Skógræktarritið - 15.10.2003, Blaðsíða 55
Borgþór Magnússon
- vísbending um vistkerfi sem var?
Inngangur
í Rangárvallasýslu finnast gamlir birki-
skógar aðeins í nágrenni Heklu og á
Þórsmerkursvæðinu. Heimildir benda til
að svo hafi verið í að minnsta kosti þrjár
aldir (Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns frá 1709-1710, Sýslu- og
sóknarlýsingar frá 1839 - 1873, Einar
Helgason 1899, Pórður Tómasson 1996).
Efst f Landsveit og á Rangárvöllum er
birki útbreitt og eru þar vfða fallegir
skógarteigar og kjarr í landi Skarfaness,
Galtalækjar, Merkihvols, Næfurholts,
Hóla, Haukadals og Selsunds. Á Þórs-
merkursvæðinu eru skógar á Almenning-
um norðan við Ljósá, í Þórsmörk, og á
Goðalandi eða Básum sunnan Krossár.
Eftir skógarkönnun f Rangárvallasýslu á
vegum Skógræktar ríkisins árið 1987 var
áætlað að heildarstærð samfellds skóg-
lendis þar væri um 10 km2 og að mjög
gisið skóglendi væri alls um 15 km2
(Skógrækt ríkisins, óbirt gögn).
Skógar í sýslunni eru leifar af mun vfð-
áttumeira skóglendi sem var í þessum
landshluta, sem öðrum, fyrr á tímum en
tók að eyðast hratt á fyrstu öldum
byggðar í landinu. Skógareyðinguna má
rekja til landnýtingar, einkum skógar-
höggs og beitar, sem að jafnaði tók
meira af skóginum en nam endurnýjun
hans. Að auki áttu eldgos, harðindi og
uppblástur hlut að máli og ýttu undir
áhrif nýtingar á skóginn (Þórarinn Þórar-
insson 1974, Grétar Guðbergsson 1992,
Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds 2001).
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
53