Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 24

Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 24
stjóri kom mér til aðstoðar í byrj- un og sendi mann með sáningar- vél til að sá f blásinn hraunfláka. Síðan hélt ég verkinu áfram flest vor, keypti gjarnan 2 kg af lúpínu- fræi hverju sinni og sáði með handverkfæri sem ég bjó til. Fyrstu spurningar voru: Hvað þarf lúpína langan tíma til að búa um sig í landinu og ná sér á strik; hvenær er tímabært að stinga trjáplöntum og stiklingum niður í nánd við hana? Hvaða tegundir koma helst til greina? Hér gilda mismunandi svör eft- ir aðstæðum. Lúpína er oft lengi að ná sér á strik í hallandi hraun- möl af þvf að umhverfið er svo af- skaplega þurrt. Eftir þurrkasumar sést varla nokkur munur á fram- gangi hennar en í röku sumri gengur sjálfsáning lúpínunnar geysivel. Flatar sandflesjur eru auðveldari, þótt þurrar séu og djúpt á grunnvatnið. Þegar fyrstu smáplöntur gægjast upp úr sand- inum blasir sigurvon við í fjarska því að sandar og hraunmöl hafa þó einn kost þrátt fyrir allt: Þetta er eini jarðvegurinn á fslandi sem verður reglulega hlýr á sumardegi - og það ýtir undir vöxt svo um munar. Hiti er á við hálfa gjöf. Lúpínurækt er í rauninni stórfurðuleg lausn á þeim erfiða vanda að gæða alsnauða jörð gróðurmagni að nýju og undir- búa vöxt annars gróðurs. Fræið kaupi ég í Gunnarsholti ásamt til- heyrandi smiti. Tvö kfló af lúpínufræi duga til þess að fylla 9.Það borgar sig að hjálpa sitkagreni af stað með búfjáráburði. Oftast er hrossatað tiltækt einhvers staðar í grennd. Það er svo daufur áburður að óhætt er að nota það glænýtt úr skepnunni og stinga trjáplöntum niður í það óþlandað. Lesandi fær þó ekki fuilgildan sum- arvöxt úrtrjáplöntum sínum ef hann reiðir sig á hrossataðið eitt. Hann þarf iíka að sáldra þlá- korni kringum plöntur sínar fyrstu sumurin. Plantan á 8. mynd hefur vaxið upp á miðjum sandflákanum á þessari mynd. 8,Lúpína og sitkagreni. Hérersitkagreni í hreinum sandi en fékk holu fulla af hrossataði í vegarnesti. Það eróráðin gáta enn hvor tegundin muni dafna þetur í eyðimörkinni - alaskaöspin eða sitkagrenið - en sitkagrenið fer merkilega vel af stað, nýtur greinilega góðs af því hve sandurinn verður hlýr á sólríkum sum- ardegi. Fram að þessu hefur vöxtur að miklu leyti verið háður ár- legri áþurðargjöf en lúpínan leysir hana af hólmi fyrr en varir. Greinakransar þera með sér er þetta er fjögurra ára planta. væna spildu af ólg- andi grósku og stofna til drjúgrar framleiðslu á köfn- unarefni næstu ára- tugina. Þetta er svo ódýrt og smátt í sniðum miðað við árlega áburð- argjöf að undrum sætir. Hið eina sem máli skiptir er að smita fræ- ið með réttum gerlum og hylja það við sáningu. Það er allt og sumt. Næsta skref var að stinga niður bakkaplöntum og stiklingum. Ég reyndi tvenns konar aðför að þvf máli: Gróf holur, fyllti þær af hrossataði og gróðursetti síðan í það og hins vegar stakk ég bakka- plöntum af ösp beint niður í dauðan sandinn og bar tvisvar á fyrstu árin. Að sjálfsögðu varð ár- angur mun betri þegar notað var hrossatað og gróður sællegri á allan hátt, en öspin sýndi samt að hin ræktunin átti fullan rétt á sér og var býsna freistandi vegna vinnusparnaðar. Stiklingaræktun skilaði ekki þeim árangri við þessar aðstæður að ástæða þætti til að halda henni áfram. Niðurstaðan varð sú að fylla hálfgróna sanda og blásna hraunfláka af alaskaösp sem stungið var niður án alls 22 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.