Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 64
2. mynd.
3. mynd.
Þær sýna svo vel, hvert álagið
hefir verið á trén og eru til sönn-
unar því, hversu vel sitkagreni-
trén þola að svigna undan snjó-
þyngslum, en rétta sig samt upp
(sjá mynd 11 á bls. 59 í Skógrækt-
arritinu 2003, 1. tbl.). Þessar
myndir eru svo góðar, að ég verð
að birta þær svona eftir á (2. og
3. mynd).
Svo er ein leiðrétting: í frá-
sögninni af hinum merkilega trjá-
garði í Miðjanesi f Reykhólasveit
skrifaði ég, að bóndinn á bænum,
Halldóra Játvarðardóttir, ætti
stærstan hlut að því ágæta máli.
Hið sanna er mér nú sagt eftir á,
að Helga systir hennar megi, öðr-
um fremur, teljast höfundur
garðsins, en hún var einmitt
stödd á Miðjanesi, þegar við Sæ-
mundur vorum þar 20. ágúst
2002 og sýndi okkur garðinn, en
gat ekki við okkur um sinn hlut í
gerð hans. Ég biðst velvirðingar
á misgáningi mínum í þessu
máli, sem ég vona, að nú sé leið-
réttur.
Dýrafjörður
Lækur í Dýrafirði
Við skoðuðum þessa tvo merki-
legu skógarreiti þar rækilega, en
ég lýsti þeim raunar í þessum
dálki Skógræktarritsins 1998, bls.
83-85, og er litlu við það að bæta
(4. mynd er vestan til f yngri
reitnum). En fróðlegt var að sjá
inni f reitnum ungan fjallaþin og
fjallaþöll, sem döfnuðu ágætlega
(5. mynd). Og bæði elsta sitka-
grenið og annað yngra leit ágæt-
lega út, litur dökkgrænn og ár-
sprotar langir.
5. mynd.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003