Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 56
2. mynd. Vaxtarstaður birkisins við Fiská undir Vatnsdalsfjalli, sjónarhorn niður með ánni. Birkið vex á hraunnefjunum tveimur
sem skaga út í ána. Meira og þéttara kjarr er á neðra nefinu (2. - 7. mynd eru frá 8. júlí 2003).
Með stóraukinni skógrækt og
landgræðslu, fækkun sauðfjárog
breyttum búskaparháttum á und-
anförnum áratugum hefur birki
og annar trjágróður tekið að
aukast f landinu. Aukningin hefur
einkum orðið við nýræktun á
skóglausu landi en einnig við
sjálfsáningu og endurvöxt birkis
á gömlum skógarsvæðum. Á
landsvæðum sem hafa verið
skóglaus lengi má sums staðar
finna stöku hríslur af birki og
jafnvel skógartorfur á stöðum
sem eru torfærir fyrir menn og
búsmala. Yfirleitt eru þetta
hólmar og eyjar í straumhörðum
ám eða syllur og snasir f hamra-
veggjum, gljúfrum og giljum.
Vitna þessir staðir um skóga fyrri
tíma og veita sumir vísbendingu
um gróðurfar sem áður einkenndi
landið. Þessar leifar eru sfðustu
vfgi birkisins á skóglausum svæð-
um. Nú þegar vígstaðan er breytt
geta þeir orðið að mikilvægum
fræuppsprettum sem birkið tekur
að breiða sig út frá á nýjan leik.
Dæmi um skógartorfur og leifar
af þessu tagi eru Grímstorfa í
Hafrafelli á Fljótsdalshéraði (Ey-
þór Einarssonl979), Bláfells-
hólmi í Hvítá (Sigurður H. Magn-
ússon, munnlegar upplýsingar)
og Viðey í Þjórsá ofan við
Minninúp í Gnúpverjahreppi, en
líklegt er að staðir á landinu öllu
skipti hundruðum.
í samantekt sinni um skóga f
Rangárvallasýslu f lok 19. aldar
getur Einar Helgason (1899)
staða þar sem staka skógarhólma
eða hríslur af birki og reynivið var
að finna f sýslunni á þeim tfma.
Helstir þeirra voru lágvaxið kjarr
á Skógasandi í landi Eystri-
Skóga, birkihríslur í Hestavaðs-
hólma f Skógaá ofan Skógafoss,
reyniviðarhrísla og birkihrfslur f
Nauthúsagili innan við Stóru-
Mörk, birkihríslur í giljum í inn-
anverðri Fljótshlíð frá Merkjá við
Múlakot inn að Þórólfsá, reyni-
viðarhrfsla í Fiskárgili við Árgils-
staði f Hvolhreppi, og Klofaeyja í
Þjórsá norður af Búrfelli þar sem
var laglegur skógur (Einar Helga-
son 1899). Á flestum þessara
staða er birki eða reynivið enn að
finna.
Birkið við Fiská
Það kom mér nokkuð á óvart
fyrir liðlega 10 árum að ganga
fram á lágvaxið birkikjarr og hrísl-
ur í hraunkanti við Fiská í landi
Reynifells á Rangárvöllum, all-
fjarri öðru gamalgrónu kjarr- og
skóglendi. Ég hafði ekki rekist fyrr
á kjarr þarna upp með ánni og
ekki heyrt um það. Síðan hef ég
nokkrum sinnum átt þarna leið
um, en það var ekki fyrr en sum-
arið 2003 að ég gætti svolítið
betur að staðnum en áður, tók
þar nokkrar ljósmyndir og reyndi
að kortleggja útbreiðslu birkisins
með GPS staðsetningartæki. Var
54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003