Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 17

Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 17
þegar stormur geisar og spyrji hvort vindarnir kveini ekki ill- yrmislega við dyrnar hjá henni. Hún segir svo ekki vera. Vindarn- ir fara fyrir ofan garð í orðsins fyllstu merkingu. Nú víkur sögunni á ný lítillega að Landsveit. Ég spyr Hrefnu um trjáræktarstarf í nágrenni Stóra- Klofa á fyrri árum. „Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslu- stjóri ogÁrni maðurinn minn höfðu gróðursett fyrstu trén í kirkjugarðinum í Skarði á árunum 1934 - 1936. Þau munu hafa ver- ið frá Jótlandi." Þá segir Hrefna birkifræi hafa verið sáð inni í svo- nefndum Torfum skammt frá Tjarnarlæk norðaustur af Stóra- Klofa. Að sögn Kristjáns Árna- sonar var sáð niður með Tjarnar- læk fyrir neðan Torfurnar. Þær heita Engigarður sem er fremst- ur, Króka-Torfa og Tjarnartorfa innst. Sáningin var vel heppnuð, breiddist skógurinn skjótt út og er þar nú einstaklega fallegt um að litast. Hlýr hugur og umönnun En við höldum okkur við Stóra- Klofa og ég inni Hrefnu eftir að- ferðum hennar við áburðargjöf. Hún segir hana mjög mikilvæga við gróðursetningu. Notaður er skítur úr fjárhúsunum í Stóra- Klofa við gróðursetninguna en dálítið blákorn á litlu hríslurnar. Eins og áður sagði plægði Kristján Árnason sonur hennar fyrir ytri trjágarði umhverfis. Hann hefur því lagt hönd á plóg- inn í orðsins fyllstu merkingu og Hrefna Ieggur að lokum í samtali okkar mikla áherslu á vinnu hans og hjálp gegnum tíðina, og ann- arra í samlyndri fjölskyldunni. Hrefnu Kristjánsdóttur þykir vænt um trén sín eins og áður sagði, hún „faðmar trén og kyssir jörðina þar sem þau vaxa og dafna". f upphafi voru f Stóra- Klofa miðstöðvar og umsvif sandgræðslu f ofanverðri Rangár- vallasýslu. Skammt frá bænum var „flugvöllur" fyrir litla dreifing- arvél sem var notuð áður en hin landskunna vél „Páll Sveinsson" kom til sögunnar. Æ síðan hefur verið haldið áfram að græða upp ísland, stundum með stórtækum aðgerðum, en þyngra vegur hljóðlátt starf unnið tveim hönd- um af þolinmæði og alúð. Um síðir verður árangur erfiðisins öðrum til ánægju og landinu til framdráttar. Þannig urðu þrjár hríslur sem skutu rótum í Stóra-Klofa fyrir fjórum áratugum byrjun á dálitl- um skógi sem veitir þar skjól fyrir veðri og vindum og er jafnframt heimafólki og vegfarendum um Landsveit til augnayndis og ánægju. Greinarhöfundur þakkar þeim systkinum, Kristjáni Árnasyni og Ruth Árnadóttur, yfirlestur og góðar ábendingar. Þór tók myndirnar nema mynd nr. 4, af blómabeði í garðinum við bæinn. Þá mynd tók Ruth Árnadóttir. 6. Séð í vestur frá þjóðveginum um Landsveit og heim að Stóra-Klofa. Skjólbeltið í lengd sinni austast í garð- inum blasir við. Grillir í bæinn til vinstri. Skarðsfjall prýðir baksýn. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.