Skógræktarritið - 15.10.2003, Blaðsíða 69
18. mynd er tekin 21. ágúst 2002 af trjálundinum við bæinn í
Haukadal í Dýrafirði.
20. mynd tók ég 24. september 1988 yfir neðri hluta Tungu-
skógar úr gagnstæðri áttvið 19. mynd. Nú hefir heldur betur
lyfst brúnin á sitkagreninu frá því 1982.
vaxnar og ekki sjáanlegt, að þær hafi nokkurn tíma
misst topp.
Nær húsinu er lítill lundur af sitkagreni, 5-6 tré, hið
hæsta um 10 m hátt. Mér sýnast þau ansi Portlock-
leg á svip.
ísafjörður
Við fórum snögga ferð f skóginn í Stórurð og
Tungudal með Magdalenu Sigurðardóttur og Gísla Ei-
ríkssyni.
Stórurð
Við fórum bara rétt inn í jaðarinn, þar sem gengið
er inn í skóginn. Sitkagreni er þarna mjög tilkomu-
mikið. „Járnsfða" upplýsir, að þar hafi 10 plöntum af
19. mynd tók ég 9. júlí 1982 í Tunguskógi í Tungudal við Skut-
ulsfjörð. Grenið er frekar dapurlegt, eins og víða var raunin þá
á Vestfjörðum.
21. mynd tók ég 21. ágúst 2002 í Stórurð r ísafjarðarkaupstað.
Þetta er í NV-horninu, þar sem gengið er inn í skóginn. Senni-
lega er þarna elsta sitkagrenið, sem gæti verið gróðursett
1949, en að öðrum kosti 1956. Glansar af hreysti. Þarna standa,
talið frá vinstri: Kristján Jónsson, starfsmaður Skjólskóga,
Magdalena Sigurðardóttir, um áratuga skeið forystukona í
Skógræktarfélagi ísafjarðar, Gísli Eiríksson, líka forystumaður í
Skógræktarfélaginu, og Sæmundur Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Skjólskóga á Vestfjörðum.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
67