Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 60

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 60
Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum 60 .. og tæplega 9% barna utan höfuðborgarsvæðis. Skortur á efnislegum gæðum getur til dæmis falist í vanskilum fjölskyldunnar, að geta ekki farið í árlegt frí, mætt óvæntum útgjöldum eða að hafa ekki efni á sjónvarpstæki, þvottavél, síma eða bíl. Þá bjuggu 12% barna á höfuðborgarsvæði og 16% barna utan höfuðborgarsvæðis á heimilum undir lágtekjumörkum (Þórdís Birna Borgarsdóttir, 2022). Þrátt fyrir að ólíklegra sé íslensk börn búi við skort en jafnaldrar annars staðar í álfunni er það áhyggjuefni að efnislegur skortur barna utan höfuðborgarsvæðis sé algengari. Við þær aðstæður skerðast til dæmis möguleikar þeirra til að fylgja jafnöldrum eftir í frístundastarfi eða taka þátt í við- burðum sem kosta. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að meti ungmenni fjárhagsstöðu fjölskyldu mjög slæma væru líkur á depurð 25-faldar á við aðra. Slök tengsl við vini þrefölduðu líkur á depurð og stúlkur voru tvöfalt líklegri til að finna til depurðar nær daglega en piltar (Ársæll Arnarsson, 2019). Raunar er algengt að niðurstöður rannsókna sýni minni lífsánægju og verri andlega heilsu hjá stúlkum sam- anborið við pilta (Rannsóknir og greining, 2022) og versnandi geðheilsu hjá stúlkum samanborið við pilta (Bor o.fl., 2014). Líkt og ofangreint yfirlit ber með sér getur fjölmargt í nærumhverfi ungmenna haft áhrif á lífs- gæði þeirra og líðan. Ekki eru tiltækar íslenskar rannsóknir á mati ungmenna á búsetuskilyrðum eða líðan eftir búsetu en kannanir meðal fullorðinna gefa ákveðnar vísbendingar. Fram hefur komið að kostir strjálli byggða felist í öryggi, aðgengi að náttúru, friðsæld og kyrrð en í sumum tilfellum sé þar flóknara að nálgast þjónustu, atvinnu og tómstundir fyrir unga fólkið. Þar hafi þéttari byggð sterkari stöðu. Lægra menntunarstig og hærra hlutfall barna sem búa við efnislegan skort utan höfuborgar- svæðis bendir til að sé þar bætt úr auki það lífsgæði barna og unglinga. Síðast en ekki síst tengist líðan unglinga samskiptum þeirra við vini og fjölskyldu og vert að huga að því hvernig búseta og umhverfi skapar grundvöll stuðningsríkra tengsla. Áhrif umhverfis á samskipti og tengsl Þó lítið hafi fundist af rannsóknum á samskiptum og tengslum unglinga eftir búsetu verður hér dregið fram hvers konar þættir geta haft áhrif á þessi tengsl og hvaða möguleikar eru til viðbragða. Fjallað um félagsauð og fámenni, samskipti á neti, staðartengsl og er leitast við að staðsetja lífshætti unglinga innan þess. Einkenni hverfa er einn áhrifaþáttur líðanar og lífsánægju ungmenna. Til að mynda gefa íslenskar rannsóknir til kynna tengsl félagsauðs hverfa sem birtist í stuðningsríkum fjölskyldu- og vinatengsl- um, við vellíðan unglinga (Eyrún María Rúnarsdóttir og Rúnar Vilhjálmsson, 2019) og að efna- hagslegur ójöfnuður hverfa tengist vanlíðan (Arndís Vilhjálmsdóttir o.fl., 2016). Í félagsauð felast ekki einungis nándartengsl við fjölskyldu og vini en einnig traust í samfélagi, öryggi og breiðara tengslanet svo sem við nágranna, foreldra og fjölskyldu vina og innan skólasamfélags (Gheitarani o.fl., 2020). Þegar hefur komið fram að slík atriði auka byggðafestu. Tengslanet og aðgengi að jafnöldrum í nágrenni við heimili eða skortur á því getur skipt veru- legu um líðan ungs fólks. Félagar og vinir verða æ mikilvægari eftir því sem líður á unglingsárin en vinir geta veitt viðurkenningu, félagsskap og stuðning sem eykur velferð unglingsins (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2019; Wang o.fl., 2017). Fleiri vinir gefa unglingnum tilfinningu fyrir nánd og stuðningi (Flynn o.fl., 2017). Þegar íslensk ungmenni voru spurð um fyrirætlanir sínar um að flytja eða verða um kyrrt í núverandi byggðalagi, drógu góð tengsl við fjölskyldu og vini úr áhuga á brott- flutningi (Þóroddur Bjarnason, 2011). Þessi mikilvægu tengsl juku ánægju ungmenna með búsetu sína en ekki er sjálfsagt að þau séu til staðar. Í smærri byggðalögum geta skapast þær aðstæður að jafnaldrar eru fáir eða langt er á milli heimila sem dregur úr tækifærum til samskipta (Dooris o.fl., 2008). Við þær aðstæður vaknar sú spurning hvort og hvernig unglingar bæta sér upp skort á aðgengi að jafnöldrum og hvaða áhrif hann hefur á líðan eða sýn á flutninga frá svæðinu. Við leit fannst lítið af efni um vina- og félagatengsl í fámenni eða hvernig unglingar bæta sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.