Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 16
nefnt að við bæinn er litskrúðug-
ur blómagarður sem Hrefna læt-
ur sér mjög annt um.
Trjáræktin er lff og yndi Hrefnu.
„Trén eru börnin mín, hin eru far-
in." Hún býr þar nú ein en Krist-
ján og fjölskylda hans sem nýlega
flutti til Hellu sunnar f sýslunni
er þó í Stóra-Klofa með annan
fótinn og er oft á ferðinni á
heimaslóðum ýmissa erinda.
Sömuleiðis bregður Hrefna sér til
þeirra oft og tíðum, og dvelst,
einkum á veturna. Ruth dóttir
hennar f Reykjavík á bústað við
túnfótinn og eru þau Grétar mað-
ur hennar og fjölskylda sömu-
leiðis oft á ferðinni.
Þess skal getið að þau Ruth
hafa þætt um betur og fært út
skógræktina í Stóra-Klofa með
myndarlegri gróðursetningu f
námunda við bústað sinn síðustu
tvo áratugina. Stærð skógar-
svæðisins hjá Stóra-Klofa er á að
giska tveir og hálfur hektari. Auk
þess hafa þau Hrefna, Kristján,
Ruth og fjölskyldur þeirra plant-
að trjám í töluverðu magni norð-
an Klofalækjar sem þarna rennur,
í ámóta stórt land og eldra svæð-
ið í grennd við bæinn. Þar er
svonefndur afmælisskógur o.fl.
Æskuslóðir
Hrefna Kristjánsdóttir segir sig
„sveitamanneskju". Hún er fædd
á Gunnarsstöðum á Langanes-
strönd árið 1922, en flutti til
Vopnafjarðar sex ára. Hún var
sumarlangt í sveit hjá afasystur
sinni á Ljótsstöðum. Faðir henn-
ar, Kristján Friðfinnsson, lést árið
1952. Hrefna minnist föður síns
með hlýju og virðingu. Hann
varð fyrir þeirri ógæfu að taka
þurfti af honum annan fótinn. Var
það sökum blóðeitrunar í kjölfar
slyss. En föður Hrefnu féllust
ekki hendur. Hann fór suður,
lærði klæðskeraiðn í Vestmanna-
eyjum sér og fjölskyldu sinni til
lífsviðurværis. í samtali við Ruth
Árnadóttur mælist henni svo:
„Ég leiði lfka hugann að ömmu
minni, Jakobínu Gunnlaugsdótt-
ur, sem heima beið bónda síns
með barnahópinn og búið, með-
an hann nam". Síðar lærði Krist-
ján einnig skósmíðar og rak um
árabil skósmíðaverkstæði f
Reykjavík.
Hrefna segist ef til vill mundu
standa öðruvísi að núna með
gróðursetningu. „En á þessum
tíma, árið 1964, stóð húsið eins
og eintrjánungur á þerangri. Nú
er algert skjól af trjánum. Ég veit
ekki af vindi", segir Hrefna. Hún
segir kímin frá því að stundum
hringi í sig umhyggjusamir vinir
14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003