Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 67

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 67
Eyrún María Rúnarsdóttir 67 .. Fyrsta þrep líkansins (sjá töflu 3) sýnir sállíkamlegar umkvartanir ungmenna á svæðunum þremur. Þau ungmenni sem bjuggu á Suðurnesjum eða Vestur- og Norðurlandi fundu sjaldnar til vanlíðanar og munaði þar um tveimur stigum á kvarðanum 0–32 sé miðað við ungmenni á höfuðborgarsvæð- inu. Sá munur var tölfræðilega marktækur. Niðurstaðan er í takt við niðurstöðu dreifigreiningar á meðaltölum umkvartana eftir svæðum. Á þrepi tvö (töflu 3) var kyni unglinga og aldri sem miðast við árgang unglinga í skóla bætt við. Stúlkur fundu oftar til vanlíðanar en piltar og munar þar þremur stigum á kvarðanum 0–32. Eldri unglingum, sér í lagi þau sem voru í 10. bekk leið verr en þeim yngri og munaði um tveimur stigum á þeim og nemendum 8. bekkjar. Engin breyting varð á þeim mun á tíðni umkvartana sem kom fram eftir búsetu á fyrsta þrepi þegar kyni og aldri var bætt við líkanið sem þýðir að hvorki kyn né aldur gat skýrt mun á líðan unglinga eftir búsetusvæði. Á þriðja þrepi (sjá töflu 3) var efnahag fjölskyldna og fjölda vina bætt við líkanið. Fram kom að því verri sem efnahagur fjölskyldu var samkvæmt FAS kvarðanum, því líklegri voru unglingar til að finna til vanlíðanar. Munurinn er þó ekki ýkja mikill, eða 0,8 stig þegar FAS stigum fækkar um eitt en tengslin eru marktæk við 99% öryggismörk. Eftir því sem unglingar áttu fleiri íslenska vini dró heldur úr vanlíðan þeirra eða um 0,2 stig við hvert hækkandi stig vinafjölda. Vakti því athygli að þessu var öfugt farið þegar vinir sem eingöngu voru samskipti við á netinu varð meiri en það jók á vanlíðan unglinga. Áfram hélst sami marktæki munurinn á líðan eftir búsetu, sá munur nam um tveimur stigum líkt og á fyrri þrepum. Ekki er því hægt að skýra mun á líðan eftir búsetusvæði með því hvernig efnahag fjölskyldna er háttað, hversu marga vini unglingur á né með kyni hans eða aldri. Einnig tengdist aldur og kyn líðan unglinga á sama hátt og á öðru þrepi líkansins. Munur á líðan 8. og 9. bekkinga var þó ekki lengur tölfræðilega marktækur. Að lokum var könnuð samvirkni búsetu við efnahag fjölskyldu, kyn, aldur og við fjölda vina og eru þær niðurstöður sýndar á fjórða þrepi líkansins (sjá töflu 3). Marktæk samvirkni kom fram milli búsetu og fjölda vina sem eingöngu voru samskipti við á netinu. Þegar unglingar bjuggu á Vestur- og Norðurlandi dró fjöldi netvina úr vanlíðan þeirra um 0,3 stig. Engin samvirkni kom fram milli svæða og kyns, aldurs, efnahags fjölskyldu eða fjölda annarra vina. Umræða Markmið rannsóknarinnar var að kanna líðan unglinga með því að skoða svör við spurningum um tíðni sállíkamlegra umkvartana. Þessi tíðni umkvartana var skoðuð eftir búsetu á þremur svæðum en þess konar athugun hefur ekki verið gerð hér á landi áður. Horft var til tvenns konar mögulegra skýringarþátta í líðan unglinga eftir búsetu en þeir voru efnahagur fjölskyldu og vinatengsl ásamt kyni og aldri. Fram kom munur þar sem unglingar á höfuðborgarsvæði reyndust finna marktækt oftar til verkja og taugaóstyrks og einnig voru vísbendingar um að algengara væri að unglingar á því svæði ættu erfiðara með svefn, fyndu oftar til depurðar og pirrings eða skaptruflana. Þegar allar sállíkamlegar umkvartanir voru lagðar saman í eitt skor reyndist tíðni umkvartana meiri á höfuð- borgarsvæðinu en á öðrum svæðum jafnvel þótt tekið væri tillit til kyns, aldurs, efnahags fjölskyldu og fjölda vina. Niðurstöður erlendra rannsókna á efninu eru misvísandi (Boraita o.fl., 2022; Jonsson o.fl., 2019; Rees o.fl., 2017). Í sumum rannsóknum kemur fram verri líðan í borgarsamfélögum en í strjálbýli og fámennari bæjum en í öðrum rannsóknum finnst enginn munur. Ef til vill má segja að gagnslítið sé að bera saman slíkar niðurstöður milli landa enda allar aðstæður og umhverfi ólíkt. Borgir eru misstórar og skipulagðar með ólíkum hætti og það eru minni byggðalög líka, náttúrufar lítt sambærilegt og þar mætti lengi telja. Hafa ber í huga við samanburð á milli landa að misjafnir mælikvarðar eru lagðir til grundvallar þegar meta á mörk þéttbýlis og dreifbýlis eða stærð borga og bæja (Rees o.fl., 2017). Hvað sem samanburði milli landa líður, er niðurstaðan allrar athygli verð og vekur upp spurningar hvað það er í umhverfi, lífi og aðstæðum íslenskra ungmenna á höfuðborgar- svæðinu sem getur skýrt að þeim líður að jafnaði ekki eins vel og jafnöldrum þeirra á þeim svæðum utan höfuðborgar sem rannsóknin náði til. Í samhengi niðurstaðna sem þessi rannsókn sýndi má velta því upp hvort skýringa sé að leita í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.