Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 107
Skagafirði 22.-23. ágúst 2003,
beinir þeim tilmælum til Skóg-
ræktar ríkisins og Skógræktarfé-
lags íslands að þessir aðilar vinni
sameiginlega og í samstarfi við
aðra hagsmunaaðila að þróun
viðurkennds gæðakerfis í skóg-
rækt, sem taki mið af fyrirliggj-
andi innlendri reynslu og rann-
sóknum, erlendum vottunarkerf-
um og niðurstöðum nefnda um
leiðbeinandi reglur í skógrækt
(Best practice guidelines).
Ályktun 12:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn íVarmahlfð í
Skagafirði 22.-23. ágúst 2003,
leggur til að Skógræktarfélag fs-
lands kanni vilja, áhuga og þörf
aðildarfélaganna fyrir aukið land
til gróðursetninga. f framhaldi af
því verði athugað hvort félögin
geti fengið lönd eða jarðir í ríkis-
eigu, meðal annars hjá Land-
græðslu ríkisins, til umsjónar og
ræktunar.
Ályktun 13:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn íVarmahlíð í
Skagafirði 22.-23. ágúst 2003,
skorar á stjórn Skógræktarfélags
íslands að taka frumkvæði og
vera í forystu með öðrum hags-
muna- og áhugamannasamtök-
um um að þrýsta á stjórnvöld um
skýrari löggjöf sem taki á lausa-
göngu bjúfjár á landinu öllu. Það
er í samræmi við skipulagsskyldu
landsins alls og áherslu á að
sveitarfélög sameinist um svæð-
isskipulag að tekið sé þar á girð-
ingarmálum og beitarhólfum.
Ein ályktananna er enn til um-
fjöllunar hjá stjórn Skógræktarfé-
lags íslands og verður því ekki
birt að sinni.
Stjórnarkjör
Þá fór fram stjórnarkjör. Skv.
lögum félagsins áttu tveir fulltrú-
ar að ganga úr aðalstjórn, þau
Þuríður Yngvadóttir í Skógræktar-
félagi MosfellsbæjarogVignir
Sveinsson í Skógræktarfélagi Ey-
firðinga. Þuríður gaf kost á sér til
áframhaldandi setu en Vignir
ekki. Óskað var eftir öðrum til-
nefningum. Aðeins ein tilnefning
kom fram, um Magnús Gunnars-
son í Skógræktarfélagi Hafnar-
fjarðar. Magnús og Þuríður voru
þvf kjörin í aðalstjórn og var það
staðfest með lófataki fundar-
manna. Vigni Sveinssyni voru
þökkuð góð störf og Magnús
boðinn velkominn sem nýr full-
trúi.
Fulltrúar í varastjórn gáfu allir
kost á sér áfram. Ekki komu fram
aðrar tilnefningar. Var kjör þeirra
staðfest með lófataki fundar-
manna.
Birgir ísleifur Gunnarsson og
Halldór Halldórsson voru endur-
kjörnir skoðunarmenn reikninga.
Almennar umræður
Sigríður ]óhannsdóttir, formað-
ur Skógræktarfélags Kópavogs,
kvaddi sér hljóðs og sagði félagið
reiðubúið til þess að halda næsta
aðalfund Skógræktarfélags fs-
lands í Kópavogi að ári.
Magnús Gunnarsson þakkaði
fundarmönnum fyrir það traust
að kjósa sig til stjórnarsetu.
Margrét Guðjónsdóttir í Dals-
mynni steig í pontu og þakkaði
góðan fund. Margrét fór með
nokkrar frumsamdar stökur á
sinn einstaka hátt. Þar á meðal
þessar um aðalfundinn:
Skógarganga á góðum degi
getur dofa hleypt í bál.
Skagfirðingar varða vegi
og veita krafti í huga og sál.
Fundurinn var frjáls og prúður,
ferðalög og veisluhöld.
Engar þrætur, ekkert múður
eða barátta um völd.
Þá steig Hermann Ólafsson í
pontu og þakkaði fyrir góðan
fund. Sagðist vera að mæta í
fyrsta sinn og hlakkaði til þess að
koma aftur.
Orri Hrafnkelsson og Sigurvina
Samúelsdóttir komu einnig í
pontu og þökkuðu fyrir sig.
Magdalena Sigurðardóttir
fundarstjóri þakkaði fyrir góðan
fund.
Magnús lóhannesson bauð
Magnús Gunnarsson velkominn í
stjórn og þakkaði Vigni Sveins-
syni fyrirvel unnin störf. Einnig
þakkaði hann starfsmönnum
fundarins fyrir góð störf og Skag-
firðingum fyrir frábærar mótttök-
ur.
Að lokum var gönguferð um
skóga í Varmahlíð og á Reykjar-
hóli. Skógrækt ríkisins bauð upp
á ketilkaffi, kleinur og flatkökur f
göngulok. Magnús Jóhannesson,
formaður Skógræktarfélags ís-
lands, ítrekaði þakkir fyrir frábær-
ar móttökur og góðan fund. Hann
sleit síðan 68. aðalfundi Skóg-
ræktarfélags fslands kl. 16:30.
Kveð ég fagra fjörðinn Skaga,
farðu vel um alla daga;
blessuð sé þín byggð og saga,
bæir, kot og höfuðból!
(Úr ljóðinu „Skín við sólu"
eftir Matthfas Jochumsson).
f tengslum við aðalfundinn var
fundargestum boðið til athafnar
kl. 18:00 í Hrútey í Blöndu við
Blönduóskaupstað. Tilefnið var
það að í Hrútey er nú „Opinn
skógur". „Opinn skógur" er sam-
vinnuverkefni skógræktarfélag-
anna og Olís og Alcan á íslandi
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
105