Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 17
þegar stormur geisar og spyrji
hvort vindarnir kveini ekki ill-
yrmislega við dyrnar hjá henni.
Hún segir svo ekki vera. Vindarn-
ir fara fyrir ofan garð í orðsins
fyllstu merkingu.
Nú víkur sögunni á ný lítillega
að Landsveit. Ég spyr Hrefnu um
trjáræktarstarf í nágrenni Stóra-
Klofa á fyrri árum. „Gunnlaugur
Kristmundsson sandgræðslu-
stjóri ogÁrni maðurinn minn
höfðu gróðursett fyrstu trén í
kirkjugarðinum í Skarði á árunum
1934 - 1936. Þau munu hafa ver-
ið frá Jótlandi." Þá segir Hrefna
birkifræi hafa verið sáð inni í svo-
nefndum Torfum skammt frá
Tjarnarlæk norðaustur af Stóra-
Klofa. Að sögn Kristjáns Árna-
sonar var sáð niður með Tjarnar-
læk fyrir neðan Torfurnar. Þær
heita Engigarður sem er fremst-
ur, Króka-Torfa og Tjarnartorfa
innst. Sáningin var vel heppnuð,
breiddist skógurinn skjótt út og
er þar nú einstaklega fallegt um
að litast.
Hlýr hugur og umönnun
En við höldum okkur við Stóra-
Klofa og ég inni Hrefnu eftir að-
ferðum hennar við áburðargjöf.
Hún segir hana mjög mikilvæga
við gróðursetningu. Notaður er
skítur úr fjárhúsunum í Stóra-
Klofa við gróðursetninguna en
dálítið blákorn á litlu hríslurnar.
Eins og áður sagði plægði
Kristján Árnason sonur hennar
fyrir ytri trjágarði umhverfis.
Hann hefur því lagt hönd á plóg-
inn í orðsins fyllstu merkingu og
Hrefna Ieggur að lokum í samtali
okkar mikla áherslu á vinnu hans
og hjálp gegnum tíðina, og ann-
arra í samlyndri fjölskyldunni.
Hrefnu Kristjánsdóttur þykir
vænt um trén sín eins og áður
sagði, hún „faðmar trén og kyssir
jörðina þar sem þau vaxa og
dafna". f upphafi voru f Stóra-
Klofa miðstöðvar og umsvif
sandgræðslu f ofanverðri Rangár-
vallasýslu. Skammt frá bænum
var „flugvöllur" fyrir litla dreifing-
arvél sem var notuð áður en hin
landskunna vél „Páll Sveinsson"
kom til sögunnar. Æ síðan hefur
verið haldið áfram að græða upp
ísland, stundum með stórtækum
aðgerðum, en þyngra vegur
hljóðlátt starf unnið tveim hönd-
um af þolinmæði og alúð. Um
síðir verður árangur erfiðisins
öðrum til ánægju og landinu til
framdráttar.
Þannig urðu þrjár hríslur sem
skutu rótum í Stóra-Klofa fyrir
fjórum áratugum byrjun á dálitl-
um skógi sem veitir þar skjól fyrir
veðri og vindum og er jafnframt
heimafólki og vegfarendum um
Landsveit til augnayndis og
ánægju.
Greinarhöfundur þakkar þeim
systkinum, Kristjáni Árnasyni og
Ruth Árnadóttur, yfirlestur og
góðar ábendingar.
Þór tók myndirnar nema mynd
nr. 4, af blómabeði í garðinum
við bæinn. Þá mynd tók Ruth
Árnadóttir.
6. Séð í vestur frá þjóðveginum um
Landsveit og heim að Stóra-Klofa.
Skjólbeltið í lengd sinni austast í garð-
inum blasir við. Grillir í bæinn til
vinstri. Skarðsfjall prýðir baksýn.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
15