Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 107

Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 107
Skagafirði 22.-23. ágúst 2003, beinir þeim tilmælum til Skóg- ræktar ríkisins og Skógræktarfé- lags íslands að þessir aðilar vinni sameiginlega og í samstarfi við aðra hagsmunaaðila að þróun viðurkennds gæðakerfis í skóg- rækt, sem taki mið af fyrirliggj- andi innlendri reynslu og rann- sóknum, erlendum vottunarkerf- um og niðurstöðum nefnda um leiðbeinandi reglur í skógrækt (Best practice guidelines). Ályktun 12: Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn íVarmahlfð í Skagafirði 22.-23. ágúst 2003, leggur til að Skógræktarfélag fs- lands kanni vilja, áhuga og þörf aðildarfélaganna fyrir aukið land til gróðursetninga. f framhaldi af því verði athugað hvort félögin geti fengið lönd eða jarðir í ríkis- eigu, meðal annars hjá Land- græðslu ríkisins, til umsjónar og ræktunar. Ályktun 13: Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn íVarmahlíð í Skagafirði 22.-23. ágúst 2003, skorar á stjórn Skógræktarfélags íslands að taka frumkvæði og vera í forystu með öðrum hags- muna- og áhugamannasamtök- um um að þrýsta á stjórnvöld um skýrari löggjöf sem taki á lausa- göngu bjúfjár á landinu öllu. Það er í samræmi við skipulagsskyldu landsins alls og áherslu á að sveitarfélög sameinist um svæð- isskipulag að tekið sé þar á girð- ingarmálum og beitarhólfum. Ein ályktananna er enn til um- fjöllunar hjá stjórn Skógræktarfé- lags íslands og verður því ekki birt að sinni. Stjórnarkjör Þá fór fram stjórnarkjör. Skv. lögum félagsins áttu tveir fulltrú- ar að ganga úr aðalstjórn, þau Þuríður Yngvadóttir í Skógræktar- félagi MosfellsbæjarogVignir Sveinsson í Skógræktarfélagi Ey- firðinga. Þuríður gaf kost á sér til áframhaldandi setu en Vignir ekki. Óskað var eftir öðrum til- nefningum. Aðeins ein tilnefning kom fram, um Magnús Gunnars- son í Skógræktarfélagi Hafnar- fjarðar. Magnús og Þuríður voru þvf kjörin í aðalstjórn og var það staðfest með lófataki fundar- manna. Vigni Sveinssyni voru þökkuð góð störf og Magnús boðinn velkominn sem nýr full- trúi. Fulltrúar í varastjórn gáfu allir kost á sér áfram. Ekki komu fram aðrar tilnefningar. Var kjör þeirra staðfest með lófataki fundar- manna. Birgir ísleifur Gunnarsson og Halldór Halldórsson voru endur- kjörnir skoðunarmenn reikninga. Almennar umræður Sigríður ]óhannsdóttir, formað- ur Skógræktarfélags Kópavogs, kvaddi sér hljóðs og sagði félagið reiðubúið til þess að halda næsta aðalfund Skógræktarfélags fs- lands í Kópavogi að ári. Magnús Gunnarsson þakkaði fundarmönnum fyrir það traust að kjósa sig til stjórnarsetu. Margrét Guðjónsdóttir í Dals- mynni steig í pontu og þakkaði góðan fund. Margrét fór með nokkrar frumsamdar stökur á sinn einstaka hátt. Þar á meðal þessar um aðalfundinn: Skógarganga á góðum degi getur dofa hleypt í bál. Skagfirðingar varða vegi og veita krafti í huga og sál. Fundurinn var frjáls og prúður, ferðalög og veisluhöld. Engar þrætur, ekkert múður eða barátta um völd. Þá steig Hermann Ólafsson í pontu og þakkaði fyrir góðan fund. Sagðist vera að mæta í fyrsta sinn og hlakkaði til þess að koma aftur. Orri Hrafnkelsson og Sigurvina Samúelsdóttir komu einnig í pontu og þökkuðu fyrir sig. Magdalena Sigurðardóttir fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund. Magnús lóhannesson bauð Magnús Gunnarsson velkominn í stjórn og þakkaði Vigni Sveins- syni fyrirvel unnin störf. Einnig þakkaði hann starfsmönnum fundarins fyrir góð störf og Skag- firðingum fyrir frábærar mótttök- ur. Að lokum var gönguferð um skóga í Varmahlíð og á Reykjar- hóli. Skógrækt ríkisins bauð upp á ketilkaffi, kleinur og flatkökur f göngulok. Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags ís- lands, ítrekaði þakkir fyrir frábær- ar móttökur og góðan fund. Hann sleit síðan 68. aðalfundi Skóg- ræktarfélags fslands kl. 16:30. Kveð ég fagra fjörðinn Skaga, farðu vel um alla daga; blessuð sé þín byggð og saga, bæir, kot og höfuðból! (Úr ljóðinu „Skín við sólu" eftir Matthfas Jochumsson). f tengslum við aðalfundinn var fundargestum boðið til athafnar kl. 18:00 í Hrútey í Blöndu við Blönduóskaupstað. Tilefnið var það að í Hrútey er nú „Opinn skógur". „Opinn skógur" er sam- vinnuverkefni skógræktarfélag- anna og Olís og Alcan á íslandi SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.