Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 35
muni vaxa, þar eð elsti eiginlegi
lerkiteigur er nú aðeins 62ja ára
gamall. Hver verður vaxtargeta
skógarteiganna á öllu tímabilinu
frá gróðursetningu til lokahöggs?
Á grundvelli þessa takmarkaða
efnis er hér búin til ímynd
(model), sem líkir eftir vaxtargetu
eins hektara af lerkiskógi, háð
þvf, hvernig er grisjað. Þessi
ímynd sýnir (a) tölur yfir viðar-
magn standandi trjáa f mVha, (b)
viðarmagn, sem fellur við grisjun
og (c) tilsvarandi þvermál
trjánna. ímyndin grundvallast á
þeirri hugmynd, að heildarvöxtur
sé óháður grisjun. Ennfremurer
notuð föst formtala* 0,5. Með
tíð og tíma fæst aukin reynsla um
* Formtalan gefur til kynna
mjókkun trjábolsins, miðað
við jafngildan sívalning með
sömu hæð og sama þvermáli
eins og tréð í brjósthæð.
vaxtargetu lerkis. Þar með fæst
vitneskja, sem treystir grundvöil
fmyndarinnar, byggt á miklu
meira efni til úrvinnslu, og verður
því áreiðanlegri.
Lengd vaxtarlotu og endur-
nýjun lerkiskógar. Hvenær má
búast við því, að tími sé kominn
til að fella síðustu trén í teign-
um? Við göngum út frá því, að
lerkið geti orðið gamalt, og f Sví-
þjóð er talið, að hæfileg lengd
vaxtarlotu sé allt að 130 árum.
íslenskir skógræktarmenn telja
þó um þessar mundir, að líklegri
sé 80-100 ára vaxtarlota.
Hvað á að taka við - önnur trjá-
tegund, blandaður skógur eða
einrækt (monokultur), og á að
gróðursetja á ný undir skermi af
lerki eða eftir að öll lerkitré eru
fallin? Menn hugsa sér, að end-
urnýjunin gerist með því að rjóð-
urfella svæði, sem á eftir verði
gróðursett í með annarri trjáteg-
und, eins og til dæmis sitkagreni.
Hugsanlega verður gróðursett
undir skermi í stað þess að rjóð-
urfella. Þegar um er að ræða
lerkiskóg, sem við ætlum ekki að
láta verða 90 ára gamlan, er
plantað inn í hann með það í
huga að skipta fljótt um trjáteg-
und (25-30 ár).
Möguleikar á að selja lerki-
viðinn.Nú um stundir er ósköp
lftið framleitt af lerkiviði og því
lítið til að selja. Þrátt fyrir lítið
framboð, hefir verið unnið við að
nýta lerkiviðinn á margvfslegan
hátt. Hann hefir verið nýttur í
parkettgólf, límtré, klæðningu
utan á ýmiss konar hús, skraut-
muni, föndur, inniklæðningar á
veggi, borð, bekki, hillur, við-
arkurl og viðarkol.
Jafnvel hefir verið spurt eftir
gluggaefni frá Danmörku, en
magn af Ierkiviði, sem enn er
hægt að fella, er ennþá of lítið til
þess að koma til móts við þess
háttar eftirspurn. Ríkisstjórnin
hefir skipað vinnuhóp til að
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
33