Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 78

Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 78
lækjar stendur einstök reyniviðar- hrísla hátt uppi í urðinni, enda kemst sauðfénaður ekki þangað." í öðru hefti Húnaþings (1978) segir svo um jörðina Hvamm6: „Norðan túns eru Hvammsurðir og Hvammstjörn (Urðartjörn). Hátt í syðri urðinni lifa enn nokkrar reyniviðarhríslur við harðan kost." í grein Sigurðar Blöndals um reynivið árið 2000 segir frá hrfsl- unni í Hvammsurðinni7: „f Syðri- Hvammsurð er merkileg hrísla. Hallgrímur Guðjónsson, sem lengi bjó í Hvammi, segir svo frá í aprfl sl.: Hvammsnibba heitir í fjallinu utan við Hvamm. Kipp- korn neðan við bjargið í stórgrýt- isurð vex stök hrísla af reyni, gömul orðin. Hallgrímur afi minn Hallgrímsson, keypti Hvamm af Benedikt Gísla Blöndal jlangafa mínum S. Bl.| skömmu eftir alda- mótin. Hann lét bera skít að hríslunni einhvern tfma á fyrri búskaparárum sínum. Nú eru smáplöntur af reyni að koma upp í urðinni norðar f áttina að Foss- gili." Enn fremur segin „|ón Gísla- son á Hofi f Vatnsdal kveðst hafa komið að hríslunni ekki alls fyrir löngu. Hún sé um ein mannhæð og skammt frá henni kvað hann vera 2-3 lágvaxnar hríslur (munn- leg heimild)." Niðurstaða Helgi Hallgrímsson ritaði grein í Skógræktarritið árið 2003 um reynipfsl, dvergform af reyniviði4. Mér sýnist reyniviðurinn í Hvammsurðinni ekki falla undir þá skilgreiningu, bæði eru blöðin stærri og plönturnar hávaxnari. Hér er því eflaust um að ræða hefðbundinn fslenskan reynivið, sem lifað hefur af þrengingar fyrri alda. Máltilfinning mín segir mér að munur sé á hríslu og tré. Hrísla er hálfgerður runni, marg- greindur, en tré er hávaxið, oft með einum stofni og krónu. Reyniviðurinn f Hvammsurðinni er dæmigerð hrísla. Gönguferðin hafði tekið í heild klukkutíma og tfu mfnútur og var þessari rannsóknarferð okkar Ingvars lokið. Við höfðum séð það að hríslan úr bernskuminn- ingu Sigurðar Nordals lifði þarna enn, 88 árum síðar. Eftir lýsing- um hans að dæma er það eflaust syðri hríslan sem hann lýsir. Hún er algjörlega einangruð og þang- að fer fé tæplega. Stefán Stefáns- son segir að árið 1888 hafi fólk talað um „að fallegt reyniviðartré væri f urðinni, sem með beinum stofni lyfti blómstrandi krónu sinni upp yfir dökkt urðargrjótið." Þetta kann að hafa verið rétt ein- hverntíma á góðviðristímum, en tréð brotnað og sprotarnir sem nú vaxa séu rótarskot frá þessari rót, tréð hefur breyst í hríslu. Lík- lega hefur lengi einungis verið um eina hríslu að ræða í Hvammsurðinni, syðri hrfsluna, enda er hún „ofar en miðhlíðis" eins og Sigurður Nordal segir 1915 og umlukin stórgrýti, „barn í tröllahöndum". Það er fyrst í bók- inni Húnaþing frá 1978 sem talað er um fleiri en eina hríslu. Hall- grfmur í Hvammi segir árið 2000 að smáplöntur séu að koma upp norðan við hrísluna, „f áttina að Fossgili" og er þar áreiðanlega átt við hrísluna ofan við grasrindann. Þykir mér því líklegt að ytri hrísl- an ofan við grasrindann sé af- komandi þeirrar syðri og hafi skotið þar rótum á góðviðris- tfmabilinu 1930-1960. Vel kann að vera að fleiri afkvæmi gömlu hríslunnar leynist f Vatnsdals- fjalli, en það könnuðum við ekki. Reyniviðurinn er á máli skóg- ræktarmanna nefndur einstæð- ingur (solitær á Norðurlandamál- um). Það merkir, að hann finnst fyrst og fremst sem stök, dreifð tré, í hæsta lagi litlar þyrpingar eða lundir, en myndar ekki sam- felldar breiður, eins og birki og gulvíðir stundum7. Hríslurnar í Hvammsurðinni íVatnsdal eru dæmigerðir einstæðingar, meira að segja miklir einstæðingar, og syðri hríslan er algjör einstæð- ingur. Horft fram Vatnsdal í átt að Hvammi. Ingvar Björnsson við syðri hrísluna sem er lágvaxnari og meiri um sig og líklega móðurplantan. 76 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.