Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 58
hér á landi. Gróðri í kjarrinu svip-
ar til gróðurs sem er að finna í
birkiskógum og víðikjarri sem
lengi hefur verið friðað fyrir sauð-
fjárbeit (Hörður Kristinsson 1979,
Eyþór Einarsson 1979, Ásrún El-
marsdóttir o.fl. 2003). í hraun-
brúninni utan við kjarrblettinn er
hins vegar lágvaxinn, en allteg-
undaríkur mólendisgróður. Þar
eru krækilyng, beitilyng, holtasól-
ey, ljónslappi, blávingull ogtýtu-
língresi ríkjandi tegundir, en þar
5. mynd. Geithvönn og blágresi í undirgróðri í kjarrinu við Fiská.
Birkikjarrið undir Vatnsdals-
fjalli er hvorki víðáttumikið né
hávaxið. Stærri breiðan er aðeins
um 150 m2 að flatarmáli. í megin-
hluta hennar er birkið þétt og
hæð hríslna um 1 - 2 m (3.-4.
mynd). Einstaka kalkvistir skaga
þó hærra upp úr kjarrinu. Líklegt
er að snjór setjist framan í hraun-
brúnina í skafrenningi á veturna,
brjóti ofan af hríslunum og haldi
vexti þeirra niðri. Það er eftirtekt-
arvert að þar sem kjarrið er þétt-
ast er skógarbotnsgróður en
hann bendir til að birkið hafi við-
haldist lengi og að þarna megi
enn finna leifar af skógarvistkerfi
sem fyrrum var útbreitt á svæð-
inu. Botngróðrinum má Iýsa sem
gróskumiklu en fremur tegunda-
fáu blómlendi og er það af allt
öðrum toga en gróðurlendi í ná-
grenninu. Ríkjandi tegundir í
birkikjarrinu eru geithvönn, blá-
gresi, hrútaberjalyng, bláberja-
lyng, vallelfting, loðvíðir og um-
feðmingur (4.-6. mynd). Bæði
geithvönn og blágresi eru sjald-
séð annars staðar á svæðinu. í
svarðlagi undir birkinu er mest
um mosana tildurmosa (Hylocomi-
um splendens) og runnaskraut
(Rhytidiadelphus triquelrus) sem
báðir er algengir í skógarbotnum
vaxa einnig túnvingull, hálín-
gresi, vallhæra, ilmreyr, hvít-
maðra, gulvíðir, loðvíðir og blóð-
berg. Af mosum er mest um
hraungambra (Racomitrium lanug-
inosum) og tildurmosa. Hér er ekki
um tæmandi upptalningu á
plöntutegundum á svæðinu að
ræða. Innan um mólendisgróður-
inn er nokkuð um ungbirki en
frædreifing á sér greinilega stað
út frá kjarrinu og eldri hríslum í
hraunkantinum (7. mynd).
Oftar en einu sinni hef ég heyrt
eða séð til músarrindils í þessum
litla kjarrbletti við Fiská, bæði að
sumri og vetri. Hugsanlegt erað
hann eigi sér þar varpstað. Mús-
arrindill hefst mest við í kjarri og
skóglendi en er einnig algengur á
hraunasvæðum í grennd við ár og
læki hér á landi (Ævar Petersen
1998). Hann er því einn af íbúum
birkiskógarins.
Heimildir um birki við Fiská
Lengi hefur verið vitað um birki
við Fiská þótt fremur litlar heim-
ildir sé um það að finna, saman-
ber lýsingu Einars Helgasonar frá
1899. Þargetur hann um reyni-
viðinn við Árgilsstaði en greinir
hins vegar ekki frá birkinu þar. f
6. mynd. Umfeðmingur í birkihríslu við Fiská.
56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003