Skógræktarritið - 15.10.2003, Blaðsíða 77
Blöð og ber nyrðri hríslunnar í Hvammsurð.
einstaklingar, sem enn standa
sem lifandi vitnisburður um hinn
horfna skógargróður....Mér hafði
verið sagt frá því, að f Hvamms-
urð væri fallegur reyniviður með
beinum stofni, sem stæði upp úr
urðinni og væri skrýddur blómum
á ári hverju. En mikil voru von-
brigði mfn, þegar ég kom á stað-
inn. Hinn beinvaxni stofn var
grafinn í urðina, og einungis
greinaendar laufríkrar krónu voru
sýnilegir, og lá þó grjót yfir þeim
á mörgum stöðum. En upp af
þessum hálffeysknu mörðu og
meiddu greinum teygðu ungir,
rauðleitir sprotar sig upp í ljósið.
Á tveimur stöðum öðrum fann ég
einnig reynisprota, sem sýnilega
voru einnig sprottnir af trjástofn-
inum niðri í urðinni.Á hinn
bóginn verður því ekki neitað, að
trén, sem grafin eru í grjóthrúgur
Hvammsurðar, eru áþreifanlegt
vitni um að hér eins og víðar,
hefir náttúran sjálf rekið smiðs-
höggið á það eyðingarstarf, sem
hófst þegar við landnám, og
menn og fénaður héldu áfram
eftir því sem aldirnar liðu. En svo
eru það einmitt mennirnir, sem
með miskunnarlausu viðarhöggi í
bröttum hlíðum dalsins áttu þátt
f að koma af stað skriðuhlaupum
og þeirri eyðileggingu sem af
þeim stafaði. Þannig er það mað-
urinn einn, sem ber sökina á hinu
algera skógleysi þessara héraða".
f grasafræðisafni Náttúrufræði-
stofnunar í Reykjavík eru tvö sýni
af reyniviðnum í Hvammsurðinni,
annað úr ferð Stefáns Stefáns-
sonar frá 6. ágúst 1888 og á
spjaldinu stendur: „Hvammur í
Vatnsdal. Af ungri örlítilli hríslu".
Hinu sýninu safnaði Ágúst B.
lónsson 3. ágúst 1913 og þar
stendur „Hvammsurð í Vatnsdal".
Þetta er án efa Ágúst á Hofi, sem
þar bjó 1916-1959. Hann var nátt-
úruunnandi og skógræktarmaður
og getur þess í ævisögu sinni, en
minnist ekki á hrísluna1.
Guðmundur Jósafatsson frá
Brandsstöðum skrifar um skóga í
Húnavatnsþingi f Húnavöku
19762: „Örnefnið Reyniviðarhrfsla
er í Hvammsurðinni allhátt, oft-
ast aðeins nefnt Hríslan. Nú get-
ur hún tæpast talist nema runni,
eins og hún horfði við mér fyrir
tæpum 48 árum 11928 ?|. Hvort
hún hefur hækkað til muna síð-
an, veit ég ekki, en þarna hefur
hún varist og barist í aldir og
heldur velli enn, og að því er ég
best veit, ein síns liðs heima-
aldra stallsystra sinna, þótt leitað
væri um allt héraðið." Líklega er
ekki rétt að tala um að reynivið-
arhríslan sé örnefni, en ummæli
Guðmundar benda til þess að
hríslan hafi á fyrri hluta sfðustu
aldar verið ein. f Árbók Ferðafé-
lags íslands (1964) skrifar Jón Ey-
þórsson 5: „ Nokkuð sunnan Foss-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
75