í allri sinni dýrð er gott að aka til hliðar og nema staðar við minnismerki landnemans Stefáns G. Stefánssonar á Arnarstapa. Þá horfum við yfir skóginn í Brekku, sem mun minna okkur og ókomnar kynslóðir á hugsjónir og verk land- nemans Óskars Inga Magnússonar. Við sem áttum samleið með Óskari í Brekku þökkum hlýjar minningar um góðan vin sem miðl- aði samferðafólkinu ríkulega af hugsjónum sínum og baráttuþreki. Blessuð sé minning Óskars í Brekku. Ión Bjarnason SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.