Skógræktarritið - 15.10.2003, Qupperneq 34
Hlutfallsleg skipting trjátegunda hjá Héraðsskógum. 2 mynd SkiPtingskógará Fiiótsdaishér-
aði í raektunarflokka.
Stærð skógarins. Grundvöllur
skógræktarskipulags í Danmörku
er skrá yfir skóglendið, sem hefir
að geyma
• stærð skógarins og flatarmál
einstakra trjátegunda,
• hvaða trjátegundir vaxa þar, og
(í stuttu máli),
• aldur, trjáhæðir, bolmassa
standandi trjáa og
• athugasemdir um svæðið.
Samkvæmt flatarmáls-
mælingum á nýmörkum á
Fljótsdalshéraði er vitað að lerki
er aðtal trjátegundin á svæðinu
(sjá 2. mynd).
Myndir sýnir, að lerki er um
65% af flatarmáli nýmarkanna
(hér meðtalinn skógur, sem
vænta má, að verði hærri en 2 m
og má þannig teljast „háskógur").
Þetta eru rúmlega 3.300 hektarar.
Þegar vitneskja er fengin um
það, hve mikill skógur er af hverri
einstakri trjátegund, er næsta
skref að skoða aldur þessara
svæða. Tíu ára aldursþrep eru
notuð við skiptingu í ald-
ursflokka. 3. mynd er dæmi um
þetta.
Megnið af lerkiskóginum er
mjög ungt, þar eð 88% af flatar-
máli hans er yngra en 10 ára.
Markmið með ræktun skóg-
arins. Það er mjög auðvelt að
gera grein fyrir þessu. Að lang-
mestu leyti er höfuðmarkmið
með ræktun lerkiskógarins fram-
leiðsla gagnviðar. Um leið skap-
ast önnur verðmæti, svo sem
bara það að gróðursetja skóg í
nakið land, meiri vöxtur gras-
lendis f námunda við skóginn og
tilurð útivistarsvæða. Gagnviðar-
skógur af lerki þarf að vera vel
beinvaxinn, trén helst ekki með
sverum greinum eða hugsanlega
greinhreinsuð, svo að borðviður-
inn verði f viðunandi gæðaflokki.
Grisja verður eins oft og mögu-
legt er fjárhagslega, en þó ekki
sjaldnar en nauðsynlegt er til
þess að gæði borðviðarins verði
fullgóð. Hver einstakur skógar-
eigandi verður að gera sér grein
fyrir því, hvers vegna hann hefir
gróðursett skóginn eða keypt
hann, og á þann hátt skýrgreint
ræktunarmarkmið lerkiskógarins.
Vaxtargeta lerkis. Það er auð-
vitað ekki hægt að segja fyrir upp
á hár, hvernig lerkiskógurinn
3. mynd. Skipting lerkis á
Fljótsdalshéraði í aidursflokka.
Skipting lerkisí aldursflokka
1930-39 1940-49 1950-59 1960-69 1970-79 1980-89 1990-99
aldursflokkar
32
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003