Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 111
MINNING
Garðar Jónsson skógarvörður
F. 22.nóvember 1919 • D. 25.október 2003.
Garðar lónsson, sem nú er látinn í hárri elli, var af
annarri kynslóð skógarvarða Skógræktar ríkisins. Hann
lifði tímana tvenna í skógræktinni. Þegar hann hóf að
starfa við hana kornungur maður var hún atvinna örfárra
með fámennan hóp hugsjónamanna að baki sér. Þegar
hann féll frá var skógrækt orðin atvinnuvegur hundraða
bænda um allt land og yndisönn enn fleiri manna í nær
öllum bæjum og þorpum íslands. Garðar var einn þeirra
sem lögðu grunninn að þessum miklu umskiptum.
Garðar stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnar-
firði 1934-1936 og við Bændaskólann á Hólum 1936-
1937, og brautskráðist þaðan sem búfræðingur. Eftir
það vann hann sem lærlingur í skógrækt f Danmörku.
Sumarið 1939 vann hann ásamt Einari G. E. Sæmundsen
í gróðrarstöðinni f Alstahaug á eyjunni Álöst á Háloga-
landi f Noregi hjá afburðaduglegum og frægum gróðrar-
stöðvarstjóra. Sumarið 1940 vann hann um tfma í gróðr-
arstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað. Á næstu árum
var hann við ýmis störf hjá Skógrækt ríkisins, m.a. oft
fylgdarmaður Hákonar Bjarnasonar.
Ætlunin hafði verið, að Garðar og Einar Sæm. færu á
skógskóla í Noregi, en strfðið kom f veg fyrir það. Tók
Hákon Bjarnason þá það ráð að kenna þeim skógræktar-
fræði á veturna og brautskráði þá með réttindum til
skógarvarðastarfs.
Garðar var skipaður skógarvörður á Suðurlandi 1944,
annar í röðinni þar eftir Einari G. E. Sæmundsen, sem
hafði haft starfið á hendi frá 1910. Gegndi Garðar skóg-
arvarðarstarfinu til 1986, er hann lét af því fyrir aldurs
sakir.
Fyrsta verkefni Garðars sem skógarvarðar var að stofn-
setja gróðrarstöð á Tumastöðum í Fljótshlíð 1944. Það
var ekki hrist fram úr erminni f einu vetfangi. Þarna var
fyrir mýri, sem þurfti að ræsa fram, áður en hægt væri að
brjóta landið. Það var gert 1944 og 1945. íbúðarhús
skógarvarðar, verkstæðishús og verkfærageymsla voru
reist 1946. Gróðurhús var reist 1947, sem var nýjung f
skógplönturæktun á íslandi. Vatnsaflsrafstöð var reist
1948 og sama ár og 1949 verkafólksbústaður fyrir 20
manns. 1951-1952 kæligeymsla fyrir plöntur. Árin 1947
og 1948 var sáð í gróðurhúsið og 1950 voru dreifsettar
nær 600 þús. plöntur. Þar með var ræktunin komin á
fullt skrið. Hér er þetta allt tíundað til þess að sýna, að
það var í nógu að snúast fyrir hinn unga skógarvörð
þessi fyrstu ár á Tumastöðum. Og ekki minna þegar
ræktunin var fullmótuð. Nú kom sér vel reynslan, sem
Garðar fékk f Alstahaug.
Það var enginn hægðarleikur að reka plöntuuppeldi
þarna á berangrinum f hinni rysjóttu vetrarveðráttu.
Enda sáu þeir Hákon Bjarnason og Garðar strax, að ríða
yrði þétt net skjólbelta um græðireitina. Þetta skjól-
beltanet var gróðursett á árunum 1948-1954. Þá var
lengd skjólbeltanna orðin 2 km og voru þá hin mestu á
íslandi.
Samhliða þessu risaverkefni að koma upp gróðrar-
stöðinni sá Garðar svo um þjóðskógana f umdæmi sínu.
Fyrstu árin var það einkum Þórsmörk og Goðaland sem
Skógrækt ríkisins tók við 1927. Mikið verkefni og erfitt, af
því að hin 17 km langa girðing um svæðið lá vfðast um
fjöll og firnindi. Ég fann fljótt við kynni af Garðari og
fjölskyldu hans, hve miklu ástfóstri þau tóku við þetta
tilkomumikla svæði.
Árið 1938 hafði Skógrækt ríkisins keypt Skriðufell f
Þjórsárdal. Þá var girt um þetta mikla land hvorki meira
né minna en 33 km löng girðing, sem mikið verk var að
halda við. Sfðar keypti Skógræktin næstu jörð, Ásólfs-
staði, og bættist þá enn við girðingar, sem að hluta lágu
á fjöllum. Árið 1949 hófst gróðursetning í Þjórsárdal og
næstu áratugina var á þessum jörðum meginverkefni
Garðars í nýrækt skógar.
Auk þessara tveggja þjóðskóga kom sá þriðji í hlut
Garðars að sjá um: Hið yndislega svæði Skarfanes í
108
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Landsveit. Síðan Laugarvatn, sem
skólarnir þar fólu Skógrækt ríkisins
umsjón með. Loks var Garðari fal-
in umsjón með þjóðskóginum f
Haukadal frá öndverðu ári 1969 eft-
ir hið sviplega fráfall vinar hans,
Einars Sæm.
Ég hygg nú, að af þjóðskógunum
hafi Garðar og Móeiður kona hans
bundið mesta tryggð við Þjórsárdal-
inn, enda fádæma náttúrufegurð þar
með Heklu sjálfa f nærsýn og ein-
staklega ljúfa veðráttu. Égheyrði
þau oft dásama veðráttuna þarna
uppfrá og bera saman við hina rysj-
óttu veðráttu í lágsveitunum.
Við Garðar vorum samstarfs-
menn í rúma þrjá áratugi og áttum
mikil samskipti, þótt við sætum
sinn á hvoru landshorni. Alltaf
voru það samskipti eins og best
verður á kosið. Nokkrum sinnum
átti ég þess kost að fara með hon-
um og skoða helstu athafnasvæði í
umdæmi hans, og njóta um leið
fegurðar Suðurlands, enda staðir
eins og Þjórsárdalur og Þórs-
mörk/Goðaland með fegurstu stöð-
um á íslandi.
Minnisstæðust þessara ferða
með Garðari held ég hafi verið,
þegar hann sýndi mér Þórs-
mörk/Goðaland f fyrsta sinn. Hann
gerþekkti þetta undraland og ég
fann, hverja tilfinningu hann bar til
þess.
Það var auðvitað óskaplega gam-
an fyrir mig að skoða með honum
alla þessa staði á Suðurlandi, sem
hann sá um. Um þá miðlaði hann
fróðleik á þann notalega hátt, sem
var svo einkennandi fyrir hann.
Garðar hafði til að bera fínan
húmor, sem gæddi alla frásögn
hans lffi. Og það var aldrei asi á
honum, heldur jafnvægi og ein-
kennileg ró, sem olli því, að manni
leið vel f návist hans. Slfkt má svo
sannarlega telja til góðra mann-
kosta.
Sigurður Blöndal
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003