Skógræktarritið - 15.10.2003, Blaðsíða 59
7. mynd. Þroskalegir kvenreklar á birkinu við Fiská, fræmyndun hafin. Sjálfsáið ungbirki er að finna í hraunbrúninni utan við
kjarrið.
gili Fiskár viðÁrgilsstaði hafa
lengi verið kjarrleifar og birki-
hríslur í klettum og brúnum. Árið
1950 reisti Skógræktarfélag Rang-
æinga litla girðingu (2,6 ha) við
Bæjarfoss í Fiská f svonefndum
Krappa á móts við Árgilsstaði og
var þá stærsta og samfelldasta
kjarrsvæðið þar friðað. Næstu
árin var þar talsvert gróðursett,
m.a af skógarfuru, rauðgreni og
sitkagreni, en formaður félagsins
á þeim tfma var Ólafur Berg-
steinsson bóndi á Árgilsstöðum
(Ársrit Skógræktarfélags íslands
1951 - 1953, Skógrækt ríkisins,
óbirt gögn). í skógargirðingunni í
Krappa er nú snotur skógarlund-
ur með birkikraga fremst við ár-
gilið en barrskógur er ofan við
hann (8. mynd). Gönguferð með
gilinu við Árgilsstaði haustið
2003 leiddi í ljós að birki er þar
dreift á tæplega 700 m löngu
svæði með Fiská og eru þá með-
taldar nokkrar sjálfsánar smá-
plöntur með ánni neðan við girð-
inguna. Efstu hríslurnar eru hins
vegar í gilinu nokkru ofan við
girðinguna (1. mynd).
Einu rituðu heimildir sem ég
hef fundið um birki ofar með
Fiská eru í örnefnalýsingu frá
Reynifelli frá fyrri hluta síðustu
aldar sem getið var um að ofan.
Lýsingin er í handriti Helgu
Skúladóttur frá Keldum (f. 1902,
d. 1947). Þar segir f inngangi
varðandi skóga fyrri tíðar á svæð-
inu: „Því til sönnunar voru skógar-
hríslur ígili, hátt upp í norðanverðu
Vatnsdalsfjalli fram á daga þeirra, sem
enn lifa og sverir skógarlurkar (mótak-
inu íÞríhyrningi." Gilið sem hér er
vfsað til er eitt af Hríslugiljunum
í norðanverðu Vatnsdalsfjalli,
sem eru eins og fram hefur kom-
ið, á móts við þann stað þar sem
þirkikjarrið er nú að finna við
Fiská í Reynifellslandi. Ekki er þó
getið um kjarrið þar í hraunbrún-
inni f örnefnalýsingunni. Fólki frá
Reynifelli og nálægum býlum
hefur þó löngum verið kunnugt
um birkið þarna þótt ekki færi
miklum sögum af þvf.
Verndun skógarleifa og end-
urheimt birkiskóga
Eyðingu skóga og uppblástur
Iands er almennt litið á sem
mestu hnignun umhverfis og
auðlinda frá því að land byggðist.
Lfklegt er að hnignunin hafi stað-
ið langt fram á 20. öld. Það er
ekki fyrr en á sfðustu áratugum
að segja má að loks hafi farið að
rofa til og að vörn hafi verið snú-
ið í sókn með stórfelldri land-
græðslu og skógrækt. Fjölmörg
verkefni og aðgerðir ríkisstofn-
ana, félagasamtaka og einstak-
linga vitna um að mikið starf er
unnið á þessu sviði í landinu. í
skógrækt og landgræðslu er yfir-
leitt um fleira en eina leið að
velja þegar kemur að aðferðum
og tegundavali (Ása L. Aradóttir
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
57