Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 102
Föstudagur 22. ágúst
Fundarsetning og ávörp
Magnús Jóhannesson, formað-
ur Skógræktarfélags íslands, setti
fundinn. Hann bauð fulltrúa,
heiðursfélaga og gesti velkomna.
Hann óskaði Skógræktarfélagi
Skagfirðinga heilla á 70 ára af-
mælinu. Magnús minntist vel-
gjörðamanna félagsins, sem lát-
ist höfðu á árinu, þeirra Ólafíu G.
E. Jónsdóttur og Andrésar Gunn-
arssonar. Þá minntist hann Unu
Einarsdóttur, þeirrar miklu skóg-
ræktarkonu, sem einnig lést á ár-
inu. Magnús lagði til að Magda-
lena Sigurðardóttir frá Skógrækt-
arfélagi ísafjarðar og Valgeir
Bjarnason frá Skógræktarfélagi
Skagafjarðar yrðu fundarstjórar
og var það samþykkt. Einnig
lagði hann til að Sigríður H.
Heiðmundsdóttir frá Skógræktar-
félagi Rangæinga og Pétur Karl
Sigurbjörnsson frá Skógræktarfé-
lagi Kópavogs yrðu fundarritarar
og var það einnig samþykkt.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra ávarpaði fundinn og
ræddi m.a. mál Landgræðslu rík-
isins, Skógræktar ríkisins og starf
skógræktarfélaganna og sagði að
grettistaki hefði verið lyft í upp-
græðslumálum á undanförnum
áratugum.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
formaður Skógræktarfélags
Skagafjarðar, flutti ávarp, sagði
frá stofnun, skógræktarsvæðum
og starfi félagsins sem og 70 ára
afmæli þess.
Jón Loftsson skógræktarstjóri
flutti ávarp og sagði m.a. að starf
Skógræktar ríkisins hefði breyst
mjög mikið á sfðustu árum með
breyttum lögum og tilkomu
landshlutabundinna skógræktar-
verkefna.
Brimnesskógar
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti íslands, ávarpaði
fundinn utan dagskrár og fór með
spænskt orðatiltæki: „Aðeins
þeir sem koma auga á það ósýni-
lega geta framkvæmt það sýni-
lega". Hún fór yfir sögu Kolkuóss
frá upphafi landnáms og ræddi
þau áform sem uppi eru um
Brimnesskóga. Hún hvatti Skóg-
ræktarfélag Skagafjarðar til að
sækja um styrk í Yrkjusjóð til
þess að gróðursetja í Brimnes-
skóga.
Skýrsla stjórnar
Næst á dagskrá var Skýrsla
stjórnar sem Magnús Jóhannes-
son flutti. í upphafi gerði hann
grein fyrir verkaskiptingu stjórnar
eftir aðalfund 2002:
Magnús Jóhannesson, formað-
ur, Vignir Sveinsson, varaformað-
ur, Þorvaldur S. Þorvaldsson, rit-
ari, Sigríður Jóhannsdóttir, gjald-
keri, Þurfður Yngvadóttir, Ólafía
Jakobsdóttir og Guðbrandur
Brynjúlfsson meðstjórnendur.
Varamenn; Hólmfríður Finnboga-
dóttir, Laufey Haraldsdóttir og
Vilhjálmur Lúðvíksson.
Magnús greindi f megindrátt-
um frá viðamiklu starfi Skógrækt-
arfélags íslands. Að lokum þakk-
aði hann öllum velunnurum fé-
lagsins fyrir ómetanlegan stuðn-
ing við starfsemi þess. Þá þakk-
aði hann starfsmönnum félagsins
gott samstarf og vel unnin störf á
tfmabilinu.
Ársreikningar og skýrsla um
Landgræðsluskóga
Sigríður Jóhannsdóttir skýrði
ársreikninga félagsins fyrir árið
2002.
Ólafía Jakobsdóttir flutti
skýrslu um Landgræðsluskóga.
Skipað í nefndir
Fundarstjóri gerði tillögu um
eftirfarandi formenn nefnda:
Allsherjarnefnd: Magnús Gunn-
arsson, Skógræktarfélagi Hafnar-
fjarðar.
Skógræktarnefnd:Kjartan Ólafs-
son, Skógræktarfélagi Árnesinga.
Kjörbréfanefnd: Erla Bil
Bjarnardóttir, Skógræktarfélagi
Garðabæjar.
Tilnefningarnar voru samþykkt-
ar með lófataki.
100
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003