Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 94

Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 94
Seinna heyrði ég haft eftir El- ínu Gunnlaugsdóttur (þær upp- lýsingar mun Elín hafa haft eftir Ágústu Ringsted, sem bar síðar fyrir sig lón Eðvarðs rakara, sem heimild) að Ingimundur hefði sótt þær að Garði með Stefáni Stefánssyni. Það getur tæplega staðist því húsið að Oddeyrar- götu er byggt 1931, en Stefán lést snemma á 3. áratugnum. Ólíklegt er að þær hefðu verið í einhvers konar í fóstri í millitíðinni. Pessar aspir sá ég bera blóm þegar ég var staddur á Akureyri um mán- aðamótin apríl/maí 1996, það voru karlblóm.(Leturbreyting mín. S.BÍ ). Sama vor sá ég einnig blóm á tveimur blæöspum sem standa við Andapollinn neðan við sund- laugina. Þærvoru einnig karlkyns en eru greinilega annar klónn en Oddeyrargötuaspirnar. Ég athugaði þá stærstu blæöspina á Akureyri sem er í garði Skarphéðins heitins í Amaro (föður Brynjars) á horni Lögbergsgötu og Helgamagrastrætis, en hún, sem er enn einn klónninn, bar ekki blóm. Brynjar segir mér að hún sé fengin hjá Jóni Rögnvaldssyni og gróðursett 1937. f sömu ferð brá ég mér fram að Grund en engin blóm sá ég á öspunum þar. f kringum 20. september sama ár, þ.e. 1996, kom ég til Akureyrar og tók myndir. Þar sést að Odd- eyrargötuaspirnar eru að fella lauf, en úti í Vaðlareit eru Hall- landsaspirnar enn dimmgrænar þótt haustslikja sé komin á birkið í kring". Hitt bréfið var frá Konráði Er- lendssyni, framhaldsskólakenn- ara á Laugum f Reykjadal, og fylgdu með myndir þær, sem hér fylgja f greininni. Konráð leyfði mér lfka góðfúslega að birta það, sem ég teldi þurfa úr sínu bréfi. Mér fannst engu mega sleppa úr bréfi hans, sem fylgir hér á eftir: „f grein þinni í öðru tölublaði Skógræktarrits 2002 getur þú um blómgun blæaspanna á Hall- bjarnarstöðum í Reykjadal og tel- ur að sýni hafi verið tekin sem nú séu glötuð. Ég sá þessi sýni fyrir nokkrum árum og fór á stúfana aftur nú, fann þau og tók með- fylgjandi myndir. Sýnin eru í safni þurrkaðra plantna í lftilli bók sem skóla- börn í Reykjadal hafa útbúið fyrir nokkrum áratugum og er hún nú varðveitt í Litlulaugaskóla, núver- andi grunnskóla Reykdæla. Ég gerði stjórnendum þar grein fyrir þýðingu bókarinnar og bað þá að varðveita sem tryggilegast. Það ætti að vera hægur vandi fyrir þig að fá að líta á gripinn ef þú átt leið hér um. Það er reyndar stórmerkilegt að þeir Brúnabræður skuli hafa hitt á þetta ár til plöntusöfnunar, ég hef ekki spurt þá hvort um hreina heppni er að ræða eða hvort þeir hafa gert sér grein fyrir að um til- tölulega fágætt fyrirbæri væri að ræða. Hið síðarnefnda kæmi mér ekki á óvart því þar fara f besta lagi greindir og glöggir menn". Ég hefi borið þessar myndir af reklunum frá Hallbjarnarstöðum saman við myndir í góðum fræði- bókum um tré og kvatt til tvo fræðimenn að dæma. Okkur virð- ist einsýnt, að þetta séu kvenrekl- ar. Hér fylgja með tvær af mynd- unum, sem Konráð Erlendsson tók af sýnunum. Ekki er hægt annað en dást að þeim vökulu Þingeyingum, sem áttuðu sig á því, að hér væri um merkilegt náttúrufarslegt fyrirbrigði að ræða. Ég vil svo að lokum bæta við, að ekki var tilviljun, að blæ- aspirnar að Hallbjarnarstöðum skyldu blómgast vorið 1956. Sumarið á undan, 1955, var eitt hið hlýjasta, sem kom á Norður- og Austurlandi á tuttugust öld- inni. Á eftir mjög hlýju sumri má einmitt vænta blómgunar trjáa, sem annars eru ekki vön að gera það hér á okkar kalda landi. 92 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.