Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 75
Hvammsskriða neðan við klettana sem mynda Deildarhjallann. Hríslurnar tvær eru
merktar inn og er talið líklegt að sú sem er nær og til hægri á myndinni sé
móðurhríslan.
hlúa að henni með því að bera á
hana og taka frá henni grjótið
sem skreið niður og ógnaði til-
veru hennar.
Við Ingvar ákváðum að aka
fram Vatnsdalinn að vestan og
skoða hríslurnar með þvf að
skyggnast fyrst þvert yfir dalinn.
Þennan dag voru menn að reka fé
heim eftir réttir og töfðumst við
bæði vegna fjárrekstra og við að
spjalla við kunningja. Vatnsdals-
fjallið er mikið og margbreytilegt
og utan í fjallinu, nokkuð utan
við bæinn Hvamm, er mikill
hamraveggur neðan við hjallann,
sem Sigurður nefndi bara Hjalla,
en mér sýnist að sé stundum
nefndur Hvammshjalii en oftar
Deildarhjalli. Næsti bær utan við
Hvamm er Hjallaland og heitir ef-
laust eftir þessum áberandi
hjalla f Vatnsdalsfjalli. Hamra-
veggurinn í Deildarhjalla vekur
athygli, og Ágúst á Hofi segir frá
því í ævisögu sinni1 er hann ein-
hverju sinni fylgdi Guðmundi
Friðjónssyni frá Sandi um Vatns-
dal að skáldið gaf hjallanum
þessa meitluðu einkunn: „Þetta
er hallarstíll". Stuðlabergsskreytt-
ur hamraveggurinn sem myndar
hjallann er lfklega berggúll sem
hefur storknað undir yfirborði
jarðar sem veðrun hefur síðan
berað.
Tvær hríslur í Hvammsurð
Þegar við horfðum þvert yfir
dalinn í átt að Vatnsdalsfjalli sást
Deildarhjalli greinilega nokkuð
innar en hátindur Vatnsdalsfjalls,
iörundarfell. Neðan Deildarhjall-
ans eru þessir þverhníptu stuðla-
bergshamrar og er Fossgilið
áberandi norðantil en úr hömr-
um og stuðlum Deildarhjallans
hefur hrunið og hrynur enn grjót
sem myndar afar miklar stórgrýt-
isskriður niður undir þjóðveg.
Skriðurnar eru mestar sunnan
Fossgilsins. í þessum miklu
skriðum greindum við tvo græna
brúska, tvær hrfslur. Sú sem var
nær fossinum var upp af grænum
grasrinda í þessum annars gróð-
urlausu skriðum, en hin svo sem
300 metrum sunnar og svolítið
ofar, sunnan við gulan taum f
skriðunni og án nokkurs sýnilegs
gróðurs í nágrenninu.
Við ókum fyrir Vatnsdalsbotn-
inn og staðnæmdumst neðan við
nyrðri hrísluna og gengum upp
grasrindann í logni og síðdegis-
sól. Það var fjölbreyttur gróður
sem þarna óx, enda nýtur sfðdeg-
issólar afar vel. f grasrótinni
mátti greina ilmreyr, geithvönn,
gulmöðru og hrútaberjalyng með
þroskuðum berjum, en á milli
steinanna í urðinni var algjörlega
gróðurlaust, en þar var ótrúlega
mikið af köngulóm sem biðu
bráðar í vefjum sínum. Þetta
reyndist auðveld ganga og þegar
við nálguðumst hrfsluna sáum
við að þetta var reyniviður.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
73