Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 9
verið orðnar þriggja til fjögurra
ára þegar þær eru seldar.
í þeim gögnum sem koma fram
í fræskránni er hvergi minnst á
broddhlyn og næsta hlynsending,
einnig garðahlynur, kemur á
Tumastaði 1963 og er sendingin
frá Þýskalandi úr 1200 m hæð í
nágrenni Baden-Wurttemberg.
Allt bendir því til þess að þessi
garðahlynur sé að uppruna
ættaður af fræi úr Heiðmörk í
Noregi.
Það er athyglisvert að Tré
ársins og annað hlyntré skammt
frá eru mjög ólík að vaxtarlagi og
blaðlögun þrátt fyrir að vera af
sama uppruna. Þetta undirstrikar
þann mikla breytileika sem er að
finna innan tegundarinnar.
Ræktendur hafa og nýtt sér
þennan eiginleika og ræktuð hafa
verið mörg afbrigði af hlyni og
sérstakir einstaklingar klónaðir.
í Reykjavík, þar sem er hvað
mest af garðahlyn, er að finna
svipaða einstaklinga og
'Atropurpureum', en þar er neðra
yfirborð blaðanna purpurarautt.
Ótal önnur afbrigði af garðahlyn
hafa verið ræktuð víða í Evrópu,
til þess að auka fjölbreytni í
litum, formi, gerð blaða og stærð
og lögun trjástofna. Þetta er ekki
skrýtið í ljósi þess að
garðahlynurinn er tegund sem
reynst hefur afskaplega vel f
borgum. Hann virðist spjara sig
vel í mikilli loftmengun, þrífst vel
nálægtsjóog þoliraukþess
vindálag ágætlega.
í kjölfar álmsýkinnar í Evrópu,
þar sem þorri álmtrjáa hefur
verið að veslast upp á síðustu 10
árum, hefur mikilvægi hlyns í
borgarskógrækt aukist.
Tegundin hefur verið laus við
alvarlega sjúkdóma og er að því
leyti eftirsóknarverð. Á
meginlandi Evrópu sækja hins
vegar á hana ýmsir sjúkdómar,
m.a. ýmsar tegundir af
tjörusveppum sem sumir geta
verið skeinuhættir.
Talið er að hlyntré geti orðið
allt að 200 ára gömul. Elstu
hlyntré á íslandi eru orðin um
100 ára gömul og hæstu trén eru
farin að nálgast 15 metra.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
7