Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 65
6. mynd.
Við sáum þama mikið af stór-
svepp einum, sem ég þekkti ekki,
en tók með mér sýnishorn handa
Helga Hallgrímssyni. Hann úr-
skurðaði, að þetta væri risahnall-
ur (Cortinarius crassus). Fágætur á
íslandi, en finnst þó í öllum
landshlutum (6. mynd).
Gemlufall
Þessi bær er norðan við Dýra-
fjörð gegnt Þingeyri og tekur
heiðin milli Dýrafjarðar og Ön-
undarfjarðar nafn af honum. Hér
er afar fallegur, lítill lundur af
sitkagreni, sem stendur á ísaldar-
hrygg. Samkvæmt „Landsúttekt"
eryfirhæð eftir 58 ár 10,5 m og
meðalársvöxtur 7,5 m3. Stand-
andi tré miðað við 1 ha eru 3.400,
sem er vissulega allt of þétt mið-
að við hæð. Fyrir því eru krónur
of litlar, sem fer að leiða til þess,
að dregur úr vexti. Grenitegund-
ir, sem hér eru ræktaðar ættu að
hafa græna krónu á allt að 70%
bollengdar á hraðasta vaxtar-
skeiði, og við það miðast raun-
verulega grisjunin. Égteldieðli-
legt, að sitkagreniteigur með
þeirri yfirhæð, sem þarna er,
hefði í mesta lagi 2.000 stand-
andi tré. En hér er þessi hái
meðalársvöxtur að hluta til vegna
fjölda stofna. Til vonar og vara
minni ég á, að f meðalársvexti
skógarteigs eru talin með bæði
standandi og felld tré. Við grisj-
unina gerist það, að bolvöxturinn
færist yfir á æ færri tré, eftir því
sem þau hækka. Hæsta tré nú
mældist 12,40 m.
En hvað sem þessum vanga-
veltum líður, er bolviðarvöxtur-
inn hér næsthæstur á Vestfjörð-
um. Aðeins f Barmahlíð er hann
hærri með meðalársvöxt 9,0 m3,
7. mynd tók ég 21. ágúst 2002. Hún er
af sitkagrenilundinum á Gemlufalli.
sem er með því alhæsta á land-
inu, eins og skrifað var f frásögn-
inni í fyrra. En ég get bætt við hér
því, sem ég gleymdi þar, að
standandi tré í Barmahlíð eru
2.500 áha. Þar var teigurinn
grisjaður 1983 (1. mynd).
Sitkagrenið í Gemlufalli er með
brúnum nálum á einni hlið. Mér
fannst það gæti verið eftir lúsa-
gang.
Ofan við bæinn er mjög stór og
fallegur reitur með yngri plönt-
um. Búið er að afmarka myndar-
legt svæði fyrir skóg, sem ekki
einungis ætti að verða yndis-
skógur, heldur einnig að gefa af
sér bolvið til nytja. 7,5m3með-
alársvöxtur þætti alls staðar í
Fennóskandíu standa afar vel
undir timburskógrækt.
Af stórsveppum fundum við
hér bæði lerkisúlung (Suillus
grevillei) og kúalubba (Leccinium
scabrum).
Eftirþankar um uppruna sitka-
grenitrjánna. f „Landsúttektinni"
er lundurinn talinn 58 ára, þ.e.
gróðursettur 1942. Sæmundur
hefir spurt dóttur bóndans, sem
þá bjó á Gemlufalli, hvort hún
muni eftir gróðursetningu þess-
ara trjáa. Hún telur það hafi ver-
ið 1942. Við gefum okkur, að það
sé rétt. En spurning er, hvort
Arnór Snorrason hefir borað f tré
þar alveg niðri við rót. Með því
væri hægt að sjá nokkuð ná-
kvæmlega aldurinn.
Á 8. mynd, sem er tekin í framhaldi af
7. mynd, er horft inn í lundinn. Þar
sjást Sæmundur Þorvaldsson t.v. og
Jón Skúlason, bóndi á Gemlufalli, t.h.
Athygli vekur, hve sléttur börkurinn er
á stofni trjánna, en það stafar að hluta
til af því, hve skógurinn er þéttur og
greinar því grannar og hafa fallið
snemma af stofninum.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
63