Skógræktarritið - 15.10.2003, Blaðsíða 57
þar komið efni til að setjast nið-
ur, lýsa staðnum og vekja athygli
á honum.
Fiská á upptök sín í fjalllendinu
innan við Þríhyrning, en þar ber
hæst Hæringsfell og Rauðnefs-
staðafjall. Áin fellur til suðvest-
urs niður með Þríhyrningi og tek-
ur sveig til norðurs og vesturs
með Vatnsdalsfjalli. Liggur áin
undir fjallinu niður að Árgilsstöð-
um og rennur þaðan út til Eystri-
Rangár nokkru neðan við Tungu-
foss (1. mynd). Að Fiská að norð-
an liggur um 4000 ára gamalt
hraun en sunnan árinnar er
berggrunnur eldri og móberg rfkj-
andi (Haukur lóhannesson og
3. mynd. Birkikjarrið á neðra hraunnefinu við Fiská, sjónarhorn upp með ánni til Þrí-
hyrnings.
4. mynd. Birkikjarrið á neðra hraunnefinu við Fiská, sjónarhorn
niður með ánni. Hér er birkið I - 2 m hátt með einstaka kalkvisti
sem skaga upp úr því. Blómleggir geithvannar teygja sig upp í
gegnum kjarrið. Var land með Fiská og Rangá þessu líkt á 10. öld
er Gunnar á Hlíðarenda og bræður hans riðu hér um?
Sigmundur Einarsson 1990). f landi Árgilsstaða, á
milli Skútufoss og Bæjarfoss, fellur áin um hraunið
og er þar alldjúpt gil með hamraveggjum.
Hraunjaðarinn með ofanverðri ánni er víðast hvar
vel fær mönnum og skepnum en á stöku stað eru
brattir og illfærir hraunveggir sem áin rennur und-
ir. Á einum þeirra er birkikjarrið við Fiská í landi
Reynifells að finna.
Birkið á Reynifelli er við ána þar sem hún rennur
undir norðanverðu Vatnsdalsfjalli (1. mynd).
Hraunkanturinn þar sem birkið vex er um 10-15
metra þykkur og veit á móti suðri. Yfirborð hrauns-
ins er í um 130 m hæð yfir sjávarmáli. Birki finnst
þarna á um 500 m löngu svæði með ánni, víðast
hvar sem stakar hríslur og smáplöntur, en það
þéttir sig þó í tveimur sundurslitnum kjarrblettum
framan á hraunnefjum sem skaga út í ána (2.
mynd). Á nefinu sem Iiggur neðar við ána er birkið
þétt og vöxtulegt og meiri skógarblær á landinu en
á efra nefinu þar sem birkið er gisnara og undir-
gróður minni. Neðan við birkið er brattur og lítið
gróinn hraunveggur en ofan við og á milli
hraunnefjanna er hálfgróin mólendisbrekka. Þar
sem birkið vex er halli á bilinu 30 - 50°. Á hrauninu
ofan við brekkuna tekur við graslendismói með
gulvíði. f hlfðum Vatnsdalsfjalls handan árinnar
eru grasi grónar brekkur skornar af giljum. Gil
þessi nefnast Hríslugil (1. mynd) og eru sagnir um
að þar hafi vaxið birki (Örnefnastofnun, Helga
Skúladóttir, óbirt handrit). Beggja vegna árinnar
hafa verið bithagar sauðfjár fram á þennan dag og
einhver hrossabeit. Á undanförnum árum hefur
dregið úr beit á svæðinu og ber gróður þess merki
að hann er í framför.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
55