Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 26
1
12.Það er auðveldast að hleypa upp aspar-
skógi ef línur eru hreinar og landið er ann-
aðhvort algerauðn, kjörin til lúpínuskóg-
ræktar, eða hálfblaut mýri þarsem aðrar
trjátegundir en ösp koma ekki til greina. Við
slíkar aðstæður gengur ræktunin tiltölulega
fljótt fyrir sig. Millistigið er langtum erfiðara
- þurr sandfláki með þunnri jarðvegshulu
sem erað mestu þakin vesældargróðri svo
að lúpínan sáir sér seint út. Hér er dæmi um
slíkt land sem fyllt var af ösp 2002. Gæsin
braut á að giska 20% af plöntunum í fyrra-
haust og er aftur komin á vettvang, en nú
hefur gras vaxið upp af áburðargjöf kringum
hverja plöntu og má því ætla að öspin
sleppi við stóráföll af yfirgangi fugla. Vert er
að geta þess að gæsin drepur sjaldnast
plönturnar með þessum óskunda en seinkar
vexti þeirra um tvö ár.
Sumt er óútreiknanlegt í þessu
dæmi. Lúpínan sáir sér til dæmis
mishratt út á auðninni og getur
þar munað tveimur til þremur
árum þótt ekki sjáist teljandi
munur á aðstæðum. Þessu þarf
að gefa gaum vegna áburðargjaf-
ar. Ef lúpínan sáir sér seint út á
einhverju svæði þarf að kasta
blákorni að öspinni árinu lengur
til þess að hún standi ekki lengi í
svelti.
Síðustu árin hef ég fylgst náið
með samspili lúpfnu og aspar og
gefið gaum að því hvernig lágvax-
in bakkaplantan bjargar sér í
samkeppni við hina vaxtarhröðu
og hávöxnu lúpínu. Hefur það
!3.Hér sést hvernig álftavarp og vaxandi
asparskógur eru að mynda eina heild.
orðið kveikja að öðrum ræktunar-
háttum sem spara áburðargjöf og
fyrirhöfn svo um munar en skila
óreglulegri skógi þegar frá lfður.
Aðferð mín upp á síðkastið er
að stinga bakkaplöntum niður f
lúpínubreiðu á fimmta til sjötta
ári, bera mjög hressilega á þær
og snúa sfðan baki við þeim,
enda týnast þær brátt f þykkninu.
Ég veit af fenginni reynslu að þær
munu vaxa upp úr lúpínubreið-
unni eftir tvö ár blaðmiklar og
gróskulegar. Þetta sparar áburð-
argjöf og yfirferð af því að lúpfn-
an er farin að gefa af sér mikinn
lífmassa sem skilar köfnunarefni
til bakkaplantnanna. Hið eina
sem máli skiptir er að kasta svo
miklu af blákorni að hinni ný-
gróðursettu plöntu að hún ræti
sig vel í sandinum eða hraunmöl-
inni á fyrsta sumri.
Þetta sýnist í rauninni fráleitt
en árangur er satt að segja fram-
ar öllum vonum. Aspir sem vaxa
upp úr köfnunarefni lúpínubreið-
unnar eru eðlilegar, blaðstórar og
sællegar og skila oft ótrúlegum
vexti þrátt fyrir afar þurrt um-
hverfi. Nokkur munur virðist á því
hve asparplöntur ná fljótt að nýta
köfnunarefni lúpínunnar, getur
munað einu eða tveimur árum,
en allar komast þær á bragðið að
lokum.
Stóra spurningin í þessari til-
raun var hve fljótt ætti að stinga
bakkaplöntum niður í lúpínusán-
ingu. Framan af hafði ég enga til-
finningu fyrir því hve lúpínan sáði
sér seint eða fljótt út. Beið ég því
stundum óþarflega lengi með að
stinga öspinni niður og varaði
mig ekki á þvf að lúpfnan þarf
aðeins eitt eða tvö hagstæð sum-
ur til að loka landi sem aðeins
var með strjálum lúpínutoppum
skömmu áður. Þegar slíkt gerist
geta einhverjar asparplöntur orð-
ið undir í baráttu um birtu og
rými og þær verða stundum
grannar og teygðar meðan þær
eru að brjótast upp úr lúpínu-
þykkninu. Vaxtarlagið breytist þó
og nær jafnvægi á næstu árum og
vanhöld eru afar Iftil þegar rækt-
unarmaður hefur náð valdi á
verki sínu.
Vorið 2003 var nokkrum bökk-
um af Keisara stungið niður í
svæði sem lúpínan hafði lokað
að mestu. Ég hafði byrjað þessar
ræktunartilraunir niðri í lægðum
þar sem skýlt var og nokkur von
til raka í jörðu og árangur orðið
framar björtustu vonum. Nú var
brugðið á annað ráð og plöntun-
24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003