Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 66
Norðurhlíðin beggja megin við
Valseyri
Á 9. mynd er ungt sitkagreni í forgrunni, aftar skjólbelti og í baksýn slitur af
birkikræðu í fjallinu.
10. mynd er af hinu fagra birkiteppi norðan Dýrafjarðar og hvernig það speglast í
firðinum.
Þarna er hlíðin upp undir kletta-
belti þakin lágvaxinni og ofurþéttri
birkikræðu. Utar f hlíðinni er hún
rofin af lækjarskorningum og gisn-
ar svo smátt og smátt. Sama gerist
innar í hlíðinni.
Birkikræðan þarna, þar sem hún
er nær órofin, er í mínum augum
eitt fegursta gróðurflosteppi á fs-
landi ásamt birkinu í Tungu í
Hálsasveit, Hrífunesi f Skaftár-
tungu og Dalsmynni f Fnjóskadal.
Óvíða sér maður á jafnáhrifamikinn
hátt mátt birkisins - þótt aðeins sé
lágvaxin kræða - til að vernda jarð-
veg f snarbrattri fjallshlíð.
Ég hvet skógræktarfólkið í Dýra-
firði - og raunar á Vestfjörðum - til
þess að vekja athygli almennings á
því, hvflfkt djásn náttúrunnar er
þarna.
Botnsskógur
Árið 1954 voru girtir 10 ha þarna.
Samkvæmt „Járnsíðu" Skógræktar-
félags íslands hófst gróðursetning
barrtrjáa 1955 með skógarfuru.
Síðasta gróðursetning samkvæmt
11. mynd tók ég 8. júlí 1982 f Botns-
skógi, sem sýnir vindbarið og gulleitt
sitkagreni. Er greinilega ekki búið að
ná sér eftir kalda sumarið og haustið
1979.
Þessi spurning vaknar: Hvaða sitkagreni var falt í
gróðrarstöðvum landsins 1942? Ég get satt að segja
hvergi fundið það. Spurning er, hvort einhverjar
plöntur af Portlock-greninu gætu hafa lent að Gemlu-
falli (sjá „Skógræktarritið" 1997, bls.141-145). Það er
ólíklegt, af því að plönturnar af þessu kvæmi, sem
Hjörleifur Zóphoníasson fékk í Múlakoti voru svo fáar.
Portlock-kvæmið hefir alls staðar ákveðið svipmót,
sem mér finnst trén á Gemlufalli ekki hafa.
Samkvæmt fræskrá Baldurs Þorsteinssonar frá 1994,
þar sem skráð er allt sitkagrenifræ, sem Skógrækt rík-
isins fékk og lét frá sér, getur ekkert sitkagrenikvæmi
hafa verið til að gróðursetja 1942. Það er því enn
óráðin gáta, hvaða sitkagrenikvæmi var gróðursett á
Gemlufaili þetta ár.
64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003