Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 74

Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 74
Reyniviðarhríslan „ Hjallinn" er geysimikill stallur undir \Srundarfelli, hæsta tindinum á 'Vatnsdalsfjalli. Að ofan er hann grös- ugurog ágætt beitiland, en hlíðin fram að sveitinni er frámunalega hrikaleg. Efst gengur hamraveggur með endi- langri brúninni, urinn afveðrum og vatni. Bjargstuðlarnir eru marg- sprengdir, og súlnabrot standa laus á þrepunum. Fyrírneðan hamrana tekur við snarbrött blágrýtisurð, sem gengur niður á jafnsléttu. Margt er einkennilegt í Hjallanum. En tvennt er mér minnisstæðast það- an-. fossinn og hríslan. Um miðjan Hjallann er lœgð í brún- ina, og klettarnir ganga þar íboga nærri því niður á jafnsléttu, mörg hundruðfet á hæð. Peir mynda þar fagra og reglulega borg, sem ereins og sköpuð fgrirfoss. Svona borg hlgtur allarárað dreyma um að hitta á leið sinni. Félli stórá þarna fram afbrún- inni, væri það fegursti foss á íslandi. En niður íþessa konunglegu foss- borg fellur ekki fljót, heldur dálítill læk- ur. Og „fossinum" ervarla nafnið gef- andi. Nokkura tugifela niðurfyrir brúnina sést hvítleit buna - svo er allur fossinn orðinn að úða, sem gerir dökka skellu á hamrana. Lækurinn ætlarsér ekki af. Honum erþað langt um megn að mynda svona háanfoss. Viljinn er ótakmarkaður, kraftana brestur. öppi á Hjallanum er hann venjuleg- ur glaðlyndur fjadalækur, sem veltir sérá milli lyngbakkanna og hoppar yfir steinana. Og niðri íhömrunum þéttist úðinn og verður aftur að læk, sem rennur hægt og gætilega niður balann fyrir neðan og týnist íflóanum. Hversdagslíf allt saman, nema þetta ævintýri á mótum æsku og elli, þegar hann ætlaði að mynda fossinn. Hjallalœkurinn segir marga sögu. Það er oftast sorgarsaga, en bjarmi æv- intýrisins er yfir henni. f ævintýrunum er leikið fyrír opnum tjöldum. Sigrarnir eru stórir og fljótunnir, og ósigrarnir eru líka yrkisefni. f lífinu fer mest af baráttunni fram að tjaldabaki. Ósigr- arnir eru smáir, en þeir draga sig sam- an. Sigrarnireru aðfá að halda áfram að berjast. Reyniviðarhríslan segirdá- lítið af þessari sögu. Sunnarlega (Hjallanum blikardá- lítill grænn blettur uppi í urðinni, ofar en miðhlíðis. Það er reyniviðarhrísla, eina skógarhríslan, sem ég hefséð í Húnavatnssýslunni. Hún hefurekki orðið svona langlíf af þvíað malarrifið, sem hún vex í, sé svo góður jarðvegur. En urðin er í kring, illfær mönnum og skepnum, egghvassar blágrýtishellur, sem syngur í, þegar slegið er á þær. Malarrifið er griðastaður. í fornöld var Hjallinn að ofan allur skógi vaxinn, eins og sjá má íVatns- dælu. Þessum skógi hafa nú menn og sauðfé gjöreytt. En áðuren svo langt var komið, hefurfrjóið til hríslunnar borist niður fyrir hamrana - guð má vita, fyrir hvað mörgum öldum. En baráttulaust hefur lífið þarna í urðinni ekki verið. Við og við hafa auð- vitað prílnar kindur komizt upp að hríslunni, nagað afhenni brumin og kippt úrvextinum. En verstu óvinirnir hafa verið snjórinn og leysingarnar. Snjórinn hefurvíst brotið marga grein- ina og legið þungt á stofninum sjálfum. Og íleysingum á vorin verður mölin að leðju, sem sígur niður og reynirað grafa hrísluna. Þó eru áraskipti að þessu. Sum vorin er hríslan svo lág og beygjuleg, að henni ervarla ætlandi líf. En næsta sumar er hún aftur orðin hærri og þéttari, og nýir angar eru sprottnir fram ístað greinanna, sem snjórinn sligaði og leirinn gróf. Hamarinn fyrir ofan er harðurog sýnist ðvinnandi. En það, sem vatn og frost hafa einu sinni sprengt og núið, grær aldrei aftur. Hríslan erviðkvæm. í þessari hrikanáttúru er hún eins og barn í tröllahöndum. En sárin hennar geta gróið, og hún getur yngst og end- urfæðst. Hún á lífsaflið íæðum sínum eins og við sjálf. Hamrarnir, sem ber við himin, fylla gestinn lotningu og gefa huga hans vængi inn (ómæli for- tíðar og framtíðar. En það er hríslan, sem með sinni eigin sögu og öllu því, sem hún minnirá ílífi einstaklinganna og allífsins sjálfs, vermir honum um hjartaræturnar. Rannsóknarieiðangur í Hvammsurð Hér lýkur þessari hugljúfu lýs- ingu Sigurðar Nordals frá 1915 á reyniviðarhríslunni í Hvamms- urðinni í Vatnsdal. Eftir lestur hennar ákvað ég að fara og kanna hvort hríslan væri enn þarna 88 árum síðar, eða hvort hún hefði gefist upp fyrir náttúruöflunum og drepist. Ég hafði samband við vinnufélaga minn, Ingvar Björns- son frá Hólabaki í Sveinsstaða- hreppi, og í ljós kom að móðurafi hans og nafni var fæddur f Hvammi og hafði búið á Eyjólfs- stöðum frá 1956, næsta bæ sunn- an við Hvamm, einmitt þar sem Sigurður Nordal ólst upp. Vatns- dælingar virtust kannast við hrfsluna í Hvammsurðinni og töldu þeir að fremur væri um tvær en eina hríslu að ræða. Ekki voru þeir vissir um hvort þær væru báðar reyniviður eða hvort um birki væri að ræða. Einnig heyrðist þvf fleygt að hríslan ætti mörg afkvæmi í Reykjavík. Mér heyrðist reyndar á sumum Vatns- dælingum að þeir teldu illfært eða jafnvel ófært upp að hríslun- um. Það var fastmælum bundið hjá okkur Ingvari að ég kæmi í Hóla- bak laugardaginn 13. september 2003 og við færum í könnunar- leiðangur í Hvammsurðina. Þegar ég kom í Hólabak ræddi ég við foreldra hans, og sagði móðir hans, uppalin á Eyjólfsstöðum, að fyrrum hefði stundum verið farið upp að hríslunni og reynt að 72 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.