Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 32

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 32
Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum 32 .. flutningarfólkið og bráðaliðana en það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð á vinnu þeirra. Það er oftast eingöngu greitt fyrir útköll og æfingar. Listinn er langur yfir öll verkefnin sem kvenfélagskonur hafa unnið að í þágu samfélagsins í þess- um fjórum byggðum sem voru heimsóttar. Sum kvenfélögin reyndust vera í lægð, þar sem ungar konur vilja ekki vera með – þeim finnst hugsunarhátturinn of gamaldags, að ætlast sé til of mikils og ekkert sé gert fyrir meðlimina. Meðal viðmælenda voru konur sem völdu að vera ekki í kven- félaginu, en hjálpa þó til við bakstur og annað þegar þarf. Bent var á að erfitt hafi reynst af ýmsum ástæðum að fá erlent innflutt fólk á svæðunum til að taka þátt í sjálfboðastarfi. Eldri kona rifjaði upp fyrri tíma þegar kvenfélagið tók að sér að hreinsa bæinn: „Í dag myndi fólk ekki láta bjóða sér þetta nema fá sjálft greitt. ... þannig að sjálfboðastörfin eru rosalega mikið að minnka.“ Kona á miðjum aldri valdi að vera utan kvenfélagsins „því ég er komin með upp í kok af sjálfboðavinnu. ... [kven- félagskonur] gera ekkert fyrir sig sjálfar. Þetta er algjör kvöð.“ Þrátt fyrir jákvætt mat á sjálfboðastarfi, eins og fram kemur hér á eftir, voru það fleiri en kven- félagskonur sem nefndu að það gæti verið íþyngjndi. Það væri til dæmis fámennur hópur sem ræki björgunarsveitirnar á hverjum stað, og stundum „hlaðast upp verkefnin hjá atvinnurekendum lítilla fyrirtækja vegna útkalla.“ Björgunarsveitarmaður nefndi að meðal verkefna væru „fastir bílar og vit- leysisgangur“ sem þurfti að sinna, allt í sjálfboðavinnu. Viðmælandi benti á að „allt þetta fólk [sem sinnir sjálfboðavinnu] er upptekið“. Það væri lítill hópur fólks sem tæki að sér að reka hin ýmsu félög sem væru starfandi á svæðinu. Annar viðmælandi benti á að „ef þú gefur þig í það að vinna kauplaust í svona smáum byggðarlögum, þá verður þetta endalaus kvöð.“ Erfitt reyndist að virkja erlent aðkomufólk sem fer inn á hefðbundinn vinnumarkað og þiggur laun. Ástæðan væri oft að það kemur í byggðina í stuttan tíma til þess að vinna mikið og afla tekna. Viðmælendur fullyrtu að enginn flytti úr heimabyggð til að losna undan því að vinna kauplaust jafnvel þótt það væri ákveðin kvöð að sinna sjáfboðavinnu. Einn viðmælandi viðurkenndi að „ef þú varst virkur og vilt hætta er það ekki létt“ og bætti við: „Ef þú opnar munninn ertu komin i stjórn. ... Skil stundum ekki hvað rekur mann áfram.“ Viðmælandi sem sinnir annarri vinnu samhliða búskap og er mjög virk í sjálfboðastarfi „þekkir sig í að vera kona sem vinnur um of ókeypis.“ En sumir gera aldrei neitt. Réttmæti sjálfboðavinnu Margir viðmælenda voru meðvitaðir um að aðilar vinnumarkaðarins, þar á meðal Bændasamtökin og Starfsgreinasambands Íslands, hefðu gefið út yfirlýsingu um að það væri „andstætt kjarasamn- ingum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahags- legri starfsemi fyrirtækja og lögbýla“ (Bændablaðið, 2017). Þeir voru sammála ákveðnum atriðum yfirlýsingarinnar, í vafa um annað og ósammála sumu. Samkeppni á vinnumarkaði Viðmælendur voru að mestu sammála um að sjálfboðaliðar skyldu ekki sinna störfum á hótelum og gistiheimilum, í veitingarekstri og við hestaleigur. „Fólk myndi líta það hornauga vegna þess að það væri ósanngjarnt gagnvart hinum með kaffihús og fólkinu sem ynni kauplaust, skiptir engu hvort það sé innlent eða erlent fólk“, útskýrði einn viðmælenda. Bent var á að það væri kannski í lagi að nota sjálfboðaliða í uppbyggingarfasa nýrrar starfsemi, t.d. í ferðaþjónustu, enda væri það samfélaginu til heilla ef lágmarks þjónusta við ferðamenn væri til staðar. Þegar fjárhagslegan grundvöll skorti ynnu frumkvöðlar og fjölskldumeðlimir gjarnan launalaust við uppbygginguna, og þá mætti hugsa sér aðkomu sjálfboðaliða. Sumir þekktu til þess að erlendir sjálfboðaliðar ynnu við ferðaþjónustu og töldu það misnoktun vinnuafls. Aðili með ferðaþjónustu og erlenda sjálfboðaliða sagðist borga samkvæmt kjarasamning- um þegar sjálfboðaliði ynni við ferðaþjónustuna, sem væri þó sjaldgæft. Aðilinn undirstrikaði: „Ég rek ekki fyrirtækið á sjálfboðaliðum.“ Annar viðmælandi þekkti til bónda sem var með búrekstur og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.