Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 75

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 75
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Óskar Kristjánsson og Hugrún Harpa Reynisdóttir 75 .. stjórnmálanna hafa einnig verið vettvangur fræðimanna svo fátt eitt sé nefnt (Connell og Messer- schmidt, 2005). Munur á milli þess hvernig karlmennska raungerist á alheimskvarða (e. global scale), svæðis- (e. regional scale), og staðbundnum kvarða (e. local scale) hefur einnig verið rannsökuð. Þeir fræði- menn sem beina sjónum sínum að orðræðu um karlmennsku á alheimskvarðanum einbeita sér að þáttum eins og alheimsfjölmiðlum, stjórnmálum og milliríkjaviðskiptum. Þegar kemur að svæðis- bundinni orðræðu um karlmennsku snúast rannsóknir um menningu eða þjóðríkið út frá stjórnmála- legri orðræðu og lýðfræði en staðbundin orðræða um karlmennsku snýst um dagleg samskipti innan fjölskyldna og daglegt líf (Gustavsson og Riley, 2020). Slík nálgun tengist því að staður og umhverfi hafa áhrif á hvernig hugmyndir um karlmennsku raungerast. Dreifbýliskarlmennska Ein vídd sem tengist hugmyndum um karlmennsku er dreifbýliskarlmennska. Slíkri karlmennsku hefur verið stillt upp sem andstæðu við þéttbýliskarlmennsku (e. urban masculinity) og sú mynd sem dregin er upp af dreifbýlismanninum er að hann sé misheppnaður og sem slík er hún undirskipuð og jaðarsett (Bye, 2009). Sama má segja um hugtökin dreifbýli og þéttbýli þar sem hið fyrrnefnda er undirskipað og jaðarsett. Dahlström (1996) segir að dreifbýlið sé rými karlmannsins og hugmyndir okkar um karlmennsku taka mið af þessu og er dreifbýliskarlmaðurinn sagður vera hefðbundinn, ójafnréttissinnaður, afturhaldssamur, ómenntaður og óhæfur á meðan þéttbýliskarlmaðurinn er hæf- ur, jafnréttissinnaður, menntaður og framsýnn (Ambjörnsson, 2021; Areschoug, 2019). Brottflutningur ungs fólks og kvenna af landsbyggðinni til stærri samfélaga hefur verið rann- sóknarefni fræðimanna í langan tíma. Þær rannsóknir hafa sýnt að það eru einkum konur sem flytja en karlarnir verða eftir (Ambjörnsson, 2021; Anna Guðrún Edvardsdóttir, 2013; Areschoug, 2019; Bye, 2009; Connell, 2015; Stenseth og Bæck, 2021). Orðræðan einkennist af því að „til þess að verða eitthvað“ þá þarftu að flytja í þéttbýlið og litið er á þá (karlar) sem ákveða að fara ekki sem viljalausa og óvirka gerendur í samfélaginu og í sínu eigin lífi en brottfluttir (konur) eru álitnir nútíma legir og virkir. Eftir því sem hugmyndir um karlmennsku breytast og meira rými er gefið fyrir annars konar karlmennsku, má skilja val þeirra karla sem ákveða að fara ekki sem val á lífsstíl og tengist hugmyndum um að í dreifbýlinu sé friður og ró, öryggi og betri tenging við náttúruna (Bye, 2009). Slíkt leiðir okkur að hugmyndum um tengsl staðar og karlmennsku. Í því sambandi er umræðan um hvað sé viðeigandi og hvað ekki og þá hvernig sú flokkun verður hluti af sjálfsmynd einstakl- ingsins. Rannsóknir þessu tengt hafa einblínt á hvernig náttúra og líkami eru samofin reynslu og skilningi á staðnum og félagslegum tengslum. Í dreifbýli koma þessi tengsl fram í að sýna hugrekki, óttaleysi, hörku, vera í góðu líkamlegu formi og í hæfileikanum í að hunsa óþægindi eða sársauka. Sannir karlmenn eru þeir sem ráða við öfgar í veðri og afskekkt og hrjóstrugt landslag og hafa stjórn á líkama, umhverfi og vélum. Í fljótu bragði sýnist myndun dreifbýliskarlmennsku vera mjög stíf en eins og áður sagði sýna rannsóknir að hugmyndir um karlmennsku eru að breytast og að réttara sé að tala um margs konar „karlmennskur“ (Bye, 2009). Niðurstöður rannsókna Unnar Dísar Skaptadóttur (1996; 2000) sýna að konur starfa nær ein- göngu í fiskvinnslu á meðan karlar sækja sjóinn. Aðrar rannsóknir styðja þetta og sýna að konur hafa því litla aðkomu að stjórnun og nýtingu náttúruauðlinda. Karlar eiga og stýra sjávarútvegs- fyrirtækjunum og eru yfirleitt skráðir sem eigendur báta. Þar sem kvótaeign er skráð á báta, hafa karlar það í hendi sér hvernig kvótinn er nýttur (Edvardsdóttir, 2013; Karlsdóttir og Ingólfsdóttir, 2011). Erlendar rannsóknir (Byrne, o.fl., 2013; Pini o.fl., 2014) sýna að þegar kemur að hvers konar auðlindanýtingu hafa konur takmarkaðan aðgang að ákvarðanatöku um nýtingu og stjórnun hennar. Hulda Proppé (2004) fjallar í grein sinni um rými, vald og andóf í íslenskum sjávarbyggðum um það félagslega rými sem hver einstaklingur hefur til þess að skilgreina sig. Það mótast meðal ann- ars af kyni, umhverfi, heimilisaðstæðum og samfélagsgerð. Auk þess skapa stefnur og ákvarðanir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.