Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 45

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 45
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir 45 .. lagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, stuðningsþjónusta, málefni barna og ungmenna, þjónusta við aldrað og fatlað fólk og húsnæðismál (lög nr. 40, 1991). Lögin eru svokölluð rammalög og eru þannig fyrst og fremst stefnumótandi fyrir sveitarfélögin, sem felur í sér að sveitarfélögin hafa ákveðið valfrelsi og svigrúm með það hvernig þau skipuleggja og framkvæma þjónustu sína (Anna Guðrún Björns- dóttir, e.d.; Guðný Björk Eydal og Halldór Guðmundsson, 2012). Félagsmálaráðherra fer með yfir- stjórn málefna félagsþjónustu í landinu samkvæmt 3. grein laganna en sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustu innan marka sinna skv. 4. grein sömu laga. Eins og sjá má á þessari upptalningu eru verkefni félagsþjónustu ærin og hún sinnir að jafnaði stórum hópum í hverju samfélagi auk þess sem barnavernd er víða einn þáttur í starfsemi félagsþjónustu. Reynslan sýnir að á tímum hamfara eykst þörfin fyrir þjónustu. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að húsnæðismál hafa reynst meðal mikilvægustu málaflokka í kjölfar náttúruhamfara hér á landi (Jón Börkur Árnason o.fl., 2005; Ragnheiður Hergeirsdóttir og Guðný Björk Eydal, 2021, Sólveig Þorvaldsdóttir o.fl.,, 2008). Önnur lögbundin verkefni félags- þjónustu, s.s. fjárhagsaðstoð, félagsleg ráðgjöf og stuðningsþjónusta, eru þjónusta sem er nauð- synleg fyrir marga íbúa sveitarfélaga á tímum áfalla og í kjölfar þeirra og sýndi það sig meðal annars í kjölfar bankahrunsins 2008 og Covid-faraldursins (Ragnheiður Hergeirsdóttir og Guðný Björk Eydal, 2021; Ásthildur Elva Bernharðsdóttir o.fl., 2022). Á undanförnum árum hafa verið gerðar breytingar á félagsþjónustulögunum til samræmis breyt- ingum á annarri löggjöf, svo sem lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðnings- þarfir, og nú síðast með nýjum lögum um samþættingu þjónustu við börn í þágu farsældar sem tóku gildi 1. janúar 2022. Þessar breytingar hafa aukið skyldur sveitarfélaga til velferðarþjónustu við íbúana, meðal annars á grundvelli samþættingar og samstarfs innan og milli þjónustukerfa, og skapa enn ríkari þörf til þess að velferðarþjónustan sé vel í stakk búin til að takast á við áhrif og afleiðingar samfélagslegra áfalla. Í kjölfar áfalla hefur það einnig verið mikilvægt verkefni að veita sálrænan og sálfélagslegan stuðning, eftir atvikum í samvinnu og samráði við áfallahjálparteymi. Starfsfólk félagsþjónustu sveitarfélaga getur t.d. gegnt mikilvægu hlutverki við að veita sálræna skyndihjálp í fjöldahjálpar- stöðvum sem Rauði krossinn opnar og stýrir en einnig við skipulag, framkvæmd og í sumum til- vikum að veita lengri tíma áfallahjálp fyrir þá sem á þurfa að halda (Ragnheiður Hergeirsdóttir, 2019). Áhrif samfélagslegra áfalla á líðan og stöðu fólks hafa verið rannsökuð nokkuð hér á landi og sýna niðurstöður að áhrifin geta verið langvarandi og haft víðtæk áhrif á heilsufar þolenda og að eldri áföll geti ýtt undir alvarlegri afleiðingar við áföll síðar á ævinni (Bödvarsdottir o.fl., 2006; Þórðardóttir o.fl., 2015). Því hefur verið lögð áhersla hérlendis á að veita sálræna skyndihjálp sem fyrst eftir áfall og eftir atvikum áfallahjálp (Eydal og Árnadóttir, 2004; Þórðardóttir o.fl., 2019). Þá hafa rannsóknir sýnt fram á mikilvægi þess að stuðla að valdeflingu þolenda með því að upplýsa og virkja fólk til þátttöku og veita þann stuðning sem þarf til að daglegt líf geti sem fyrst orðið með sem eðlilegustum hætti (Rowlands, 2013; Tierney og Oliver-Smith, 2012). Niðurstöður innlendra sem erlendra rannsókna benda til þess að nýta eigi þekkingu og reynslu íbúa betur við áætlanagerð og undirbúning til að takast á við hamfarir (Bird o.fl., 2011; Gísladóttir o.fl., 2021; Jóhannesdóttir og Gísladóttir, 2010). Rannsóknir til dæmis frá Ástralíu benda eindregið til þess að virk þátttaka íbúa bæti árangur í viðbrögðum og úrvinnslu vegna samfélagslegra áfalla (McKinnon og Alston, 2016; Rowlands, 2013). Félagsþjónustan hefur á að skipa fagfólki sem hefur þekkingu á notendasamráði og ýmiss konar hópa- og samfélagsvinnu auk þess að vera sérfræðingar í að greina og vinna út frá heildarsýn á aðstæður fólks og samfélaga. Bent hefur verið á að virk þátttaka og fram- lag starfsfólks félagsþjónustu í undirbúningi, viðbrögðum og úrvinnslu samfélagslegra áfalla bæti sömuleiðis árangur í viðbrögðum og úrvinnslu áfalla (Dominelli, 2015; Elliott, 2010; Linnell, 2013). Rannsóknir hafa sýnt að áhrif samfélagslegra áfalla eru oft langvarandi. Sé þeim ekki gefinn gaumur getur það dregið úr viðnámsþrótti einstaklinga og samfélaga til lengri tíma og þar með þrótti til að takast á við önnur áföll (Ásthildur Elva Bernharðsdóttir o.fl., 2022; Eydal o.fl., 2016). Rann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.