Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 32

Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 32
í þessari grein er fjallað um grisjun lerkis á Fljótsdalshéraði og hvernig hún er skipulögð. í greininni er gengið út frá þvf, að nauðsynlegt sé að grisja Ierki- skóg á íslandi. Hér er ekki rætt um hugtakið sjálfgrisjun, þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri. Baksvið greinarinnar er það, að Karen Vesterager og ég dvöldum í 5 mánuði á íslandi til þess að afla efnis í og vinna að aðalritgerð til lokaprófs í skóg- fræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Við þökkum Skógrækt ríkisins fyrir að taka á móti okkur og veita okkur nauð- synlega aðstöðu og hjálp, svo og öðrum, sem hjálpuðu okkur margvíslega. Sigurði Blöndal, fyrrv. skógræktarstjóra, þökkum við sérstaklega fyrir að þýða greinina á íslensku. Af því að við erum danskar og höfum hlotið menntun okkar í Danmörku, mótast sjónarhorn okkar af því. í skógrækt í Dan- mörku er litið á grisjun sem þess konar afskipti, sem hugsanlega geti aflað fljótt tekna úr skógin- um, en aðallega sem umönnun skógarins, svo að verðmæti hans aukist eins og mögulegt er, áður en hann er að lokum felldur allur. Grisja skal skóginn á þann hátt, að ástand hans sé ætíð hið æski- legasta. Til þess að geta skýr- greint þetta æskilegasta ástand skógarins, verður að : • greina markmið með ræktun hans, * vaxtarlota er tíminn frá því skógurinn er endurnýjaður með sjálfgræðslu eða gróður- setningu, þar til síðasta tréð er fellt. ** samanlagður þversniðsflöt- ur allra trjáa 1,3 m frá jörð á ha. • ákveða væntanlegan aldur vaxt- arlotunnar,* • ákveða, hvernig hann verður endurnýjaður, • skýrgreina langtímakröfur, sem gerðar eru til skógbúskaparins. Öll þessi atriði má nefna „skóg- ræktarskipulag". Það byggist á ótrúlega mörgum spám um: • vöxt trjánna, • verð á afurðum skógarins, • kostnaði við skógarhögg og útkeyrslu viðarins. Grisjunaráætlun er einn þáttur í skógræktarskipulaginu. Þar er sagt fyrir, hve hörð grisjunin skuli vera og er þá oft tiigreindur grunnflötur (m2)** eða viðarmagn (m3)***. Einnig hvert hlutfall grisjunar er notað. Vaxtartöflur sýna, hvernig vexti miðar á hektaranum, ásamt þvf hve mikið fellur við grisjanir á vaxtarlotu viðkomandi skógar- teigs. Vaxtartöflur eru bundnar við trjátegund og grósku- flokk****. Á dönsku er til vaxt- artafla yfir lerki (1 .gróskuflokk), sem sýnir, hve mikið skógurinn vex á hverjum tíma á hektara að 50 ára aldri, þegar svo og svo margir m3 eru grisjaðir. f skógrækt, þar sem viðarmagn standandi trjáa og vaxtargeta er óþekkt, er venja að nota sem mælikvarða á, hvenær skuli grisjað, hve mikið af greinum *** samanlagt rúmtakallra trjábola á ha. * * * * gróskuflokkur gefur til kynna frjósemi jarðvegs og er ákvarðaður eftir hæð trjánna miðað við aldur. Dæmi tekið af 30 ára gömlum skógi: Hæð 8 m =1. gróskufl. 6 m = 2. gróskufl. 4 m = 3. gróskufl. trjánna hefir drepist*. í Svíþjóð er t.d. notaður sá mælikvarði varðandi grisjun á rauðgreni, að dauðar greinar megi vera á 30% bollengdar. Hversu langt náttúr- leg greinhreinsun er komin, segir okkur þannig talsvert um það, hvenær skuli grisjað, en ekki hversu mikið. Önnur aðferð er að nota hlutfallslegt kil milli trjáa. Fjöldi trjáa (N) segirtil um það, hversu mörg tré standa á hektara. Hlutfallslegt bil milli trjáa (RTA) er hugtak, sem tengir trjáfjöida við hæð trjánna í skóginum. Hlutfallslegt bil milli trjáa gefur þannig til kynna, hversu mikið vaxtarrými er fyrir hvert einstakt tré, og er skýrgreint með eftirfar- andi líkingu: RTA= (10000/N)0,5 / H x 100%. Eitthvert tiltekið RTA gefur til kynna, hve þétt trén í skógarteignum eiga að standa eftir grisjun, þegarþau eru mismunandi fiá**. RTA er óháð styrkleika grisjunarinnar. Þannig er t.d. hægt að gefa upp, að grisjað skuli þannig, að RTA verði 30%. Grisjun á íslandi hingað til Á fslandi hafa grisjanir hingað til ekki verið skipulagðar (í þeim skilningi, sem skýrt var hér að framan). Eftir hendinni hefir ver- ið metin þörfin fyrir grisjun á ein- stökum skógarteigum. Grisjað varþegar þörf var talin. Við mat á þvf var horft á hversu þéttur Af því að laufblöð og nálar fá ekki nægilegt ljósmagn gegnum krónu- þakið til þess að geta lifað. Þetta er afar misjafnt eftir trjátegund- um: Birki og lerki eru ljóskær tré, en greni og þinur skuggaþolin. Lágvaxið tré þarf minna rými en hávaxið. 30 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.