Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 56

Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 56
2. mynd. Vaxtarstaður birkisins við Fiská undir Vatnsdalsfjalli, sjónarhorn niður með ánni. Birkið vex á hraunnefjunum tveimur sem skaga út í ána. Meira og þéttara kjarr er á neðra nefinu (2. - 7. mynd eru frá 8. júlí 2003). Með stóraukinni skógrækt og landgræðslu, fækkun sauðfjárog breyttum búskaparháttum á und- anförnum áratugum hefur birki og annar trjágróður tekið að aukast f landinu. Aukningin hefur einkum orðið við nýræktun á skóglausu landi en einnig við sjálfsáningu og endurvöxt birkis á gömlum skógarsvæðum. Á landsvæðum sem hafa verið skóglaus lengi má sums staðar finna stöku hríslur af birki og jafnvel skógartorfur á stöðum sem eru torfærir fyrir menn og búsmala. Yfirleitt eru þetta hólmar og eyjar í straumhörðum ám eða syllur og snasir f hamra- veggjum, gljúfrum og giljum. Vitna þessir staðir um skóga fyrri tíma og veita sumir vísbendingu um gróðurfar sem áður einkenndi landið. Þessar leifar eru sfðustu vfgi birkisins á skóglausum svæð- um. Nú þegar vígstaðan er breytt geta þeir orðið að mikilvægum fræuppsprettum sem birkið tekur að breiða sig út frá á nýjan leik. Dæmi um skógartorfur og leifar af þessu tagi eru Grímstorfa í Hafrafelli á Fljótsdalshéraði (Ey- þór Einarssonl979), Bláfells- hólmi í Hvítá (Sigurður H. Magn- ússon, munnlegar upplýsingar) og Viðey í Þjórsá ofan við Minninúp í Gnúpverjahreppi, en líklegt er að staðir á landinu öllu skipti hundruðum. í samantekt sinni um skóga f Rangárvallasýslu f lok 19. aldar getur Einar Helgason (1899) staða þar sem staka skógarhólma eða hríslur af birki og reynivið var að finna f sýslunni á þeim tfma. Helstir þeirra voru lágvaxið kjarr á Skógasandi í landi Eystri- Skóga, birkihríslur í Hestavaðs- hólma f Skógaá ofan Skógafoss, reyniviðarhrísla og birkihrfslur f Nauthúsagili innan við Stóru- Mörk, birkihríslur í giljum í inn- anverðri Fljótshlíð frá Merkjá við Múlakot inn að Þórólfsá, reyni- viðarhrfsla í Fiskárgili við Árgils- staði f Hvolhreppi, og Klofaeyja í Þjórsá norður af Búrfelli þar sem var laglegur skógur (Einar Helga- son 1899). Á flestum þessara staða er birki eða reynivið enn að finna. Birkið við Fiská Það kom mér nokkuð á óvart fyrir liðlega 10 árum að ganga fram á lágvaxið birkikjarr og hrísl- ur í hraunkanti við Fiská í landi Reynifells á Rangárvöllum, all- fjarri öðru gamalgrónu kjarr- og skóglendi. Ég hafði ekki rekist fyrr á kjarr þarna upp með ánni og ekki heyrt um það. Síðan hef ég nokkrum sinnum átt þarna leið um, en það var ekki fyrr en sum- arið 2003 að ég gætti svolítið betur að staðnum en áður, tók þar nokkrar ljósmyndir og reyndi að kortleggja útbreiðslu birkisins með GPS staðsetningartæki. Var 54 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.