Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 15
2b. Hrefna stendur við eina af elstu hríslunum þrem
'V y J/r :r" \ jtwv/M (y ; , w *
Fy r r v '-* Vl,
græðsluvinnu. Það var Oddur Árnason í Hrólfs-
staðahelli sem Hrefna fékk til að girða blettinn
fyrir skógræktina í Stóra-Klofa. Hann var starfs-
maður hjá Árna við sandgræðsluna. Ruth Árna-
dóttir „man eftir því hvernig áburður var notaður
þegar koma átti fyrstu plöntunum til. Kúamykja
og hland úr forinni var blandað saman við vatn í
hæfilegu magni og allir liðtækir notaðir til að
bera þetta f garðinn, því garður skyldi þetta
verða".
Sfðar færði sonur þeirra Árna, Kristján bóndi í
Stóra-Klofa, út trjáræktarsvæðið og setti „hring-
inn" umhverfis. Hann plægði fyrir runnum sem
afmarka trjágarðinn. Og þess ber að geta að
þau hjón, Kristján Árnason og kona hans Inga í
Stóra-Klofa, hafa stutt og styrkt með ráðum og
dáð alla rækt þar á bæ síðustu áratugina.
Árni fékktrú á trjárækt Hrefnu þegar á leið.
Hún minnist þess hlýjum huga er þau hjónin
höfðu setið yfir kaffisopa góðviðrisdag síðla
sumars 1979 og hann hafi þá komist svo að orði
að sér þætti garðurinn vera að verða fallegur.
Árni féll frá 11. september 1979.
Fjölbreytnin eykst
Alla tíð höfðu smám saman bæst við tré hjá
Hrefnu, langmest birki. Ég spurði um aðrar teg-
undir. Fyrsta öspin kom frá Guðrúnu Kristins-
dóttur í Hvammi í Landsveit um 5 árum eftir
fyrstu gróðursetningu í Stóra-Klofa, á árunum
1968 - 1970. Kristján bætti snemma við vfði
(alaskavíði). Gallinn við víði, segir Hrefna, er sá
að honum hættir til að vera lúsugur.
Hrefna beitti ýmsum aðferðum við trjárækt-
ina. Hún lét ný tré f vatn um haustið. Þau voru
geymd um veturinn. Hlúð var að þeim með
sandi. Þau spfruðu þegar voraði.
Um 1989 voru 5 lítil lerkitré gróðursett í Stóra-
Klofa. Þau spruttu mjög vel, t.d. miðað við vöxt
í Mörk, 5 km ofar í sveitinni. Gott skjól var kom-
ið í Stóra-Klofa með prýðilegum skilyrðum fyrir
litlar plöntur. Enn má telja fleiri tegundir. Þar
er greni, elri og nýlega bættist við hlynur.
Hrefna hafði ekki velt fyrir sér hæð trjánna ná-
kvæmlega. Líðan trjánna færi ekki alltaf eftir
stærðinni frekar en hjá mannfólkinu, en miðað
við 6 metra háa flaggstöng sunnan við húsið
virðist henni ösp þar vera um 8 metra há. Ann-
ars staðar f garðinum gætu verið tré á að giska
10-12 metra há.
Hrefna vinnur statt og stöðugt að ýmsum
breytingum í garðinum sínum í Stóra-Klofa.
Hún stefnir t.d. núna að þvf að fá víðinn burt
næst húsinu og fá birkikvist í staðinn. Þá skal
13