Skógræktarritið - 15.10.2003, Blaðsíða 108
Hrútey kvödd að skátasið.
og hefur það að markmiði að
bæta aðgengi og aðstöðu í skóg-
um skógræktarfélaganna um land
allt.
Um 200 manns komu til at-
hafnarinnar í ágætis veðri. Þar
mátti m.a. sjá marga fulltrúa sem
verið höfðu á aðalfundinum og
fjölda Blönduósinga. Ljúf harm-
ónikutónlist heilsaði gestum. Til
máls tóku: Páll Ingþór, formaður
Skógræktarfélags Austur-Hún-
vetninga, fulltrúar Alcan á ís-
landi, Olís og Skógræktarfélags
fslands. Bæjarstjóri Blönduós-
bæjar afhenti fulltrúum verkefnis-
ins viðurkenningar. Þá afhenti
Páll Ingþór fulltrúum Skógræktar-
félags fslands, Blönduvirkjunar
og Olís og Alcan á fslandi fallega
skreyttar matarkörfur. Frú Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti íslands og fulltrúar verkefnis-
ins klipptu á borða. Hólmfrfður
Jónsdóttir frumflutti nýort ljóð
um eyjuna eftir Ingibjörgu Ey-
steinsdóttur á Beinakeldu f Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Fyrstu 2 er-
indin hljóða svo:
Hrútey.
Hrútey falleg, stöðug stendur
sterk í miðjum ólguflaum,
hennar grjót og gróðurlendur
greypt í hugans vökudraum.
Undirstaðan eru klettar
yfirbreiðslan skógi prýdd,
flóra íslands furðu þéttar
festi rætur blómum skrýdd.
Jón ísberg, fyrrverandi sýslu-
maður, sem fyrstur gróðursetti f
eyjuna fyrir 61 ári ásamt hópi
skáta, gróðursetti eitt tré með
aðstoð ungra skáta frá Blöndu-
ósi. Þá var Jón ísberg heiðraður
fyrir framlag sitt til skógræktar.
Gestum var boðið að ganga um
eyjuna. Búið er að hressa upp á
göngustíga og koma fyrir borð-
um og bekkjum og merkingum,
sem lýsa trjátegundum, örnefn-
um og sögu.
ítarupplýsingar, er tengjast 68.
aðalfundi Skógræktarfélags ís-
lands, er að finna á heimasíðu
Skógræktarfélags íslands,
www.skog.is. Þar er m.a. birt
fundargerð, ávarp formanns,
ályktanir fundarins, starfsskýrsla
stjórnar og reikningar félagsins.
Ljósmyndarar: Brynjólfur Jóns-
son, Einar Gunnarsson og Jóhann
Frímann Gunnarsson.
Samantekt: Jóhann Frímann
Gunnarsson.
106
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003