Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 8
Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta
8 ..
fólk í úrtakinu og því boðið að taka þátt í skoðanakönnun á vegum fyrrgreindra aðila þar sem spurt
yrði um búsetuskilyrði í þeirra sveitarfélagi, stöðu þátttakenda á vinnumarkaði, búsetuáform og
annað tengt velferð íbúanna. Síðan var þeim sendur tölvupóstur með hlekk inn á könnunina sem var
rafræn. Þeir sem vildu ekki svara könnuninni rafrænt fengu hana senda í pósti og gátu svarað henni
skriflega. Könnunin var á þremur tungumálum: Pólsku, ensku og íslensku.
Þátttaka árið 2020 var misjöfn eftir landshlutum eða frá 810 á Norðurlandi vestra til 1619 á Suður-
landi. Sem hlutfall af þýði var það hæst 17,6% á Vestfjörðum en lægst 0,7% á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrri könnunin sem framkvæmd var árin 2016 og 2017 var eingöngu gerð í fimm landshlutum en
lægst var þátttakan sem hlutfall af þýði 6,1% á Suðurnesjum en mest 20,4% á Vestfjörðum.
Tafla 1. Þátttakendur, úrtak og svarhlutfall
Árið 2020 Árið 2016 og 2017
Landshluti Þátttakendur Úrtak Svarhlutfall Þátttakendur Úrtak Svarhlutfall
Höfuðborgarsvæðið 1.273
Suðurnes 1.190 4.913 24,2% 1.013 4.790 21,1%
Vesturland 1.641 4.413 37,2% 1.197 4.376 27,4%
Vestfirðir 979 3.446 28,4% 1.081 3.426 31,6%
Norðurland vestra 810 3.272 24,8% 921 3.255 28,3%
Norðurland eystra 1.674 4.280 39,1%
Austurland 916 4.652 19,7%
Suðurland 1.619 5.325 30,4% 1.750 5.258 33,3%
Óstaðsett 568 183
Samtals 10.670 30.301 29,1% 6.145 21.105 29,1%
Þessi rannsókn styðst aðallega við upplýsingar um bakgrunn þátttakenda eins og aldur, hvort það
séu börn á heimilinu, hvort menn búi einir, menntu n, uppruni og hvort gögnin séu úr könnuninni
2020 eða fyrr. Einu tölurnar sem komu annars staðar frá voru tölurnar yfir fjölda íbúa í viðkomandi
sveitarfélagi en þær tölur voru frá Hagstofu Íslands. Fyrirmyndir að vali á skýribreytum voru ekki
margar en í rannsókn Karls Benediktssonar og Hjalta Nielsen (2008) var íbúafjöldi eina skýribreytan
gagnvart ýmiskonar þjónustu þegar þeir veltu fyrir sé áhrifum búferlaflutninga á hana. Hér þótti
mikilvægt að bæta inn lýðfræðilegum breytum þar sem þjónusta sveitarfélaga beinist oft að ákveðn-
um hópum eins og börnum.