Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 15

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 15
Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson 15 .. sem höfðu styttri skólagöngu. Að öðru leyti var ánægja með tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðk- unar og unglingastarf meiri eftir því sem sveitarfélögin voru fjölmennari og meiri var ánægjan með þennan þátt árið 2020 en 2016/2017. Fjöldi athuganna er mikill á bakvið þessar greiningar en Pseudo R2 voru í öllum tilvikum lágur, þ.e. 0,007-0,018, sem gáfu þá til kynna að líkönin gætu verið að skýra lítinn hluta af breytileikanum í háðu breytunum. Pseudo R2 stuðlar voru því óheppilega lágir en það getur verið vegna þess hvað gagnasafnið er stórt og hversu margar óháðar breytur voru í líkönunum en grein þeirra Hemmert og félaga (2018) fjalla einmitt um þennan veikleika Pseudo R2 við þessar aðstæður og mæla ekki með notkun hans þá. Ákveðið var samt að birta Pseudo R2 hér en hafa líka LR-próf með en þau bentu til að líkönin í heild sinni hafi verið nokkuð góð og náð að útskýra breytileika háðu breytanna. Ósamræmi í dreifingu almenns viðhorf fólks til síns sveitarfélags vakti athygli höfunda. Þegar dreifingin var skoðuð kom í ljós að meðaltal hreinna dreifbýlissveitarfélaga var lægra en blandaðra sveitarfélaga en miðgildin voru eins (Mynd 1). Hins vegar var 95% öryggisbil miklu víðara hjá hreinum dreifbýlissveitarfélögum og efri mörkin lágu nærri efri mörkum blandaðra sveitarfélaga en neðri mörkin voru töluvert fyrir neðan. Þetta gefur til kynna að í hreinum dreifbýlissveitarfélögum séu íbúar sem eru jafn ánægðir með sitt sveitarfélag og íbúar blandaðra sveitarfélaga en líka íbúar sem eru miklu óánægðari en íbúar blandaðra sveitarfélaga. Mynd 1. Dreifni í svörum við viðhorfi til eigin sveitarfélags. Hringur gefur til kynna meðal- tal með 95% öryggismörkum en kassi miðgildið. Gildið 0 á lárétta ásnum stendur fyrir svör íbúa í dreifbýli blandaðra sveitarfélaga en 1 fyrir svör íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga. Næst var dreifnin skoðuð myndrænt með sama hætti fyrir mælingar á öðrum þáttum sem tengdust þjónustu sveitarfélaga (ekki sýnt hér) og stóðust ekki Levene‘s prófið fyrir einsleita dreifni. Í ljós kom að dreifnin í svörum íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga var alltaf meiri en blandaðra sveitarfélaga. Afstaða íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga á þjónustu sinna sveitarfélaga voru því mjög ólíkar inn- byrðis á meðan að þær voru miklu líkari hjá blönduðum sveitarfélögum. Bara það atriði felur í sér forskot blandaðra sveitarfélaga á hrein dreifbýlissveitarfélög því það felur í sér meiri jöfnuð í þjón- ustu sveitarfélaga gagnvart íbúunum eða einfaldlega meira öryggi fyrir gæðum þjónustunnar í þeim blandaðri. Stundum náði efra öryggisbilið hjá íbúum hreinna dreifbýlissveitarfélaga efra öryggisbili íbúa blandaðra sveitarfélaga en neðra öryggisbilið var alltaf langt fyrir neðan eins og kom fram er varðar almennt viðhorf þátttakenda til síns sveitarfélags og sýnt er myndrænt (Mynd 1). Í öllum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.