Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 44

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 44
Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum 44 .. að halda (Bolin og Stanford, 1998; Eydal og fleiri, 2016; Gillespie, 2010; Kristín Björnsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir, 2021; Newburn, 1993; Pyke og Wilton, 2020; Pyles, 2007; Rapeli o.fl., 2018; Tierney, 2014; Zakour, 2010). Í þessu samhengi er mikilvægt að gefa því gaum að þegar álag verður mikið og kreppir að í samfélaginu, eins og til dæmis gerðist í kjölfar bankahrunsins 2008 og í Covid- faraldrinum, fjölgar tilkynningum um vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum (Ásthildur Elva Bern- harðsdóttir og fleiri, 2022). Einnig hafa bæði innlendar og erlendar rannsóknir á aðstæðum fatlaðs fólks sýnt að staða þess er sérstaklega viðkvæm á tímum samfélagslegra áfalla og að verulega skortir á samráð við það um áætlanir og aðgerðir sem varða aðstæður þess og velferð (Kristín Björnsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir, 2021; Pyke og Wilton, 2020). Það er því rík ástæða til þess að huga sérstak- lega að velferð fólks og sérstaklega þessara hópa á tímum samfélagslegra áfalla. Hérlendis hafa vinnuaðferðir félagsráðgjafa haft mikil áhrif á það hvernig félagsþjónusta sveitar- félaga hefur mótast (Lára Björnsdóttir, 2006) og því er gagnlegt að horfa hér einnig til rannsókna innan félagsráðgjafar. Bandaríski félagsráðgjafinn Elliott (2010) setti fram vinnulíkan fyrir félags- ráðgjafa þar sem hún skilgreinir verkefni félagsráðgjafa á sviði áætlanagerðar, stjórnunar og við- bragða og tengir þau inn á fjögur stig viðlagahringrásarinnar. Líkanið endurspeglar mikilvæg gildi úr félagsráðgjöf, svo sem valdeflingu, notendasamráð og málsvarahlutverk félagsráðgjafa, auk þess að byggja á styrkleikanálgun og heildarsýn bæði á einstaklinginn og samfélagið. Elliott dregur upp mynd af því hvernig dagleg verkefni félagsráðgjafa raðast inn í líkanið og undirstrikar mikilvægt hlutverk þeirra á tímum samfélagslegra áfalla (Elliott, 2010). Nálgun Elliott er gagnleg til að greina þau viðfangsefni sem félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að horfa til og getur tekist á við í krafti þekk- ingar og yfirsýnar í samfélagi sem verður fyrir áfalli. Rannsakendur sem notað hafa líkanið við greiningu á þátttöku félagsþjónustu á tímum samfélagslegra áfalla hafa bent á að nokkuð vanti upp á að geta hennar og þekking sé nýtt til fulls (Guðný Björk Eydal og Anna Sigrún Ingimarsdóttir, 2013; Rapeli, 2017). Þá er samstarf og skilningur milli viðbragðsaðila mikilvægur liður í árangurs- ríkri áfallastjórnun, en niðurstöður rannsóknar Cuadra (2016) á tengslum milli félagsþjónustu og almannavarna frá sjónarhorni starfsfólks félagsþjónustunnar í Svíþjóð gáfu til kynna að starfsfólkið hefði ekki fengið nægilega fræðslu og þjálfun um hlutverk sín á tímum samfélagslegra áfalla, sem meðal annars birtist í því að það lagði ólíkan skilning í lykilhugtök eins og áfall, áhættu og tjónnæmi (Cuadra, 2016). Niðurstöður íslenskra rannsókna hafa endurspeglað niðurstöður erlendra rannsókna sem hér hafa verið nefndar. Tilviksrannsókn Ragnheiðar Hergeirsdóttur (2019) á viðbrögðum félagsþjónustu í Árborg við samfélagsáföllum sýndi að félagsþjónustan þarf að vera betur undirbúin, eiga verklags- reglur og viðbragðsáætlanir og vera hluti af almannavarnakerfinu á öllum stigum, þar með talið á forvarna- og viðbúnaðarstigi. Niðurstöðurnar undirstrika einnig mikilvægi þess að starfsfólk fé- lagsþjónustu þekki almannavarnakerfið vel til þess geta mætt ólíkum þörfum íbúa og samfélags á almannavarnatímum (Ragnheiður Hergeirsdóttir og Guðný Björk Eydal, 2021). Reynslan frá Covid hefur einnig dregið fram mikilvægi þess að samstarf og skilningur sé á milli viðbragðsaðila, ekki síst þegar um langvarandi áföll er að ræða eins og í tilviki Covid-19. Ísland er skemmra á veg komið en nágrannalöndin þegar kemur að samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu, en samþætt þjónusta við tjónnæma hópa er sjaldan brýnni en á slíkum tímum og hefur meðal annars verið bent á mikil- vægi samþættingar félags- og heilbrigðisþjónustu við aldraða og samþættingu félags-, skóla- og heilbrigðisþjónustu við börn (Ásthildur Elva Bernharðsdóttir o.fl., 2022; Rapeli o.fl., 2022). Lagalegt hlutverk félagsþjónustu á tímum áfalla Sveitarfélög hafa margháttaðar lagalegar skyldur og veita íbúum mikilvæga þjónustu, m.a. á sviði velferðarþjónustu. Félagsþjónustulög nr. 40 frá árinu 1991 kveða á um skyldu sveitarfélaga til að veita þeim íbúum sínum sem á þurfa að halda félagsþjónustu. Í markmiðsgrein laganna er kveðið á um að með félagsþjónustu sé fjárhagslegt og félagslegt öryggisnet íbúa tryggt og stuðlað að velferð þeirra á grundvelli samhjálpar. Málaflokkar sem félagsþjónustu ber að sinna skv. lögunum eru fé-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.