Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 39
Þröstur Eysteinsson
Á hundrað ára afmæli
gróðrarstöðvarinnar á Hallormsstað
Inngangur
Margir halda að þjóðgarðurinn á Þingvöllum, sem
stofnaður var 1930 skv. lögum frá 1928, hafi verið
fyrsta landsvæðið sem íslenska ríkið eignaðist til
verndunar náttúru. Svo er þó ekki því að árið 1899
samþykkti Alþingi lög um kaup á Hallormsstaðaskógi
til friðunar. Markmiðið var verndun „einasta kjarr-
skógar á fslandi, sem hefur varðveist allsæmilega"
svo vitnað sé í orð Christians Flensborg og var þetta
þvf fyrsta friðun lands með lögum í náttúruverndar-
skyni. Reyndar voru nokkur önnur svæði einnig frið-
uð af Skógrækt ríkisins á undan Þingvöllum, þ.á m.
Vaglaskógur, Vatnaskógur, Þórsmörk og Ásbyrgi. Af
þessu má ljóst vera að hugur íslendinga snerist fyrst
og fremst til verndunar skógarleifa þegar hugmyndir
um náttúruvernd voru að ryðja sér til rúms og reynd-
ar lengi fram eftir öldinni. Um upphaf skógræktar,
sem um leið er upphaf náttúruverndar á fslandi, má
lesa í bókinni íslandsskógum eftir þá Sigurð Blöndal og
Skúla Björn Gunnarsson.
Fyrstu framkvæmdir í þágu skógverndar og ræktun-
ar á Hallormsstað voru friðun svæðis, sem kallað var
Mörkin (og er enn), með voldugri girðingu og stofnun
gróðrarstöðvar innan hennar árið 1903. Síðan eru
liðin hundrað ár og mikið vatn runnið til Lagarfljóts
um Kerlingará.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
37