Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 8

Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 8
Eigendur og ræktendur hlynsins eru hjónin Ólafur Steinsson og Unnur Þórðardóttir. Skógræktarfélag íslands hefur valið Tré ársins í allmörg ár og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er í trjá- og skógrækt. Útnefningin að þessu sinni fór fram miðvikudaginn 16. september sl. Allstór hópur var mættur við þetta tækifæri og tók þátt f athöfn undir laufskrúði trésins. Lúðrar voru þeyttir, tréð var mælt í bak og fyrir, Magnús jóhannesson, formaður Skógræktarfélags íslands, flutti ávarp og afhenti Ólafi fallegt viðurkenningarskjal. Ólafur Steinsson er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð og hneigðist ungur að ræktun en hefur ásamt konu sinni lengst af sinnar starfsævi rekið garðyrkjustöð og ræktað rósir í Hveragerði. Hann lagði stund á garðyrkjunám við Garðyrkjuskóla ríkisins og var f öðrum árgangi útskriftarnema frá skólanum. „Ég hafði fengið góð meðmæli að vestan frá séra Sigtryggi Guðlaugssyni og var sem lærlingur hjá þeim hjónum í Skrúði. Þetta ágæta meðmælabréf, sem ég hefði gjarnan viijað eiga f dag, fór ég með til skólastjórans Unnsteins Ólafssonar og komst inn í skólann en hafði þá áður verið tvo vetur í skóla á Laugarvatni. Á þessum tíma var Garðyrkjuskólinn tveggja ára nám. Eftir námið festi ég kaup á landi hér f Hveragerði árið 1945 og byrja að reisa gróðurhús. í upphafi ræktuðum við vínber og gúrkur en síðan fór þetta yfir f það að við einbeitum okkur að rósarækt auk þess að vera með dálítið af laukum og hfasintum til að brúa bilið milli sumars og vetrar." Auk þess að hafa garðyrkju að atvinnu var Ólafur einn af stofnendum Skógræktarfélags Hveragerðis árið 1950 og var m.a. formaður þess um langt árabil. Megináhersla var lögð á ræktun í svokölluðum Hamri, sem er ofan byggðarinnar, en það svæði er sannkallaður yndisreitur sem heimamenn og gestir sækja orðið mikið. f trjágarðinum í Bröttuhlíð 4 er hvert stásstréð á fætur öðru. Það var haft á orði við athöfnina að Skógræktarfélag íslands þyrfti ekki að leita langt yfir skammt vegna vals á Trjám ársins næstu árin. Þau væri öll hægt að finna í garði Ólafs. Það eru orð að sönnu, því að í þessum garði eru margir fallegir meiðir, m.a. fleiri hlyntré, aspir, grenitré og ákaflega fallegur askur, um 10 metrar á hæð. Þá er þar að finna ýmsa fágæta runna, t.d. lambarunna. Trjánum hefur, ólíkt því sem víða tíðkast, verið gefið gott vaxtarrými og njóta þau sín betur fyrir vikið, eru krónumikil og stæðileg. Tré ársins sker sig sérstaklega úr hvað varðar krónuna en hún er óvenjulega mikil og haf hennar nálægt 150 fermetrum. Ólafur segir að tréð hafi á unga aldri oft kalið í toppinn og sé það líklega meginástæða þess að vextinum hafi lítið miðað upp á við en því meir til hliðanna. Ólafur segir að þau hafi fengið plönturnar afhentar sem broddhlyni og staðið í þeirri trú að það væri rétt, hvað þetta tré varðaði, því að það skar sig svo úr í vaxtarlagi. Hlynplönturnar eru frá Tumastöðum og líklega gróðursettar á tímabilinu 1953- 55. Glöggir tegundasérfræðingar (trjá- og blómgreindir menn) sem mættu á útnefninguna töldu við nána skoðun að hérværi um garðahlyn að ræða. Við athugun á Fræskrá (1933- 1992) Baldurs Þorsteinssonar skógfræðings kemur í ljós að árið 1950 kemurtil landsins 1 kgaf fræi af garðahlyni frá Hamri, ættað frá Heiðmörk í Noregi. Fræinu er líklega sáð það sama ár og plönturnar hafa því getað 6 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.